Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1984. Lítill hluti vistmanna kemur oft til meðferðar — segir Þórarinn Tyrfingsson, yf irlæknir SÁÁ „Alkóhóllsmi er sjúkdómur og þess vegna verður að meðhöndla alkóhólista sem sjúklinga,” sagöi Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á j sjúkrastöö SÁÁ, Vogi, þegar hann ' var spurður hve mikill hluti vist- j manna heföi áður komið til með- feröar við alkóhólisma. „Hingað koma um 1100 manns til meöferðar á ári hverju og af þessum fjölda hefur um helmingur aldrei hlotið neina alkóhólíska meðferð áöur,” sagði Þórarinn. ,,Af hinum sem eftir eru hafa 100 aldrei komið til meðferðar hjá SÁÁ áöur. En margir hafa komiö til með- ferðar á einhverri stofnun áður, eða innan við 30% af sjúklingum okkar.” — Eru engin takmörk fyrir því hve oft hver einstaklingur getur komið til meöferðar? „Nei, þaö eru engin takmörk fyrir því. Það fer eftir líkamlegu ástandi viðkomandi hvort hann er lagður inn til meðferðar eöa ekki. Þaö sama gildir um aðra sjúklinga, ef við nefnum astma-sjúkling, honum yrði ekki neitað um læknisþjónustu á þeún forsendum aö hann heföi komið til meðferðar áður.” — Borgar ríkiö sjúkradagpeninga fyrir hvem vistmann þó hann sé í meöferð allt aö tvisvar, þrisvar á ári? „Já, Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir aila meðferð alkóhó- lista, rétt eins og hún gerir fyrir aðra sjúklinga. Það yröi gerð við þaö athugasemd ef ríkið greiddi ekki fyrir einhvem sjúkling sem haldinn væri öðram sjúkdómi en alkóhói- lisma.”. „Við hjá SÁA ákveðum það sjálfir hvort sjúklingar koma í meöferð eða ekki og þá hvernig meðferö viðkom- andi hlýtur,” sagði Þórarinn. ,,SÁÁ býður upp á tvenns konar meðferð, annars vegar era sjúklingar aðeins „þurrkaðir upp” og síðan útskrifaðir og hins vegar hljóta þeir svokallaða eftirmeðferð þegar þeir hafa verið „þurrkaðir”. Það eru um 700 manns sem hljóta þessa eftirmeð- ferö á ári hverju. Hina teljum við ekki hafa þörf fyrir eftirmeðferð,” sagði Þóarinn ennfremur. „Meðferð SÁÁ miðar aö því að vinna bug á þeim sjúkdómi sem meöferðarsjúklingar eru haldnir og gera þeim kleift aö takast á viö lífið. Margt af þessu fólki er sjúkt bæði andlega og líkamlega og mjög illa á sig komið þegar það kemur til með- ferðar,” sagði Þórarinn aö lokum, ,,og tómt bull að tala um að hingað komi fólk sem hefur engan áhuga á aðvinnabugásjúkdómisínum.” -öþ. Skýrsla Hagvangs um RARIK: Ekki fjallað um uppsagnir fólks segir formaður starf smannaráðs RARIK „Það er ekki fjallað um uppsagnir starfsmanna RARIK í þessari skýrslu og engar tölur um æskilegan fjölda gefnar upp,” sagði Kjartan Steinbach, formaður starfsmannaráðs RARIK, um skýrslu þá er Hagvangur skilaöi inn til iönaöarráðherra, stjórnar RARIK og fleiri í síðustuviku. En áfangaskýrsla Hagvangs í desember olli miklu f jaðrafoki vegna fréttar eins morgunblaðanna um fjöldauppsagnir hjá RARIK. Segir Kjartan Steinbach að hvorki í nýju skýrslunni né áfangaskýrslunni sé fjallaö um uppsagnir. Aðspuröur um hvort það gerði starfsfólk minna ugg- andi um sinn hag kvaö hann þaö ekki endilega vera því aðrir þættir gætu haft áhrif en beinar uppsagnir. Sagði Kjartan að á þessu stigi málsins væri skýrsla Hagvangs trúnaðarmál. Starfsmannaráðið myndi f jalla um hana á næstunni sem og stjóm RARIK og í kjölfar þess yrði boðaðtil blaöamannafundar. -HÞ. OF MIKLAR KVAÐIR Á ATVINNULEYSISSJÓÐI „Það er búið að leggja of miklart kvaðir á atvinnuleysistryggingasjóö. Af þeim sökum safnast þar ekki upp nægilegt lausafé,” sagði Jón Helga- son, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sem sæti á í stjóm atvinnuleysistryggingasjóðs. „Lausafjárstaða sjóðsins er alls ekki slæm eins og er,” sagði Eyjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri at- vinnuleysistryggingasjóðs, þegar • þessi ummæli vora borin undir hann. Eyjólfur sagði aö sjóðurinn ætti nú um 50 milljónir króna í lausafé enl eignir hans væra að mestu bundnar í skuldabréfum. „Það er að vísu búið að leggja tvo gríðarlega bagga á sjóðinn,” sagði Eyjólfur. „Annars vegar er sjóðnum skylt aö kaupa skuldabréf í byggingasjóði; Húsnæðismálastofnunar fyrir helm-: ing af árstekjum og hins vegar skylduframlag til eftirlauna aldraöra í stéttarfélögum.” Atvinnuleysistryggingasjóður er f jármagnaður þannig að atvinnurek- endur borga 1% af byrjunarlaunum 8. taxta Verkamannasambandsins' fyrir hvern starfsmann, sveitar-1 félögin borga sömu upphæð og ríkis- sjóður síðan jafnmikið og hinir til samans, eöa 50% af tekjum sjóösins. Sjóðnum hefur verið gert skylt að kaupa skuldabréf í byggingasjóöi fyrir ríkisframlagið. Á síðasta ári átti sú upphæð að nema 76 milljónum króna en sjóðurinn gat ekki notað þá upphæö til skuldabréfakaupa. Á þessu ári er samsvarandi upphæö áætluö 117 milljónir. Það ræðst af! atvinnuástandi hvort sjóöurinn getur keypt skuldabréf fyrir þá upphæð. Á siöasta ári greiddi sjóöurinn 60 milljónir króna til eftirlauna aldraðra í stéttarfélögum og á þessu ári era áætlaðar til þessa 88 millj- ónir. „Þetta er gríöarlegur baggi á s jóðnum og hann kemur helst niður á Húsnæðisstofnun,” sagði Eyjólfur Jónsson. Á fyrstu 11 mánuöum síðasta árs greiddi atvinnuleysistrygginga- sjóður 99,2 milljónir króna í atvinnu- leysistryggingabætur á móti 49 millj- ónumalltárið 1982. -ÖEF. Atvinnuleysisbætur: Lægstu bætur 1250 krónur Hæstu atvinnuleysisbætur sem nú era greiddar eru 2500 krónur á viku. Þær era við það miöaðar að unnar hafi verið 1700 dagvinnustundir eða: fleiri á undanförnum 12 mánuðum. Lágmarksbætur eru hins vegar 1250 krónur á viku og eru miöaðar við að. ekki hafi veriö unnar færri en 425' dagvinnustundir á siöastliönu ári. I Atvinnuleysisbætur era miðaðar| viö hámarkskaup samkvæmt 8.| taxta Verkamannasambands Is- lands. Það er nú 500,08 krónur á dag' og er greitt fimm daga vikunnar. Aö auki era greiddar 20 krónur fjrir hvert barn á dag. Lágmarksbætur era sem fyrr segir fjóröungur af há- marksbótum en bamabætur eru óskertar. Lágmarksbæturnar eru miöaöar við minnst 425 unna dag- vinnutíma á síöustu 12 mánuöum en hækka um 1% fyrir hverjar 17 klukkustundir sem unnar hafa verið umfram það. Þeir sem sækja vilja um atvinnu- leysisbætur þurfa að skrá sig hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar eða sambærilegum stofnunum en þær eru greiddar út hjá viökomandi stéttarfélögum. ÓEF Hjálmar Vilhjálmsson og Páll Reynisson fyrir framan Bjarna Sæmundsson i Eskifjarðarhöfn. DV-mynd Emii Thorarensen. Hafrannsóknarskip í loðnuleit: „Lítið fund ist enn” segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Rannsóknaskipin Arni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu til hafnar á Eskifirði eftir hádegið laugardaginn 14. janúar. Leiöangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni er Hjálmar Vilhjáims- son og meö honum er einnig Sveinn Sveinbjörnsson. Leiðangursstjóri á Bjama Friðrikssyni er Páll Reynisson. „Bæði rannsóknaskipin héldu af staö frá Reykjavík á miðvikudag austur fyrir land í leit að loðnu. Við eram því nýbyrjaðir og höfum einungis verið um tvo sólarhringa á miðunum út af sunnanverðum Austfjörðum og Suð- Austurlandi. Lítið hefur fundist á þessum slóöum enn sem komið er,” sagði Hjálmar Vilhjálmsson í samtali við fréttaritara DV. Skipin komu inn vegna brælu á loðnumiðunum, auk þess sem fram- kvæma þurfti litilsháttar viðgerðir um borð. „Leiðindaveöur hefur verið á þessum slóöum þennan tíma en ætlunin er aö skipin verði við loðnuleit og bergmálsmælingar á loðnustofnin- um austan- og norðanlands og út af Vestfjörðum fram í febrúar,” sagði Hjálmar Vilhjálmsson ennfremur. -GB. Nýr lausfrystibúnaður í rækjuvinnsluna Frá Auðuni Benediktssynl, fréttarit-l ara DV á Kópaskerí. Veðurfar hefur verið með eindæm-' um óstillt hér frá áramótum og hefur! það hamlað allri sjósókn það sem af erárinu. Tveir bátar eru gerðir út héðan og eru báðir á rækjuveiðum hér á Öxar- firði. Afli hefur verið heldur tregur það sem af er vetri og rækjan frekar smá, enda dagur stuttur nú í svart-1 asta skammdeginu, og rækjan veið- ist aðeins að deginum þegar bjart er.; Einnig þarf að vera frekar stillt veð- ur við þessar veiðar ef árangur á að: nást. Rækjuvinnslunni hér verður lokaö í eina til tvær vikur vegna breytinga.; Vinnslukerfi í verksmiðjunni verður öllu breytt og settur upp nýr og full- kominn lausfrystibúnaður. Miöar þetta allt að aukinni hagkvæmni og betri nýtingu á aflanum. Og vonandi verða veðurguðirnir svo búnir aö ausa úr sér svo aö ríki ró og friður þegar aftur verður farið að sækjasjóinnsíöarímánuðinum. -GBj Kvennaathvarf á Norðurlandi Stofnuð voru samtök um kvennaat- hvarf á Norðurlandi á fundi á Akureyri í gær. Byggja samtökin á sömu mark- miðum og hliðstæð samtök í Reykja- vík, m.a. að koma á fót athvarfi sem konur og börn þeirra geta leitað til ef dvöl heima er óbærileg. Að sögn Sveinborgar Sveinsdóttur, sem var í undirbúningsnefnd, voru yfir 70 manns á fundinum og gerðust flestir stofnfélagar. Tillögur að lögum voru samþykktar og kosin nefnd til endur- skoðunar á þeim. Gengið verður form- lega frá lögunum á fyrsta aðal- f undinum sem verður í mars. Sveinborg sagði að fyrsta skrefið yrði að opna skrifstofu með símaþjón- ustu. Að því yrði unnið á næstu vikum en jafnframt leitað aö framtíðar- húsnæði. -JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.