Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 30
30 ; DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Niðurstöður af lista Frjálsrar verslunar yfir 150 stærstu fyrirtækin 1982: Kreppir að sjávarút- veginum en bankar blómstra um leið Tímaritiö Frjáls verslun birti nýveriö hinn árlega lista sinn yfir 150 stærstu fyrirtæki á Islandi 1982, sem þau Jón Birgir Pétursson, Olafur Geirsson og Kolbrún Jónsdóttir tóku saman. Þegar borin er saman röö fyrir- tækjanna ’82 viö röð þeirra áriö áöur kemur í ljós nokkurt umrót í við- skiptalífinu. Eitt af því athyglisveröara sem kemur í ljós viö skoðun listanna er að fyrirtæki í útgerö, fiskvinnslu og sölu fiskafuröa til útlanda fara mjög hall- oka og veltuaukning þeirra á milli ára er fjarri því aö halda í viö verðbólguna. Opinber veröstuöull fyrir hækkun verðlags var 53,78 prósent áriö 1982 og eru flest þessara fyrirtækja undir þessu marki. Hins vegar hafa bankamir yfirleitt eflst mjög og gera jafnvel betur en aö tvöfalda veröstuðulinn. Á listanum yfir 150 stærstu fyrir- tækin eru 24 Sambandsfyrirtæki. Eftir því sem næst veröur skilgreint, eru einkafyrirtæki og hlutafélög að meirihluta í eigu einstaklinga 55 talsins, ríkisfyrirtæki 17 og bæjar- fyrirtæki f jögur. Hér birtum viö lista yfir 50 stærstu fyrirtækin og geta menn glögglega lesið ofangreint af samanburöi upplýsinga listans. Sú aðferö er notuö aö telja veltu fyrirtækja brúttótekjur þeirra áöur en kostnaöur og umboðslaun eru dregin frá. Þau 50 stærstu: | Beinar Meðal Breyting Slysatr. Meðal- launa- árslaun g s Veltaf veltu vinnu- fjöldi greiðslu — í Fyrirtæki mlllj. kr. f.f.á. vikur starfsm. samt. þús. kr. 1 ( D Samband ísl. sarnvinnufélaga 3.627,0 52,2% 82.046 1.574 237,7 173,5 2 ( 3) Landsbanki íslands 2.277,7 92,0% 53.663 1.032 170,6 165,3 3 ( 2) Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna 2.002,5 43,9% 4.129 79 15,3 193,5 4 ( 4) Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda 1.796,0 53,1% 2.781 53 9,5 179,3 5 ( 7) Flugleiðir hf. 1.602,4 102,9% 62.316 1.198 267,4 223,2 6 ( 5) Olíufélagið hf. 1.471,9 56,6% 14.774 284 52,2 183,8 7 ( 6) Kaupfélag Eyfirðinga 1.222,7 54,3% 53.030 1.020 160,6 157,4 8 ( 10) íslenska Álfélagið hf. 1.138,8 56,9% 40.126 772 199,2 258,0 9 ( 8) Olíufélagiö Skeljungur hf. 1.103,2 48,8% 14.685 282 47,4 168,1 10 ( 9) Áfengis og tóbaksv. ríkisins 1.100,8 49,6% 6.812 131 20,9 159,2 11 ( 11) Eimskipafélag íslands hf. 955,0 74,6% 42.974 826 164,1 198,7 12 ( 13) Olíuverslun íslands hf. OLÍS 808,0 50,2% i 2.536 241 40,8 169,3 13 ( 15) Bunaöarbanki íslands 789,0 84,2% 20.242 390 68,9 173,6 14 ( 14) Póstur og simi 767,9 65,3% 103.351 1.988 330.1 166,0 15 ( 19) Útvegsbanki íslands 691,9 133,9% 16.395 315 54,2 172,1 16 ( 16) Sláturfélag Suðurlands 641,5 50,3% 29.532 568 90,4 159,2 17 ( 12) Mjólkursamsalan, Rvk. 593,2 60,6% 12.837 247 43,5 176,1 18 ( 24) Landsvirkjun 535,1 93,5% 16.417 316 84,4 267,1 19 ( 21) Rafmagnsveitur ríkisins 473,3 64,5% 22.120 425 107,4 252,7 20 ( 18) Kaupfélag Borgfirðinga 469,3 53,3% 14.036 270 41,4 153,3 21 ( 25) Hagkaup hf. 420,1 58,5% 16.827 323 43,6 134,9 22 ( 22) Rafmagnsveita Reykjavíkur 411,2 46,9% 23 ( 28) Osta og smjörsalan sf. 410,9 64,0% 3.957 76 9,3 122,4 24 ( 59) íslenskir Aöalverktakar sf. 387,5 208,0% 20.727 399 75,2 188,5 25 ( 26) Mjólkurbú Flóamanna Selfossi 386,7 51,1% 7.177 138 25,4 184,1 26 ( 30) Kaupfélag A-Skaftf. Höfn, KASK 382,5 60,6% 16.496 317 52,3 164,7 27 ( 32) Kaupfélag Skagfirðinga 381,3 66,3% 15.711 302 39,6 131,1 28 ( 29) Bæjarúlgerð Reykjavikur 365,6 53,1% 22.974 441 104,5 237,0 29 ( 33) Kaupfélag Hérðasbúa 338,1 54,9% 13.100 252 36,2 143,6 30 ( 39) Hafskip hf. 329.5 87,7% 12.980 250 52.1 208,4 31 ( 34) Hekla hf. 327,8 57,6% 5.835 112 21,3 190,2 32 ( 40) Samvinnubankinn hf. 322,0 92,7% 13.055 251 43,4 173,1 33 ( 35) Kaupfélag Þingeyinga 320,1 64,3% 11.016 212 30,3 143,0 34 ( 31) Útgeróarfélag Akureyringa hf. 312,3 33,5% 20.924 402 93,3 232,1 35 ( 45) Arnarflug hf. 287,1 82,4% 4.261 81 20,3 250,6 36 ( 41) Bílaborg hf. 283,6 76,0% 4.349 83 10,8 130,1 37 ( 27) Síldarvinnslan hf. Neskaupst. 260,5' 2,7% 18.730 360 76,6 212,8 38 ( 46) Samvinnutryggingar gt. 260,4 70,6% 9.647 185 30,8 166,5 39 ( 52) Veltir hf. 259,6 84,0% 3.706 71 16,5 252,4 40 ( 53) Iðnaðarbanki (slands hf. 256,5 88,6% 6.508 124 20,8 198,0 41 ( 50) íslenska járnbléndifélagið hf. 254,7 71,6% 8,511 164 39.9 243,3 42 ( 20) íslenska umboóssalan hf. 254,5 -8.6% 793 15 2,4 160,0 43 ( 43) Kaupfélag Árnesinga Selfossi 252,7 59,2% 12.178 234 35,1 150,0 44 ( 47) Áburóarverksmiðja ríkisins 252,2 66,6% 10.228 196 38,8 198,0 45 ( 36) Einar Guðfinnsson hf. Bolv. 230,4 24,1% 15.587 269 59,2 346,1 46 ( 44) Álafoss hf. 227,0 43,1% 12.740 245 41,7 170,2 47 ( 42) Síldarútvegsnefnd 222,4 39,2% 1.231 24 5,9 245,0 48 ( 54) Kaupfél. Húnv. og Soiuf. A-Hún. 212,9 58,3% 6.533 125 12.3 145,8 49 ( 57) Byggingavöruv. Kóp. BYKO 211,9 65,9% 5.404 104 17,9 172,1 50 ( 55) Sementsverksmiðja ríkisins 193,7 47,6% 11.444 220 42,5 193,2 Mesta veltuaukningin hjá Aðalverktökum Eitt fyrirtæki sker sig afgerandi úr á lista yfir 150 stærstu fyrirtæki landsins ’82 hvaö veltuaukningu áhærir. Þaö eru Islenskir aöalverk- takar, sem juku veltu sína um 208 prósent á árinu. Ekkert annaö fyrir- tæki jók veltu umfram 200 prósent og aðeins nokkur umfram 100 prósent. Þau eru Flugleiðir meö 102,9 prósent, Utvegsbankinn meö 133,9, Sölu- stofnun lagmetis meö 117,5 og K. Jónsson og co með 157,4 prósent. Til þess að veltan sé óbreytt miöaö við áriö áöur aö raunveriði þarf hún aö aukast um 53,78 prósent. Umsjón:GissurSigurðsson og ÓlafurGeirsson Tækniskólinn og Iðntæknistofnun í samvinnu: KAUPA TILRAUNA- RÓBÓT SAMAN Iöntæknistofnun og Tækniskóli tslands hafa keypt róbót í samvinnu til kennslu og tilrauna á sviöi róbóta- Þessl mynd skýrlr hreyflmöguleika nýja róbótslns. Fundur um grænmetis- verslun Verzlunarráöið hefur veriö í samstarfi viö Neytendasamtökin, Manneldisfélag Islands ■ og Húsmæðrafélag Reykjavíkur um umbætur í verslun meö grænmeti. Þessi félög og samtök hafa ákveðiö aö halda sameiginlegan fund á Hótel Esju meö félagsmönnum og öörum áhugamönnum á þessu sviði, laugar- daginn 21. janúar 1984. Veriö er að vinna aö dagskrá fundarins. Stefnt er að því aö félögin móti sameiginlegar tillögur til stjórn- valda um umbætur í grænmetis- versluninni í kjölfar þessa fundar og veröur kjami þeirra tillagna sá aö innflutningur á grænmeti eigi aö vera f jáls á þeim tíma sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Ennfremur hefur verið rætt um að leggja til aö tollar veröi felldir niöur af grænmeti. tækni. Meö honum er t.d. mögulegt aö líkja eftir iðnferli við notkun ró- bóta. Hann er framleiddur af Microbot Inc. í Bandaríkjunum og er stýrt meö innra örtölvukerfi. Hægt er aö tengja stýrikerfi róbótsins viö stærri stýritölvu og gera fyrir hann forrit í æöra forritunarmáli, svo sem Pascal eða Basic. Ráðgjöf við matvælaiðnað Nýlega hóf Irek Kolonowski verk- fræöingur störf hjá efna- og mat- vælatæknideild Iöntæknistofnunar Islands. Hann mun hafa meö hönd- um ráögjöf viö matvælafyrirtæki um val á vélum og tækjum, skipulagn- ingu og hagræöingu í tengslum viö framleiöslubúnaö og vöruþróun og gæðaeftirlit. Hann er pólskur aö upp- runa og verkfræðingur frá Land- búnaöarskólanum i Wroclaw í Pól- landi. Hann starfaöi áöur í Wroclaw, fyrst sem kennari viö háskólann og síðar sem sérfræðingur viö rann- sóknarstofnun búvöruiönaöarins. Kanínubú íEyjum? Valgeir Jónasson í Vestmanna- eyjum hefur fariö fram á land undir kanínubú á Draumbæjartúnunum, sem eru um 2,1 hektari aö stærö. Bæjarráö hefur falið bæjarstjóra og bæjartæknifræöingi aö kanna máliö nánar með tilliti til afnotaréttar og aðalskipulags. Líklega er vænlegt aö reka kanínubú í Eyjum þar sem stutt er aösækja fóðriö, fiskúrganginn. Valtýr Sigurbjamarson sveitarstjóri íÓlafsfirði Valtýr Sigurbjarnarson hefur veriö ráöinn bæjarstjóri í Olafsfirði. Valtýr varö stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1972 og útskrifaöist sem landfræðingur frá Háskóla Is- lands 1980. Á námsárunum tók hann sér hlé frá námi og var kennari og skólastjóri í Hrísey um tíma. Að námi loknu starf- aöi hann hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur uns hann tók viö hinu nýja starfi. Valtýr fæddist áriö 1951. yfirverslunarstjóri hjá SS Jóhannes Jónsson geröist yfirverslunarstjóri hjá Slátur- félagi Suðurlands um síðustu mánaöamót. Hann er læröur prentari, starfaöi um hríö hjá Odda og síðan Morgunblaöinu til ’64 að hann geröist aöstoöar- verslunarstjóri hjá SS í Hafnar- stræti og verslunarstjóri þar '68. Síöan gerðist hann verslunarstjóri SS í Austurveri ’74 og hefur séö um Sparimark- aö SS á sama staö þar til hann tók viö nýja starfinu. Hann er 43 ára. Guðjón Guðjónsson markaðsfulltrúi hjáSS Guðjón Guöjónsson tók ný- lega við starfi markaðsfulltrúa Sláturfélags Suðurlands. Hann hóf störf hjá SS ’47,14 ára gam- all, varö aöstoöarverslunar- stjóri Matardeildar SS ’49, verslunarstjóri nýrrar SS verslunar að Bræöraborgarstíg 43 áriö '55. Viö verslunarstjóm í Austurveri tók hann ’64 og gegndi því starfi til ’74 aö hann varö verslunarstjóri SS í Glæsi- bæ og gegndi því starfi þar til hann tók viö nýja starfinu. Hann er 51 árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.