Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 141
141
af ræðunum er almennar hugleiðingar um hitt og
þetta, án þess þar sje talað nokkuð í áttina til krist-
indómsins.
Það er eins og hann vilji rjettlæta þetta með
dæmi frelsarans. »Sjaldnast er það, að frelsarinn
taki ritningargrein til að leggja út af og vitum vjer
þó, að þá var gamla testamentið til ekki síður en
nú« (255). Ef hann hefði sagt »optast« í stað »sjaldn-
ast*, hefði hann verið sannleikanum miklu nær.
Þegar frelsarinn talaði í fyrsta sinn í samkundunni
i Nazaret, las hann upp úr spádómsbók Esajasar og
talaði síðan út af þeim orðum. Lengstu ræðuna
síua, fjallræðuna, hjelt hann til að útskýra boðorðin,
meðal annars. Síðasta orðið, sem hann talaði áður
en haun ljezt, tók hann »af Davíðs mnnni« o. s. frv.
»í drottins hús ættum vjer ekkert erindi að
eiga, næst á eptir því að biðja guð og þakka hon-
um, annað en það að íhuga sjálf framfaramál lífs-
ins« (120). Það er eitthvað annað en að ásetja sjer
um ekkert annað að vita og út af engu öðru að
prjedika en Kristi og honum krossfestum, eins og
postulinn Páll (1. Kor. 2, 2). »Mörg ein ræða, sem
höndlar um margítrekað og útrætt efni guðfræðis-
legra trúargreina, sem menn hafa þúsund sinnum
heyrt upptekið með sömu orðum, gjörtr náttúrlega
ekki annað en að sljófga og svæfa flesta tilheyrend-
ur, svo að ef nokkur andi er til i þeim, þá hljóta
þeir að fara verri frá kirkjunni en þeir komu þar«
(121). Hjer liggur sú skoðun til grundvallar, að ev-
angelíið sje orðið svo úreit, búið að endurtaka það
svo opt, að það gjöri menn verri að heyra það leng-
ur. Þess vegna eitthvert nýstárlegt umtalsefni!
Hvílík heimska!