Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Teikning úr „dönsku biöðunum" sem sýnir hinar táknrænu „stereotýpur". Hann i sígiidum jakkafötum með bók i hendi (vinnur augljóslega ekki sem fóstra á dagheimiii). Hún dreymin á svip, rómantisk, fingerð, með litla „bingógröndal" styttu. STEREO- ff TYPUR ff 1 fínu matarboði fyrir nokkrum ár- um sneri glæsileg, vel klædd kona sér að manni við hliöina á sér og innti hann eftir því hvert væri starf hans. Maöur- inn sagðist vera „stjóri”. „Nú,” sagði konan hlæjandi, „leikstjóri eða kannski forstjóri?” „Hvorugt,” svaraði maðurinn djúpri og karlmann- iegri röddu. „Eg er útfararstjóri.” Glæsikonan sneri sér að sessunaut sín- um við hina hliöina og talaöi ekki við „stjórann” eftir það. Því er nú svo fariö í því samfélagi sem viö búum í aö menn eru dæmdir eftir störfum sínum. Tilhneigingin er að líta á stöðu fólks eða starfsheiti og túlka allan persónuleika þess út frá því, samanber muninn á kvikmynda- stjóra og útfararstjóra úr dæminu hér aðofan. Endurskoðendur eru leiðinlegir og íhaldssamir. Félagsfræðingur er vinstri sinnaður og djúpt þenkjandi. Ef einhver á að vera athyglisverð per- sóna verður sá hinn sami að gegna at- hyglisverðu starfi. Annars gengur dæmiö hreinlega ekki upp. Því er sú tilhneiging oft rík meðal fólks að reyna að „fegra” starf sitt eða gera meira úr því en raun er og láta svo líta út að hlutverk þess í gangi tannhjólsins sé á við fimm hlekki frem- ur en einn. Eftir því sem dálkahöfundurinn breski Paul Keers segir, spyrja konur iðulega menn að því hvaða störfum þeir gegni — rétt eins og starfið skipti þá höfuðmáli í tilveru þeirra. Hins vegar er því svo farið aö marg- ir spyrja konur að því, þ.e. karlmenn, „hvort þær vinni úti” áður en þær eru inntar eftir því hvaða starfi þær gegna. En vegna stöðu konunnar í gegnum tíðina segir umræddur dálkahöfundur að konur séu ekki aö baslast við að flokka hver aöra eftir starfsheiti og þvi hafi samskiptagrundvöllur þeirra þró- ast á allt annan hátt heldur en karla. Það tíðkaöist því lengi vel ekki meðal kvenna að flokka hver aðra í „stereotýpur” eða dæma þær út frá stööu þeirra. Greinarhöfundur segir aö konur hafi í samskiptum sínum iöu- lega komið sér „beint að efninu” m.ö.o. þær nálgist hver aðra á per- sónulegum grundvelli en ekki á stjórn- mála- eða viðskiptagrundvelli. Sam- skipti þeirra hafi lengi veriö á „mann- legra” plani en karla — og samtöl kvenna einkennist af veigamestu áhugamálum flestra, sem eru lífið sjálftogástin. ÞORÐU — Það verður enginn ánægður nema sá hinn sami taki áhættu í þessu lífi, segir í grein eftir Vicki nokkra Lindner í nýlegu hefti tímaritsins Cosmopolitan. Segir Lindner að ótölulegur f jöldi fólks þjáist af lífsleiða og eina leiðin út úr honum sé að taka áhættur — að þora. — Þaö er svo miklu auöveldara að taka ekki áhættu og hjakka í sama farinu en að treysta á óvissuna, segir Lindner. Öll þróun sjálfsins er fólgin í áhættutöku. — Lítið barn lærir af þvi að taka áhættu, segir bandaríski sálfræðingurinn Rollo May. — Forvitið barn lærir á áhættunum. Litla stelpan sem setur puttann á eldavélahelluna sem er sjóðheit er reynslunni ríkari. Og strákurinn sem reynir að standa í lappirnar og dettur. En svo staðnar fólk — af hverju, spyr umræddur May. Hræðslan við hið óþekkta er liklegasta svariö. Meiriháttar áhætta krefst meiriháttar ákvöröunar og þar stendur hnífurinn í kúnni hjá flestum. Lokastaöa greinarhöfundar er sú að sumu fólki sé „eðlilegra” að taka áhættu en öðru. Hins vegar sé það mis- skilningur hjá þeim sem óttast áhættu- samar ákvarðanir að margir þeirra sem þora aö taka slíkar ákvarðanir taki þær í flýti. Þeir sem ná árangri eru þeir sem hafa lagt höfuðið í bleyti, velt fyrir sér kostum og göllum, tekið óvissuþætti inn í myndina og hugsað; „skítt oglago!” 0 Það þýðir ekkert að sitja og biða — og biða og punkta niður alla mögu- lega vaikosti — stundum verður bara að hrökkva eða stökkva. Fiestir kjósa að hrökkva. Þessi bangsi kostar 300 þúsund krónur i Ameriku. Enda hálfur annar metri á hæð og gerður úr minkafeldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.