Aldamót - 01.01.1895, Page 134
184
för og fullkomnun, þá er maðurinn ímynd Krists,
og þá er hann sannkristinn, hvort sem hann annars
er kristinn eða Gyðingur, Tyrki eða heiðingi« (203;.
Um þetta er nóg að taka það fram, að það er
hreint og beint kristindómslaus kristindómur, sem
ekki þekkir Krist og ekkert á skylt við hann.
2. KraptaverMn. — Þau eru tekin sem sönnun
þess, að maðurinn eigi að vinna bug á náttúruöfl-
unum. »Jeg skil þau svo, að með þeim sje mann-
inum boðað, að hann eigi með tímanum, jafnótt og
andi hans þroskast og hann verður betur kristinn,
einmitt að ná fullkomnari yfirráðum yfir hinni skyn-
lausu náttúru. Ef eigi mætti skilja kraptaverkin
þannig, þá mundi jeg fyrir mitt leyti verða efaður í
að trúa tilveru þeirra« (27).
Næsta undarlegur skilningur á kraptaverkun-
um! Þau sanna þá ekkert lengur viðvíkjandi sálu-
hjálp mannanna. Þau eru þá engin sönnun fyrir
þvi, að Jesús Kristur er sannur guð, ef oss er ætl-
að af eigin rammleik að verða honum jafnsnjallir.
Hjálpræðið — frelsunaratriðið — dylst hjer fyrir höf.
eins og svo opt endrarnær.
3. Syndtin. — »Já, hvað er synd og hvað ekki?
Gjörurn oss grein fyrir því« (29). En svo gjörir
hann í rauninni alls enga grein fyrir þvi, en kem-
ur með ýms fremur óheppileg dæmi þess, hvað synd-
in ekki sje. Úr erfðasyndinni gjörir hann alls ekk-
ert. »Þetta, sem lireifir sig hjá barninu, er ekki
annað en óspillt manneðli® (30). — »Af hverju eru
menn ranglátir og syndugir? Af þekkingarleysi og
kúgun* (42). Þetta er bágborin útskýring og aug-