Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 11 Útflutningur með hefðbundnu sniði hjá Iðnaðardeild sambandsins ári ásamt því aö útflutningur jókst um rúmlega76%. Utflutningur iönaöardeildarinnar veröur meö hefðbundnu sniöi, mest- megnis ullarfatnaöur og mokkaflíkur en þó örlar á nýjungum. Meðal þeirra er svokallaður Nappapels sem á ytra byrði litur út eins og leðurjakki en ull snýr inn. Þannig verður leöurjakkinn hlýr eins og mokkajakkinn. Iönaöardeildin veröur í auknum mæli aö fylgjast meö sveiflum í tísku og vera vakandi fyrir nýjungum því eftirspumin hefur breyst þannig aö meiri kröfur eru gerðar til aukins lita- vals og betri hönnunar. En þess hefur um leið veriö gætt aö íslenskar ullar- vörurskerisigfrá öörumullarvörum. Ahersla er lögö á að ullar- og skinna- fatnaðurinn, sem settur er á markað erlendis, sé íslenskur og unninn úr hreinum náttúruefnum. Þaö ásamt góöri hönnun hefur gert fatnaöinn aö vöru í háum gæðaflokki sem er full- komlega samkeppnishæfur viö sam- bærilega vöru þrátt fyrir hátt verö. -öþ Iönaöardeild Sambandsins kynnti á dögunum framleiösluvörur sínar sem ætlaöar eru til útflutnings á árinu. AöaUega verður um ullar- og skinna- fatnaö aö ræöa en stærstur hluti fram- leiöslu iðnaöardeildarinnar fer á markaði erlendis. Stærstu markaöirn- ir eru á Norðurlöndunum, í Vestur- Meðal nýjunga hjá iðnaðardeild Sambandsins er svokallaður Nappapels, hálf- gerður mokka- leðurjakki. Hlý flík og hentug fyrir fólk sem vill vera í leðurfötum í frosthörkum. Unga fólkið á myndinni skartar Nappapelsum. DV-mynd GVA. Evrópu, Noröur-Ameríku, svo og í Sovétríkjunum. „Rekstrarafkoma iðnaöardeildar- innar fyrir áriö ’83 verður réttu megin við strikiö, en þaö hefur ekki gerst síö- an’79,” sagöi Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri deildarinnar. Heildar- veltan haföi aukist um 95% frá fyrra Hlutdeild gömlu góðu lopapeysunnar hefur minnkað, en við hafa tekið hátísku- vörur úr sama hreina náttúruefninu. ísienska uliin stendur fyrir sinu. DV-mynd GVA. FJÖLMIÐLAMENN STOFNA NÝTT FYRIRTÆKI Kynningarþjónustan sf. heitir fyrirtæki sem tekur til starfa á næst- unni og mun starfa að fjölmiölun og almenningstengslum, aö því er Helgi H. Jónsson fréttamaöur útvarps tjáöi DV. Helgi er, ásamt þeim Vil- helm G. Kristinssyni fréttamanni og Magnúsi Bjarnfreðssyni sjónvarps- þul, stofnandi fyrirtækisins. Sagöi Helgi aö Kynningarþjón- ustan hygðist taka aö sér að gera bæklinga og kynningarrit, annast sýningar, fundi og ráðstefnur og gerö alls efnis sem til þarf, sjá um blaða- mannafundi og efnisgerö fyrir þá, hafa umsjón meö gerö mynd- og hljóöbanda til kynningar og fræöslu, aö ógleymdum heimildarkvikmynd- um. Þá mun Kynningarþjónustan ann- ast þýöingar úr erlendum tungum, aðlögun hvers konar erlends fræöslu- og kynningarefnis aö íslenskum aö- stæöum og veita ráögjöf á þeim vett- vangi í máli og myndum. Kynningarþjónustan veröur til húsa aö Hafnarstræti 19 í Reykjavík og vonast þeir félagar, sem allir hafa aö baki langan feril í fjölmiölum, eftir góöum árangri. -HÞ. Helgi H. Jónsson. Vilhelm G. Kristinsson. Magnús Bjamíreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.