Aldamót - 01.01.1895, Page 151
151
ar inn í öll þau eyru, sem hann náði til. Stíllinn
■er vopn sterkrar sannfæringar.
Nýlega hafa komið út tvær ís-
Grimur Ihomsen. lenzkar ljóðabækur, klæddar í
pell og purpura, á kostnað fín-
ustu bókaverzlunarinnar á Norð-
urlöndum, Gyldendals í Kaup-
mannahöfn. Flest helztu skáldin
;i Danmörk og Noregi eiga þar athvart með bækur
sínar. Og er það fagnaðarefni, að bókaverzlun þessi
skuli einnig vera farin að taka íslenzk skáld upp
á, arma sjer. Vildi jeg óska þess, að þau gætu
■haldið hylli hennar sem lengst, því það er ánægju-
legt að eiga bækur, sem gefnar eru út á hennar
ikostnað. Manni finnst ósjálfrátt það auka aðal ís-
lenzkra bókmennta, þegar þær birtast í iafn-skraut-
legum herrabúningi og bókmenntir annarra þjóða.
Þær tvær ljóðabækur, sem hjer er um að ræða,
eru eptir Grírn Thomsen og Sigurð Breiðfjörð.
Það eru 15 ár síðan út kom í Reykjavík dálítid
ljóðasafn eptir Grím Thomsen (1880), að eins 75
blaðsíður að stærð. Því var vel tekið og er það nú
í margra höndum, sem unna íslenzkum skáldskap.
Hefði nú æskilegast verið, að þau kvæði hefðu verið
innlimuð í þessa bók, sem er miklu stærri (335 bls.),
svo öll kvæði skáldsins hefðu verið í einni heild.
A 158 fyrstu blaðsíðunum í þessu nýja safni eru ný
frumort kvæði. Þá koma nokkrar þýðingar úr
ýmsum málum (159—171). En sí^ari helmingur
bókarinnar er allur þýðingar úr grísku.
Frumortu kvæðin í bókinni sverja sig öll í