Aldamót - 01.01.1895, Page 147
147
miklu meiri lærdómi en svo, að alþýðumenn geti
haft hennar not nema að litlu leyti. Og þó ritar
höfundurinn bæði iipurt og skemmtilega. Mjer finnst
hann rita viðfeldnari islenzku en ef til vill nokkur
hinna málfræðinganna, sem nú eru uppi, að þeim
öllum ólöstuðum. Þó held jeg hann hetði betur
gjört, að láta íslenzka rjettritun vera f friði um tíma.
Hún er á nógu mikilli ringulreið samt.
Tlmaritinu hefur annars heldur verið að þoka
1 áttina til að verða alþýðlegt rit. Stefnu þess þyrfti
að breyta frá rótum, svo það tæri að ræða almenn
spursmál, sem nú eru á dagsskrá þjóðanna og hafa
vekjandi og hvetjandi áhrif á hugsun og framtaks-
semi fólksins.
En það er eins og íslendingum nú
Fornfrœðin á tímum sje ekki unnt að rita um
situr í nema sjálfa sig, sína eigin fornöld,
fyrirrúmi. sögu og bókmenntir. Langflestir Is-
lendingar vildu víst helzt af öllu
vera fornfræðingar Fornfræðin er eina vísinda-
greinin, sem íslendingar stunda af kappi. Og þú
eru þeir þar einlægt eptirbátar annarra. Að grufla
út í vísurnar í gömlu sögunum, skilja allar kenn-
ingarnar i rímunum, og að geta rakið sem flestar
ættir landsins til Nóa, ef ekki alla leið til Adams,
hefur nú hingað til verið álitinn sá glæsilegasti
fróðleikur, sem nokkrum manni væri unnt að afla
sjer. Og úr mörgu og miklu af því, sem ritað hef-
ur verið á íslandi af landsins gáfuðustu mönnum,
leggur myglulyktina úr hálf-fúnum gömlum skræð-
um langar leiðir á móti manni. Það er vond lykt.
10*