Aldamót - 01.01.1895, Page 143
143
Golíat var stærri en aðtir raenn. í ræðunni er f
rauninni alls ekkert talað um endurlausnina sjálfa,
heldur að eins um afleiðingar hennarfyrir manninn.
Og þetta verður allt svo óljóst, af því annarlegur
— jeg freistast nærri til að segja heiðinglegur skiln-
ingur er lagður inn í þessa eins og aðrar hugmynd-
ir kristindómsins.
Jeg hef nú minnzt á hið helzta. Otal margt
hefur samt orðið útundan. Et tii vill geta ræður
þessar haft þau áhrit að gjöra einhvern duglegri og
tramkvæmdarsamari i búskapnum. En kristnari
held jeg þær engan gjöri. Og víst er um það, þær
eru mjög illa fallnar til að vera húslestrarbók.
Svo spyrjum vjer þá að Lokum: Hvaða kenn-
ing er þetta? Því lútersk kenning er það ekki.
Það er allt, sem bendir í áttina til únítaranna.
íslenzk alþýða hefur þarna eignazt ofurlitla únítara-
postillu og til þess, að hún geti enzt allt árið um
kring þart hún að lesa hana tvisvar á ári, eins og
bent hefur verið á. — Það er raunaleg tilhugsun. —
Víst hefur höf. ekki verið ljóst sjálfum til fulls, að
hugsanir hans stefndu eins út úr kirkjunni og þær
gjöra. Til þess hefur hann skort guðfræðislega
þekking og til þess hefur hann gjört sjer ot óljósa
grein fyrir samhengi kenningar sinnar.
Jeg hef lesið bókina með sívaxandi sársauka.
Jeg hef hvað eptir annað spurt sjálfan mig: Er ís-
lenzka kirkjan að stefna í þessa áttina? Jeg vona
nú, að það sje ekki. Jeg vona að vjer eignumst
bráðlega prjedikanasafn, er setja má við hlið sálma-
bókarinnar. En hræddur er jeg um, að ef ræður
prestanna á íslandi væru prentaðar upp og ofan
eins og þær eru fluttar, yrðu ofmargar þeirra eitt-