Aldamót - 01.01.1895, Side 156
156
inga, er gengju út yfir þjóðlífið til blessunar fyrir
land og lýð. En hingað til hefur fremur lítið borið
á þess konar áhrifum af þessu lærðra manna fjelagi
þarna í Reykjavík. Við og við hafa sjezt smáaug-
iýsingar í blöðunum um fundi, sem það haldi á ein-
hverju »hótelli« bæjarins, og um fyrirlestra, sem
haldnir verði á þeim fundum. Þetta er nú hjer um
bil allt, sem fólk í fjarlægð við höfuðstaðinn hefur
um þetta stúdentafjelag vitað. En svo fór það að
kvisast, að það ætlaði að fara að gefa út bók, — heila
bók. Og, viti menn, — bókin kom. En um leið og
hún kom var hún skírð »breDnivínsbókin«.
Parturiunt montes et nascitur ridiculus mus.
Bókin er að lang-mestu leyti safn af drykkju-
kvæðum eldri og yngri. Gömlu drykkjukvæðin
þekkja nú allir; þau hafa margsinnis áður verið
prentuð. En svo er heill hópur af nýortum drykkju-
kvæðum, sem nú eru prentuð þarna í fyrsta sinn.
Einkennið á langflestum þeirra er það, að þau eru
hreinasta bull, — andlaust, hvínandi bull og hafa
alls ekkert skáldlegt gildi. Þegar maður ber þau
saman við sum þeirra eldri, eins og t. d.: Hvað er
er svo glatt sem góðra viua fundur, sjest það
bezt, hve mjög þessari tegund af skáldskap hefur
farið aptur.
I þessari bók sjer alþýða manna raunalega mynd
af embættismannalýðnum, menntamönnunum, hinum
andlegu leiðtogum sínum. Hún sjer þá sitja ölvaða
í stórum og glæstum sal yfir freyðandi bjórkoilum
eða rjúkandi focZcZt/glösum, syngjandi kærulausa
söngva, meðan skortur og neyð, kuldi og kvöl, sult-
ur og seira þrýsta að henni á allar lundir.