Aldamót - 01.01.1895, Síða 155
155
dæma, hverjum fyrir sig«. Eptir því ætti helzt
aldrei að dæma um skáldskap eða skáldlegt gildi
þess eða hins, heldur láta hvern einstakling hafá
fyrir því sjálfan. Hvar átti betur við að tala um
gildi og þýðing rímnaskáldskaparins í heild sinni,
en einmitt þegar gefin voru út úrvalsrit rínmakóngs-
ins sjálfs?
Það er nærri því óþarfi að fara
»Brennivínsbókin«. hjer að minnast á »Söngbók
stúdentafjelagsins*, þar sem síra
Jón Bjarnason hefur gjört það
í fyrirlestri sínum um forlög,
sem prentaður er hjer að fram-
an. Bókin sjálf á það nú naumast skilið, að mikið
númer sje gjört úr henni. En faðernið er svo göf-
ugt að henni, að það gefur henni einskonar »autori-
tet«. Það lítur svo út, að til sje í Reykjavík fjelag,
sem kallar sig Stúdentafjelagið. Eptir því, sem títt
er hjer í landi, mundu menn ætla, að í því fjelagi
væru piltar af lærðaskólanum í Reykjavik. En það
er nú síður en svo. Á Norðurlöndum eru þeir einir
stúdentar nefndir, sem tekið hafa próf í einhverjum
latínuskóla. I þessu stúdentafjelagi eru því ekki
aðrir en lærðu mennirnir í Reykjavík. Hjer í Ame-
ríku eru slík fjelög kölluð Alumni associations. Þeg-
ar menn hafa þetta í huga, að það eru einmitt
lærðu mennirnir, embættismennirnir, stærstu ljósin
í höfuðstað landsins, er halda uppi þessum fjelags-
skap sín á milli, á maður von á einhverju, sem
mergur er í, af slíkum fjelagsskap. Menn skyldu
ætla, að hann væri fæðingarstaður andlegra hreyf-