Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. „Peningamaðurinn” í Karlsef nismálinu: „Máliö langt frá því að vera upplýst” „Ekki eingöngu stuðst við framburð hans og játningu,” segir Arngrímur ísberg ,,Arngrímur Isberg, fulltrúi lög- reglustjóra, staöhæfir aö játning „peningamannsins” svokallaöa í Karlefnismálinu liggi fyri, þar sem fram kemur að hann hafi fjármagn- að fíkniefnakaupin aö hluta til. Eg lýsi þessu sem algjörum ósannindum og engin játning hefur komiö fram í málinu frá mér. Málið er því langt frá því aö vera upplýst. Arngrímur er aöeins aö sverta mannorö mitt og um leiö aö rýra álit deildarinnar út á við,” sagði „peningamaðurinn” sem sat inni vegna Karlsefnismálsins í samtali viöDV. DV bar þessa yfirlýsingu undir Amgrím Isberg. „Maðurinn er í engri aöstööu til aö segja til um hvort málið sé upplýst eða ekki, rannsókn þess fór fram meö öörum hætti en aö eingöngu væri stuöst viö framburð hans og játn- ingu,” sagöi Arngrímur, „fleira kemur til eins og framburöur vitna og upplýsingar lögreglunnar í Þýskalandi.” „Máliö hefur aö miklu leyti veriö upplýst þó maöurinn hafi ekki játaö að vera sekur í Karlsefnismálinu. Rannsókninni mun ljúka á næstu dögum og verður málið þá sent fíkni- efnadómstólnum til meöferöar,” sagöi Amgrímur. „Frétt DV var á misskilningi byggö, hvort sem sá misskilningur var frá mér kominn eða DV,” sagði Amgrímur. -öþ Fyrírfólksem villhvflasig „Viö eram fyrst og fremst aö gæla viö þaö aö fá hingað fólk sem vill hvíla sig og hafa þaö gott um helgar og njóta þeirra þæginda sem viö eram búnir aö byggjaupp.” Þetta sagði Ölafur Olafsson, hótel- eigandi á Hvolsvelli, í samtali viö DV. En Hótel Hvolsvöllur hefur ákveðiö aö bjóöa upp á svokölluð sértilboö sem ætluö era bæði einstaklingum og hóp- um. Sértilboö þessi eru tvenns konar. fyrsta lagi er um aö ræöa helgarferö þar sem innifalin er gisting í tvær næt- ur, morgunverður og rútuferöir til og frá Reykjavík. í ööru lagi er um aö ræöa vikudvöl með morgunveröi og rútuferðum. Helgartilboðið kostar 1120 kr. á mann og vikudvölin 2895 kr. Þar sem ekki er annar matur en morgun- veröur innifalinn í tilboðum þessum er gestum í sjálfsvald sett hvar þeir borða en hótelið selur allan mat þeim semþaðvilja. Hótel Hvolsvöllur er í þriggja ára gömlu húsi og að sögn Olafs Olafssonar er nú veriö í fyrsta sinn aö reyna aö gera þaö aö heilsárs hóteli, þar sem boðiö er upp á alla þjónustu. Gistiherbergi í hótelinu era 20 og geta þau hýst 36 manns. Innan skamms verður svo tekinn í notkun svefnskáli meö 14 herbergjum sem ný- lega var fluttur í heilu lagi ofan frá Sig- öldu. Þegar nýi skálinn veröur tekinn í notkun veröur gistirými fyrir alls 60 manns. Hótel Hvolsvöllur býöur upp á fjöl- breytta aöstööu til líkamsræktar. Þar era heitir nuddpottar, gufubaö, ljósa- stofa og þrekhjól. Þá er þar aöstaða til funda- og samkvæmishalds, auk þess sem gestir geta látið fara vel um sig í vistlegri setustofu meö s jón varpi. Hótelstjórinn á Hvolsvelli er Hafdís Gunnarsdóttir. -GB Hótelbygingin á Hvolsvelli er aðeins 3 ára gömul og glæsileg eftir þvi. Þar geta nú tæplega 40 gestir haft það náðugt. Hótel Hvolsvöllur býður sértilboð i Úr álverinu i Straumsvík. Útflutningur áls i tonnum talið hefur aukist um 87 prósent. Salan i krónum talið hefur fjórfaldast. Tekjur af étö fjórfölduðust Hagur álframleiöenda í heiminum hefur stórbatnaö á síðustu misserum. Heimsmarkaösverö á áli hefur rokiö upp. Frá því í októbermánuði 1982 hef- ur ál tvöfaldast í veröi miöaö viö sterlingspund. Alverö fór lægst niöur í 557 pund hvert tonn í október 1982. Miðað er viö þaö verö sem skráö er á LME- markaönum í London. Verö á tonni áls um þessar mundir er um 1.100 pund. Islenska álfélagið í Straumsvík hef- ur ekki farið varhluta af þessari þróun. Sala ISAL á tímabilinu frá janúar til nóvember sl. var í krónum talið fjór- föld miöaö viö sama tíma áriö áöur samkvæmt tölum frá Utflutningsmið- stöð iðnaðarins. Árið 1982 (jan.—nóv.) var selt ál og álmelmi úr Straumsvík fyrir 704 milljónir króna. Á sama tíma áriö 1983 var salan 2.977 milljónir króna. I tonnum taliö varö 87 prósent aukn- ing á útflutningi áls úr Straumsvík. Áriö 1982 nam álútflutningurinn 53 þús- und tonnum. Árið 1983 nam hann 99 þúsund tonnum. Desembermánuður bæöi árin er undanskilinn. -KMU Fisksölufyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum hefur tvöfaldað söluna á sex árum: Söluaukningin mestífyrra Iceland Seafood, fisksölufyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, hefur verið í jafnri og þéttri sókn á Banda- ríkjamarkaöi undanfarin ár. Á síöustu sex árum hefur þaö náö aö nær tvö- falda sölu sína þar í dollurum og nam hún 120,4 milljónum dollara í fyrra. Þá varö 19 prósent magnaukning. Sala fyrirtækisins í fyrra nam sem svarar 485 milljónum króna miöað viö meöal- gengi dollarans í fyrra. Hér er um að ræöa mestu söluaukningu hjá fyrirtæk- inu á einu ári til þessa. Höfuöstöövar fyrirtækisins eru nærri Harrisburg í Pennsylvaníu. Þar eru frystigeymslur, fiskréttaverksmiöjur og dreifingarmiðstöö. Framkvæmda- stjóri Iceland Seafood er Guöjón B. Olafsson. -GS I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari_____________I dag mælir Pagfari í leit að týndum flokki Alþýöuflokkurinn hefur verið týnd- ur í vetur. Hann hefur setið á bekk með flötum grasrótarhreyfingum, vannærðum kvenpeningi og af- spyrnuleiðinlegu kommaliði, sem safnast hefur saman í svokailaða stjórnarandstöðu á þingi. Þar hefur rödd Alþýðuflokksins kafnað í lítils- háttar snakki um ekki neitt. Raunar hefur stjórnarandstaðan átt svo bágt, aö ráðherramir í ríkisstjórn- inni hafa sjálfir þurft að grípa til dellumála eins og sctunnar og hundahaldsins, svo ekki sé talað um Blazerinn og s júklingaskattinn, tU að halda lifi í pólitíkinni. Ekki kemur á óvart, þótt þeim Alþýðuflokksmönnum hafi liðið illa í vistinni og gleymskunni, enda verður það aö teijast ömurlegt hlut- skipti, þegar svo er komið fyrir ein- um stjórnmálaflokki, að enginn veit hvar hann er niöurkominn, og það sem verra er: öllum standi á sama. Alþýðuflokkurinn hefur löngum mátt þola það að vera bæði lítill og væskUsIegur. En hann hefur ekki aUtaf þolað það sjálfur. Þá hefur örþrifaráðið jafnan verið að skeUa skuldinni á forystuna og formanninn og höggva þá í spað sem fremstir hafa staðið í flokknum. Þannig var Gylfi Þ. látinn f júka í sjálfseyðingar- herferðinni snemma á sjöunda ára- tugnum. Þá var Benedikt Gröndal valinn sem formaður en hann átti ekki heldur sjö dagana sæla og ekki leið langur tími þar tU samherjarnir fundu það út að framtíö Alþýðu- flokksins væri undir því komin að honum væri sparkað. Báðir voru þessir menn ágætlega metnir, þegar tU þeirra sást og heyrðist. Vitaskuld breyttist lítið til batnaðar hjá krötum, þótt höfuðin fykju af formönnunum. Atkvæð- unum og áhrifunum fór hrakandi eftir því sem oftar var skipt um for- ingja. Nú situr á formannsstóli í Aiþýðu- fiokknum maður að nafni Kjartan Jóhannsson, gæfur maöur og nokkuð greindarlegur, þegar til hans heyrist en ekki sést. Ekki er til þess vitað að hann hafi framið nein umtalsverð axarsköft, nema þá að gefast upp í stjórnarmyndunarviðræðunum siðastliðið vor, en ekki geta kratar gert hann að stíkudólgi fyrir að taka hvUdarheimUið í Hveragerði fram yfir stjórnarþátttöku, svo mjög sem þeir höfðu á móti setu í núverandi rikisstjórn. Engu að síður heyrast nú þær raddir úr herbúðum flokksins, að brýnasta verkefnið sé að skipta um formann. Enn einu sinni ætlar Alþýöuflokkurinn að láta sjálfseyð- ingarhvötina ná tökum á sér og sparka formanni sínum. Nú er það auðvitað mál þeirra kratanna sjálfra hvaða formenn þeir vUja hafa. Þeir vUja ekki hafa for- menn sem eru frambæriiegir þegar bæði heyrist til þeirra og sést. Ekki heldur formann sem er frambæri- legur þegar til hans heyrist en ekki sést. Kannski leita þeir að manni, sem er bestur, þegar hvorki heyrist til hans né sést, enda er sjálfsagt far- sælast fyrir næsta formann að halda sig í felum, svo hans bíði ekki sömu örlög og fyrirrennaranna. Hins vegar finnst sumum öðrum, sem með Alþýðuflokknum fylgjast úr f jarlægð, að kratar eigi að átta sig á því, að uppdráttarsýkin í flokknum er ekki fólgin í mismunandi fríðum formönnum, heldur hinu, að flokk- . urinn hefur orðið viðskUa við sjálfan sig. Þetta hefur Sighvatur Björgvins- son loks uppgötvað, enda sjálfur orðinn viðskUa við flokkinn eftir að hann datt út af þingi. Sighvatur segir „að flokkurinn verði að finna sjálfan sig”. Oneitanlega er það skynsam- legra fyrir krata að leita uppi flokk- inn, heldur en að finna formann fyrir flokk sem er týndur. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.