Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 154
154
Hin ljóðabókin, sem Gyldendal
Sigurður Breiðfjörð. hefur geflð út, er Sigurður Breið-
fjörð : Urvalsrit, búin til prent-
unar af Einari Benidiktssyni.
Bókin er 276 blaðsíður að stærð
fyrir utan formála á 43 bls.
eptir E. B. Aptast eru »athugasemdir og skýring-
ar« og »skrá yfir óprentuð ijóðmæli Sigurðar Breið-
fjörðs«, eptir Olaf Davíðsson, sem hvorttveggja nær
yfir 28 blaðsíður.
Hitt er allt eptir S. B. sjálfan og mestallt Ijóð,
nema óbundið mál á einum 10 blaðsíðum. Ljóðun-
um er skipt í 3 flokka: 1. Ýmisleg kvæði, 2. Brot
og stökur, 3. Mansöngvar og rimur, og er þessi síð-
asttaldi flokkur jafn-langur hinum báðum.
Einar Benidiktsson hefur í formálanum leitazt
við að gjöra grein fyrir skáldskap S. B. — »að skýra
fyrir mönnum,. hverja hæfileika til skáldskapar Sig.
Breiðfjörð tíafi átt og hvernig verk hans i þarfir
bókmennta vorra sjeu unnin, sýna, ef jeg mætti svo
að orði komast, hvernig andi hans var í hátt, og
bregða upp mynd af því, sem eptir hann liggur«.
Þetta hefur honum tekizt svona nokkurn veginn og
hefur hann þó látið margt ósagt, sem hefði átt að
verða sagt, úr þvf farið var að grafa S. B. upp úr
því djúpi gleymskunnar, sem hann var fallinn f og
birta ljóð hans í þessari dýrindis útgáfu. Þegar
gefið er út safn af ritum einhvers löngu liðins skálds
og enginn eiginlegur dómur er kveðinn upp um
þann skáldskap, verður það ekki afsakað með þvi,
að maður »hafi ekki haft í huga eða gjört tilraun
til þess að knýja fram neitt sjerstakt álit á skáld-
inu, heldur að eins viljað veita mönnum færi á að