Aldamót - 01.01.1895, Page 136
1H6
viljann. Það nálægist við hvert fótmál, sem vjer
stígum til þess að innræta mönnum elsku til sann-
leiks, fegurðar og fullkomnunar. Guðs ríki er ekki
einungis fólgið í þeim háleitu dyggðum og heilag-
leika, sem brýndur er fyrir mönnum í nafni ritn-
ingarinnar, heldur er það og fólgið í hvers konar
dyggð og dáð» (187—188). «Gu?s ríki leyfir allt,
nema ónytjungsskap í hugsun og hegðun» (188).
Um þetta guðs riki er það að segja, að það á
ekkert skylt við það guðs ríki, sem Kristur stofnaði,
og hefur trúna á guðs eingetinn son fyrir hyrning-
arstein og borgarabrjef.
5. Sann'eikurinn. Fyrsti dýrgripurinn í guðs
ríki er sannleikurinn. «í hinn tilkomanda guðs ríki
mun afl skynseminnar aukast .... Uppfræðing
mannkynsins á fyrir höndum mikinn vöxt og menn
munu finrni kennsluaðferðir, sem betur svara til
ganginum® (39). Þetta virðist vera sá sannleikur,
sem höf'. hefur fundið dýrðlegastan. «Menn imynda
sjer, að endurleysanda sannleik sje hvergi að finna
nema í ákveðnum orðum og greinum« (256). Hann
setur ekki sannleikann mikið í sam1'avid við Jesúm
Krist. Höf. kemur ekki til hugar að lýsa honum
sem sannleikanum. Og honum virðist vera mjög
ilia við ákveðnar trúarjátningar. Allt á að vera 1
lausu lopti.
6. Frelsi. Frelsi og framfarir eru tvö orð, sem
koma fyrir því sem næst á hverri blaðsíðu og opt
á sumum. Prjedikanir þær, sem hjer er um að
ræða, eru eiginlega um þetta tvennt. Höf. elskar
frelsið. En það er ekki unnt að sjá af orðum hans,