Aldamót - 01.01.1895, Side 139
139
«annorður og trúr, að lygara með því að neita freis-
isopinberun hans.
9. Trúin. Hún er vön að vera aðalatriðið í prje-
dikun kirkjunnar. Aðalmarkmið hvers prests er að
eignast trúaðan söfnuð. Og þess vegna gengr óm-
ur af: Trú þú á drottinu Jesúm Krist, þá skalt þú
verða hólpinn, þú og þitt hús, gegn um það orð, sem
flutt er frá prjedikunarstólnum. — Orðið trú kemur
örsjaldan fyrir í ræðum þessum. Þær eru um allt
annað eu hina sönnu og sáluhjáiplegu trú. Samt er
beðið um trú á einum stað. En svona: «Biðjumþá
himnaföðurinn sem bezt að efla hjá oss trúna á hið
góða, trúna á sigur Ijóssins yflr myrkrinu, sannleik-
ans yfir villunni, rjettlætisins yflr ranglætinu. Það
er hin sanna og sáluhjálplega trú» (95—96). Það
litur út f'yrir, að trú höf. hafl verið trú á hið góða
en ekki trú á hinn góða. Og um «hið góða» talar
hann í skilningi Sókratesar og PJatós en ekki í
kristilegum skilnitigi.
10. Guðsorð. Flöf. hefur einkennilega tiiineiging
til að fletja allar liugmyndir út og gjöra pær tor-
kennilegar. «Guðs orð er ekki einungis að flnna í
biflíunni, heldur og í öllu þvi, sem satt er og rjett,
fagurt og inndælt. Guðs orð er að finna i verald-
arsögunni, því að hún birtir hvervetna elsku guð og
eilífa rjettlæti. Guðs orð er að finna í lífsreynslu
mannsins . . . Guðs orð er að finna í öllum sönnum
skáldskap og í allri sannri íþrótt* (254). Æðrasess
en þetta vill hann ekki gefa guðs orði í biflíunni,
því hann segir: «Guðs orð raátt þú ekki hefja yfirguðs
verk» (255). «Lengi má jeg, segi jeg, leita í biflíunni
til að finna greinar, er birti á áhrifameiri hátt hin-
ar eilífu fegurðarhugsjónir, hina eilífu elsku og hina