Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 10
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR 1984. 10 ! Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir „Andúðar” á Evrópu farið að gæta í Banda- ríkjunum? „And-ameríkanismi” er fyrirbæri sem hefur ekki fariö fram hjá nokkr- um sem á annað borö hefur fylgst með stjórnmálum hér, á Noröur- löndunum og á meginlandi Evrópu. A íslandi hefur þetta aöallega tengst. veru varnarliösins hér. I Evrópu þróast það með Víetnamstríöinu og ýmsum félagsöflum undanfarna ára- tugi. 1 Vestrænt varnarsamstarf hefur í gegnum tíöina oft veriö skoðað í ljósi þess að þaö grundvaliaöist á sam- vinnu tveggja aöila, annars vegar Bandaríkjanna og hins vegar allra hinna. Nú í síöustu viku gerir breska blaöið The Economist „and-evrópu- isma” frá sjónarhóli Bandaríkjanna aö umtalsefni. Segir blaöiö aö þaö sé ekki nóg meö aö Bandaríkjamenn séu orönir þreyttir á sífelldri gagn- rýni (samanber nýleg úrsögn Bandaríkjanna úr UNESCO) heldur séu þeir líka orðnir leiöir á Evrópu- búum (en þess ber aö gæta aö þaö er rík tilhneiging í Bandaríkjunum aö líta á Evrópu sem eina heiid). Efst á lista orsaka „andúöar” Bandaríkjamanna á Evrópubúum er hversu óvingjarnlegir þeir séu. öldungadeildarþingmaöurinn Larry Pressler skýröi frá því nýlega aö í ferö til Vestur-Þýskalands heföu bandarískir hermenn þar tjáð honum aö þaö væri ekki aðeins aö þeir fyndu sig óvelkomna í Vestur- Þýskalandi heldur mættu þeir mikilli andúö — sérstaklega þegar þeir væru í einkennisbúningum. Þá sagöi Pressler aö kvartaö væri undan því aö þýsk yfirvöld sektuöu bandaríska herinn um svimandi háar upphæðir ef þau sæju sér færi á því. En umræddur öldungadeildarþing- maöur reyndi að sannfæra starfs- félaga sína um aö viturlegast væri aö skera niður fjölda bandarískra her- manna um helming næstu fimm árin. En þessum rökum um andúö í Evrópu er iðulega beitt af þeim sem vilja skera niöur f jölda bandarískra hermannaþar. Næstefst á kvörtunarlista Bandaríkjamanna er aö ríki Evrópu greiði ekki sinn hluta til vamarmála. A þessu hamra bandarískir þing- menn stööugt. Samkvæmt nýlegri skoöanakönnun, geröri í Bandaríkjunum kom í ljós aö 68 prósent töldu aö Evrópuríki slyppu of ódýrt úr vamarsamstarfinu, þótt aðspurðir Evrópubúar teldu aö þeir greiddu sinn skammt. Þá töldu Evrópubúar aö hlutverk Bandaríkj- anna í vörnum E vrópu væri nauðsyn- legt og aö þeir geröu því hlutverki næg skil. Hins vegar telja Bandaríkjamenn aö hlutur Evrópu í eigin vörnum sé alit of lítill. Alltaf þegar Bandaríkjaþing fer aö skera niöur útg jöld til vamarhös síns í Vestur-Þýskalandi hefur þaö þótt benda til þess að þeir væru aö gefa Ólíklegt... HáðfugUnn Art Buchvald sagöi um áramótin aö eftirfarandi fólk ætti ekki eftir aö segja eftirfarandi hluti árið 1984 — og forvitnilegt er hvort annaö á eftir að koma í ljós: Ferdínand Marcos, forseti FiUpps- eyja: „Þaö er tími tU kominn að viö leyfum frjálsar kosningar hér á Filippseyjum. Best væri að nefnd á vegum Sameinuðu þjóöanna hefði yfirums jón með þeim”. Imelda Marcos, eiginkona hans: ,,Ég er þér hjartanlega sammála.” Jesse Jaekson: „Eg hef engan áhuga á aö hræra upp í flokki demó- krata. Eg er fullkomlega sáttur viö „flokksapparatiö” í núverandi mynd — enda þjónar þaö hagsmunum aUra frambjóðenda.” Frank Sinatra: „Nei, sjáöu aUa ljósmyndarana. Komdu, viö skulum fá þá til aö taka mynd af okkur.” Yuri Andropov: „Eg held ég skokki aöeins í kringum Kreml.” Henry Kissinger: „Eg hef ekkert um þetta mál aö segja.” Ayatollah Khomeini: „I nafni AUah, þótt ég sé ekkert aö halda því fram að hann sé tU.... ” Viðskiptamálaráðherra Japans: „Japan getur ekki lengur staðið í þessum útflutningi sem er miklu meiri en innflutningurinn án þess að skaöa vöruskiptajöfnuö viðskipta- landa okkar. Viö ætlum því aö leyfa ótakmarkaðan innflutning inn tU Japan og skapa samkeppni á markaönum.” Ritstjóri Pravda: „Þegar við höfum rangt fyrir okkur þá höfum viö rangt fyrir okkur og við eigum aö viöurkenna það. Sovétríkin brugöust aUt of harkalega við þegar Bandarík- in hófu uppsetningu Pershing H eld- flauganna í Evrópu. Þær ógna ekki ríkjum Varsjárbandalagsins eins og viö héldum og við vUdum gjarna snúa aftur til Genfar eins fljótt og unnter.” Reagan beinir sjónum sinum iaðrar áttir frá Evrópu yfir ti/ Kyrrahafsins. bandamönnum sínum í Evrópu merki um óánægju sína. Arið 1966 reyndi öldungadeUdarþingmaöurmn Mike Mansfield aö fá bandarískum hersveitum í Þýskalandi fækkaö niður um helmmg án árangurs. Þessi tih-aun Mansfield kom í kjölfar þess aö De Gaulle Frakklandsforseti dró Frakkland út úr vamarsamstarfinu þótt Frakkland héldi áfram aö vera aöiU aö Atlantshafssamningnum. Allt fram til 1974 reyndi þó Mansfield aö fá hersveitunum fækkaö um helmmg í Evrópu enda fuU þörf á þeim annars staöar, þ.e. í Víetnam. Stundum haföi hann næstum helmings stuöning en aldrei nægjanlegan — því þótt sýna ætti þessum þrjósku bandamönnum í Evrópu í tvo heimana mátti ekki taka þá áhættu að gefa Rússum græntljós. A síöasta ári var ekki talið heppi- legt innan Bandaríkjaþings aö hreyfa þessu máU um niðurskurð herafla Bandaríkjam^nna í Evrópu. Þótt mikils taugatitrings gætti vegna friöarhreyfinganna í Evrópu meðal bandarískra stjómvalda og Reagan væri orðinn þreyttur á ásökunum um aö hann ætti sinn þátt í efnahagsvandræðum Evrópuríkja vegna hávaxtastefnu sinnar, var ekki taUð heppilegt aö ráðast í breytingar á vamarsamstarfinu. Stevens öldungadeildarþingmaður sagði í nóvember aö beöiö væri eftir viðbrögöum vegna staösetningar Pershing H í V-Þýskalandi og á því stigi málsins væri ekki rétt aö ræöa um aö styrkja herafla. Stevens ásamt fleiri öldungadeildarþing- mönnum stendur í vegrnum fyrir því aö gerðar verði breytingar. En þetta viöhorf þarf aUs ekki aö vera tákn andúðar á Evrópu, segir Economist. ööru gegnir um ýmis ummæli bandarískra öldungadeildarþing- manna eins og Jake Gam frá Utah sem taldi sjálfsagt aö minnka heraflann í Evrópu vegna þess aö Evrópubúar væm svo smjaðurslegir við erkióvininn. John Rodes, öldungadeildarþingmaöur frá Ari- zona, sagði aö Evrópa væri löngu búin aö vera sem eitthvert heims- veldi og hann sæi engan tUgang í aö vera í varnarsamstarfi viö ríki þar. Aörar umkvartanir Bandarikj- anna á hendur Evrópuríkjum varöa efnahagsmál á alþjóöavettvangi. Þeir saka Evrópubúa um viðskipti viö Sovétríkin og um verndarstefnu vegna innflutnings. Þaö sem þó fer mest í taugamar á Bandaríkjamönn- um em ásakanir evrópskra stjóm- valda um áhrif hárra vaxta Bandaríkjanna á efnahag í Evrópu og heiminum almennt. Segja ýmsir að Evrópubúar ættu aö kvarta minna ogaðhafastmeira. Segir Economist aö margar ástæöur geti legið til þess aö Bandaríkjamenn séu orðnir leiðir á Evrópubúum. Ein ku vera sú að þeim finnist ríki Evrópu búin að þurrausa sig. Hagkerfum Evrópu- landa mætti út frá því líkja viö illa rekiö, staönaö fyrirtæki þar sem ekki er til snefill af frumkvæði. Ronald Reagan er Kalifomíubúi. Kyrrahafiö stendur honum nær en Atlantshafiö. Segir Economist að bandarísk stjórnvöld og stórfyrir- tæki horfi æ meiri löngunaraugum til Asíu og þeirra girnilegu markaöa semþarmáfinna. Bandarísk stjómvöld eða íbúar þar eru ekki að verða óvinveittir Evrópuríkjum heldur er þeim farið að standa meira á sama um þau. Ef hægt heföi verið að líkja sambandinu viö ástarævintýri hefur þróunin færst út í aö líkjast meira kunnings- skap. Evrópurikin skipta Bandaríkin ekki lengur öllu máli. Hagsmunir þeirra annars staöar sitja alveg eins, ef ekki frekar, í fyrirrúmi, segir Economist. Hér er ekki á ferðinni nýtt einangmnartímabil í utanríkis- málum Bandaríkjanna heldur er aö sögn fræðimannsins og diplómatans Helmut Sonnenfeldt meira við hæfi aö kalla þetta „einhliöa alheims- stefnu” og einkennir stefnan ekki bara Reaganstjómina því það var' þegar tekiö aö bera á henni hjá Carter. Hins vegar hefur þessi stefna aö mati Sonnenfeldts fest i sessi á timabili Reaganstjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.