Aldamót - 01.01.1895, Side 152
152
ættina til hinna eldri. Einkennilega frumlegur forn-
aldarblær er yfir þeim flestum. Það er eins og
forn-norrænt vikingablóð renni í æðum þeirra. Þau
sverja sig í ættina til Egils Skallagrímssonar eins
og bent hefur verið á, skáldsins með hina þungu
lund oghið dula skap, en meðviðkvæmt hjarta, fullt af
ólgandi ástriðum undir dularkuflinum.
Andi sá, sem gengur í gegnuin ijóðagjörð Gríms
Thomsens finnst mjer í meiri skyldugleika við forn-
öldina en hjá nokkru öðru íslenzku skáldi síðan
Bjarni Thorarensen var uppi. Skaði er það, að Grím
Thomsen skortir eitthvað til þess að geta gjört menn
eins hugfangna af þeim, sem hann yrkir um, og
sumum öðrum hefur tekizt; jeg vil nefna t. d. Rune-
berg og þýzka skáldið Uhland. sem báðir hafa tekið
sjer lík yrkisefni Vjer hljótum einhvern tíma að
eignast íslenzkt skáld, sem kveður út af sögu þjóð-
ar vorrar svo að allir vikni, eins og þeir hafa gjört.,
Stundum iiefur Grími tekizt þetta ailvel, eins og t.
d. í kvæðunum um Skúla tógeta í eldra safninu og
víðar í þessu nýja. En opt og tiðum saknar maður
einhvers, og hefur einhverja tilfinning af, að skáld-
inu hefði verið unnt að sýna fleira, lypta tjaldinu
enn betur frá, láta hugann verða meira tanginn og
tilfinningarnar enn þá hrifnari en hann gjörir. En
— satt að segja, jeg hef enn ekki haft tima til að
kynna mjer þetta nýja safn nógu vel, svo jeg geti
um það dæmt. Því maður þarf að lesa þessi ljóð
opt og mörgum sinnuin til að verða þeim vel kunn-
ugur. Jeg hef ekki rekið mig á neitt í því, sem
mjer finnst taka því bezta í eldra safninu fram^
Enda var ekki við því að búast. En vist er um
það, margt er hjer fagurt og ágætt og miklar þakk-