Aldamót - 01.01.1895, Side 146
146
lega að segja langar sögur af því. Þessi ritsjá, sera
nú er farin að taka upp heilmikið rúm í tímaritinu,
á að gjöra íslenzkri alþýðu grein fyrír því, sem er-
lendir vísindamenn eru að rita um fornöld Islands.
Væri ekki ýmislegt annað, er legið gæti nær og
bera mætti meiri andlegan ávöxt fyrir íslenzka
bændur að lesa, en þetta, sem þeir botna ekki i
nema til hálfs, og ekki það?
Það er ekki laust við að vakni bros á vörum
manns yfir þessum þaullærðu, óralöngu ritgjörðum,
sem þar standa ár eptir ár um norræna fornfræðh
Þær eru svo lærðar, að aumingja alþýðumennirnir,.
sem tímaritið er auðvitað fyrst og fremst ætlað, vita
hvorki upp nje niður, ef þeir fara að lesa þær. Og
afleiðingin verður þá eðlilega sú, að þeir gefast upp
við það, — hugsa með sjálfum sjer: Þetta er fyrir
einhverja aðra en mig og mfna líka.
Vjer íslendingar höfum ekki efni á því, að1
halda út vísindalegum eða hálf- vísindalegum tíma-
ritum. Þess háttar tímarit eru einungis handa lærð-
um mönnum. En af þeim eigum vjer ekki nema
iltölulega örfáa. Ef þeir vilja ræða visindaleg efni,
verða þeir að láta sjer lynda, að gjöra það í út-
lendum tímaritum. A þann hátt verður líka betur
eptir orðum þeirra tekið.
I einhverju útlendu tímariti finnst mjer ritgjörðin
eptir dr. Björn M. Olsen: Hvar eru eddukvæðin til
orðin ? — eiga heima, ef hún annars getur átt heima
í nokkru tímariti um vfða veröld, þar sem hún er
133 blaðslður á lengd. Svo löng ritsmíð sýnist fara
betur sem bæklingur út af fyrir sig, en sem ritgjörð
i timariti. Svo er hún »innlegg« á móti bókum og
ritgjörðum, sem út hafa komið erlendis, og samin af