Aldamót - 01.01.1895, Page 149
149
það að halda fram og berjast fyrir? Hvaða skoð-
anir á allsherjarmálum mannanna standa á bak við
það? Hvers konar málgagn á það að verða?
Ef þessar spurningar skyldu þykja óviðurkvæmi-
legar, hlýtur það að vera vegna þess, að menn áliti
það viðsjárvert að hafa nokkrar ákveðnar skoðanir
og vilja endilega halda þeim fram. 0g það eru
hvað eptir annað raddir, sem láta til sín heyra ein-
mitt i þessa áttina. Allir eiga að hafa sinar skoð-
anir. Og þeir eiga að láta hver annan í friði, þótt
skoðanirnar sjeu hver annarri gagnstæðar. Það á
ekki að vera að berja þessari og þessari skoðun inn
í almenning, eins og komizt er mjög einkennilega
að orði. Það er andlegur dauði að líta þannig á.
Nei. Það eru rnerin með sterkar, ákveðnar
skoðanir, sem vjer þurfum á að halda. Menn, sem
eru reiðubúnir til að leggja allt í sölurnar fyrir
skoðanir sínar. Menn, sem eru að berjast af brenn-
heitum áhuga fyrir þeim við hvert gefið tækifæri.
Þess væri óskandi, að það stæði eitthvað betra
á bak við þetta nýja tímarit en stundum hefur átt
sjer stað með það, sem komið hefur úr sömu áttinni.
Ritstjórinn er að góðu kunnur, stilltur og gætinn
maður að sögn, sem ekki vill fósturjörð sinni nema
allt hið bezta. Og þess vegna er vonandi, að hon-
um takist að láta þetta nýja tfmarit sitt verða
heillarún i vorum fáskrúðugu bókmenntum en ekki
hið gagnstæða.
En það má þá ekki lenda í tómri fornfræði, —
jafnvel ekki i menningarsögulegri fornfræði, — eða
þá í trúarníði. Það þarf að hafa vel og viturlega
gát á öllu, ef þessi andlega »Eimreið« frá Kaup-
mannahöfn til Islands á að verða annað en tálið ein-