Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 16
16 Spurningin 4T Ertu fylgjandi hundahaldi í þéttbýli? Þóra Karlsdóttlr búsmóðir: Já, alveg tvimælalaust, þó meö ákveðnum skil- yröum og eftirliti. Hundar eiga rétt á þvi að búa í þéttbýli. Erna Þórarinsdóttir kennari: Mer þykir vænt um skepnur, ég er úr sveit. Og er því fylgjandi hundahaldi ef það er passaö upp á skepnuna. Sigrún Kaaber sjúkraliði: Nei, hundar eiga ekki að vera í þéttbýli, bara uppi í sveit þar sem þeir eru frjálsir. Þaö ætti bara að leyfa hundahald í þéttbýli í undantekningartilvikum, eins og fyrir blinda. Olafia Sigurðardóttir, bara húsmóðir: Mér þykir vænt um hunda, en mér finnst farið illa með þá í borginni. Þeir eiga heima í sveitinni. Valgarð Halldórsson verslunarmaöur: Já, þetta er spurning um frelsi ein- staklingsins, menn eiga að ráöa því sjálfir hvort þeir halda hund eöa ekki. En hundahaldi veröa að fylgja viss skilyrði sem hundaeigendur ættu aö uppfylla. Lilja Sighvatsdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki. Mér finnst svo mikill sóða- skapur að því. Það væri allt í lagi íi einbýlishúsum þar sem hundarnir gætu notaö garðinn. En þeir mættu ekki vera lausir. .{■881 HAlíWAt M HU0AaUt<JlH4 .VU DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hundurinn er besti vinur mannsins, segja margir. En er maðurinn besti vinur hundsins? Það er svo annað mál. Aðförín að hundaeigendum er: SKRÍPALEIKUR Sigríður Axelsdóttir hringdi: Mér finnst skrípaleikurinn í sam- bandi við hundahald í Reykjavík kom- inn út í öfgar. Hundahald hefur verið gert aö glæpaverki og fólk á það á hættu að verða fært í fangageymslu fyrir ,,glæp” sinn. Það virðast líka vera aðeins örfáar hræður sem fá sekt eftir sekt, þó ekki sé hægt að saka þær um vanrækslu á hundum sinum. Eg vil taka það fram aö ég er í sjálfu sér á móti hundahaldi í þéttbýli, fólk er mismunandi hæft til að halda dýr. En það er þroskandi fyrir alla að umgang- ast dýr, þaö þekki ég sjálf. Yfirvöld ættu því nú að skoða stöðu mála og gera viöeigandi ráðstafanir út frá henni. Til dæmis kæmi til greina að leyfa hundahald með ströngum skil- yröum, þannig að hundaeigendur þyrftu að hirða um hunda sína. Það er töluvert mál að halda hund i borg og ekki á allra færi. Svo yröi að s jálfsögöu að tryggja hundana, það er mjög nauð- synlegt. Það þýðir í það minnsta ekki að taka á þessum málum eins og gert er í dag. Strandimar illa mokaðar Friðjón Guðmundsson, Dalasýslu, skrifar: Nú er kominn 6. janúar og ekki er enn farið að moka út á ströndina, þó að mjólkurbílar hafi ekki komist til aö sækja mjólk í rúma viku, nema með langsóttri vinnu. Og fólk hefur ekki komist í kaupstað síðan fyrir jól. Ef maður hringir í Vegagerðina fær maöur þau svör að „í dag sé ekki mokstursdagur”. Eins og það skipti einhver ju máli. Allir þurfa að komast í kaupstaö, í það minnsta einu sinni i viku. Svona var þetta h'ka í allan fyrri- vetur, oftast mokað á föstudögum þannig að fólk gat ekki nýtt sér þaö í verslunarferðir því allt var orðið fullt á mánudegi. Síöasta þriöjudag þurfti svoaöfáýtu því hefillinn réö ekki viö snjóinn. Maöur vonaði því aö skafið yrði út strönd en svo varð ekki. Það er eindregin ósk okkar Strandarmanna að þetta megi lagast og framvegis verði mokaö á mánudög- um eða miðvikudögum. Lögreglan rann- sakar voveifleg dauðsföll DV hefur borist eftirfarandi tilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: Vegna skrifa að undanförnu í Dag- blaðinu Vísi um andlát ungs manns í fangaklefum lögreglunnar í Reykjavík hinn 4. ágúst 1982, óskar ráöuneytið að koma á framfæri leiöréttingu. Það er hlutverk lögreglu að rann- saka voveifleg dauösföll. Ef dánar- orsök liggur ekki ljós fyrir, þarf að fara fram réttarkrufning til aö leiða í ljós orsök andlátsins. I ofangreindu tilviki fór fram rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu rikisins og réttarkrufning eins og venja er til. Hafði maðurinn verið handtekinn að næturlagi í miöborg Reykjavíkur vegna gruns um sölu og neyslu fíkni- efna, og var ákveöið að hafa hann í haldi í fangageymslu lögreglunnar til næsta dags. Astand hans gaf ekki til- efni til þess að færa þyrfti hann til læknis, enda þekktu fangaverðir deili á honum vegna fyrri afskipta. Af upplýs- ingum rannsóknarlögreglu og því sem fannst við krufningu virtist réttar- læknirinn mega ráða, aö banamein hafi verið eitrun af völdum lyfja, og að taka fíkniefna kunni einnig að hafa verið meðverkandi orsök. Málið er til ákvörðunar hjá embætti rikissaksóknara. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. janúar 1984. Hættið að tölvudraga —vinningsnúmerin Guðbjörg Tómasdóttir hringdl: Mig langar til aö koma meö ábend- ingu til happdrættanna. Þaö er meö öllu ófært að láta tölvu draga út vinningshafa. Eg vil ekki að það sé gert. Þaö eru búin til forrrit til aö draga út vinningsnúmer þannig aö þaö hlýtur aö vera fyrirfram ákveðið hvaða númer hljóti vinning. Númer eiga að vera dregin út á þann hátt að almenningur, sem kaupir miðana, haldi ekki aö þetta sé allt fyrirfram ákveöið. Þaö verður að handdraga eins og í gamla daga, þó það sé meiri vinna. Núverandi fyrir- komulag er ekki réttlátt. DV hafði samband við Olaf Jóhanns- son, framkvæmdastjóra happdrættis SlBS. Hann sagöi að áöur en tölvan drægi út vinningsnúmer væri dregin út lykiltala fyrir tölvuna að styðjast við. Þessi lykiltala væri fengin með því aö kasta teningum og fengist þá út 48 stafa tala. Þegar búiö væri að velja þessa lykiltölu sæi tölvan um afgang- inn. Það væri ekki hægt að beita nein- um brögðum við dráttinn. Fjórir menn frá dómsmálaráðuneytinu fylgdust með því sem fram færi. Þetta fyrir- komulag er alls staðar viöurkennt og nota öll stærri happdrættin þetta kerfi. Það má bæta því við að þessi aðferð hefur veriö rannsökuð af tölfræðingum og hafa þeir komist að því að dreifing vinninga á númer sé sú sama og ef handdregið væri. Ekki væri hægt að handdraga því að ekki væri hægt að fá upprúlluðu pappírsmiöana þar sem hætt er að framleiöa þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.