Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ruth Lawrence er yngsti nemandi sem nokkru sinni hefur verið hleypt inn í enskan háskóia. Ruth er aöeins tólf ára gömul — ekki einu sinni orðin táningur. Það var fyrir tveimur árum sem Ruth tók inntökupróf inn í Oxford- háskóla, virtasta háskóla Bretlands, og ekki nóg með það heldur tók hún hæsta inntökuprófiö af þeim 531 nem- anda sem þreytti sama prófið. Allir hinir voru komnir undir tvítugt en Ruth þá aðeins tíu ára gömul. Ruth hóf síðan nám við Oxford sl. haust. Hinn undraverði námsferill Ruth hófst þegar hún var aöeins fimm ára gömul. Þá fannst foreldrum hennar hún vera betur gefin en venju sætti og ákváöu að kenna henni sjálf í stað þess að setja hana í skóla. Síðast- liðin sjö ár hef ur Ruth því stundaö nám sitt allt heima viö í Huddersfield í norður Englandi. Faðir hennar, Harry, sem er 45 ára, útbjó prógramm fyrir hana sem samanstóð aðallega af eðlis- fræði og stærðfræði. Harry Lawrence hætti m.a.s. starfi sínu sem kerfis- fræðingur til aö kenna Ruth þótt hann sinnti hálfs dags starfi heima við. ,,Við fórum mikið á bókasöfn,” segir Ruth. „Þá fengum við afnot af rannsóknastofum í háskólanum í Huddersfield til að gera eðlisfræði- rannsóknir.” Öll vinna fööur hennar við kennsluna fór að sýna árangur þegar Ruth var níu ára gömul og tók að kljást við stöðl- uð stærðfræðipróf sem iöulega eru lögð fyrir miklu eldri nemendur og stóöst þau meðglans. Stærðfræðin er aðaláhugamál Ruth. Hún segir að þegar fólk sé búið að nema nauðsynlegan grunn stærðfræð- innar og allt það „leiðinlega” opnist undraheimur og mjög spennandi. Ruth stefnir á magistergráðu í stærðfræði við St. Hugh skólann í Ox- ford. MYNDARLEG UST „Stærðfræðier mjög skemmtíieg," | segir Ruth Lawrence, 12áragömul, nemandi við Oxford háskóia. UNDRABARN VIÐ OXFORD HÁSKÓLA Richard Simmons heitir maðurinn á myndinni og er nú einhver þekktasti megrunarpostuii vestur i Bandaríkjunum. Hann var i eina tið mjög feitur, vó um 125 kiló. „Nei, hann er ekki hættur að hugsa um linurnar og tekinn til viðátið að nýju," segir i texta með þessari mynd. Allur maturinn þarna á borðinu á heimili Simmons i Los Angeles er úr plasti og vaxi. „Þetta er stöðugt þarna á borðinu til að minna mig á það hvernig óg varð einu sinni feitur og tilað forða mér frá þviað faiia isama farið aftur, "segir Simmons. ~ V ... Fljúg- andi hross „Mikið óskaplega er erfitt að komast á bak á þessum fijúgandi hestum," gæti maður- inn verið að segja. Sannleikurinn er hins vegar sá að hér er um að ræða sérstaklega færan tamningamann og sérstaklega færan hest sem fer i þetta fljúgandi spiitt þegar húsbóndinn skipar svo. Vasaklútar seljast í milljón eintaka árlega um vída veröld. í Ijósi þeirrar staðreyndar settist þýskur uppfinningamaður í Nuremberg í Þýskalandi niður og fann upp þetta tœki sem leysa á vasaklútinn afhólmi. Kvefaðir eiga að hafa tcekið á nefinu 24 tíma á sólar- hring en ekki fylgir sögunni hvað gerist þegar það er tekið niður eftir t.d. vikunotkun. Hvað i ósköpunum skyldi þetta nú vera? Jú, listaverk, ekki ber á öðru. Og það sem meira er, listaverkið sigraði nýiega i myndasamkeppni i Dan- mörku. Á hvað skyidiþað annars vera málað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.