Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 7 Neytendur Neytendur Bamaöryggisstólar: Lánaðir heim f rá fæðingar- deildinni Á einum spítala í New York fylki hefur veriö tekin upp sú nýbreytni aö mæður sem fara þaöan með nýfædd böm sín geta fengið lánaöa öryggis- barnastóla til að hafa í bílum. Þessir stólar eru ætlaðir ungbömum fram að þriggja mánaöa aldri eða þar til þau hafa náö um 10 kílóa þyngd. Viö lántök- una greiðir móöirin ákveðna tryggingarupphæð (30$) og fær síðan þessa upphæð endurgreidda þegar stólnum er skilað svo framarlega sem ástand hans er eins og við lántökuna. I New York fylki er í lögum frá 1982 að allir undir 4 ára aldri verða aö sitja í viðurkenndum barnastólum þegar þeir feröast í bíl. Það er ekki gott að segja hvort þessi hugmynd, að fæðingardeildir láni bíl- stóla til barna, á viö hér á landi. En þaö er þó ekki fráleitt að hugsa sér að komið yrði á einhvers konar skipta- verslun með þessa hluti. Yfirleitt eru þetta dýrir hlutir sem notaðir em í tiltölulega stuttan tíma. Stólamir yrðu með þessu móti betur nýttir og gætu komið mörgum börnum aö notum í stað kannski bara eins eöa tveggja bama. -APH \ LEYSTU MÁLIÐ Vantar þig hugmynd að kjörgrip sem kemur á óvart og stendur sem minnisvarði um ókomin ár. Hafðu samband við okkur í síma 85411 • Glit, Steinblóm • Glit, Listasmiðja • Glit, Minjagripir Hreint skila- verð á ísuð- um fiski Við höfðum heyrt að hreint skilaverð til fiskseljenda fyrir „gámafiskinn” væri ákaflega misjafnt og sumir hafa efast um að þessi útflutningur borgaði sig alltaf. Við höfðum því samband við Jón Asbjömsson en á vegumheild- verslunar hans hefur mikið magn af ís- fiski verið selt. „Hreint skilaverð á ísuðum fiski hefur verið frá tíu krónum og allt upp í þrjátíu og átta krónur fyrir kílóið,” svaraði Jón Ásbjörnsson. Hann sagði einnig að draga mætti 8— 10 krónur frá söluveröi fisksins fyrir hvert selt kíló. Söluverð hefur verið frá 18—47 krónur á hvert kíló. „Tíminn frá því fyrst í nóvember og fram í febrúar er besti markaðstíminn erlendis og hæsta verðið. Fyrst þetta tækifæri býðst til að fá gott verö fyrir fiskinn þá er þetta mikil gjaldeyrisöflun í þjóöarbúið.” En Jón taldi aftur á móti aö banna mætti þennan útflutnmg á fiski á tíma- bilinu frá maí og fram í nóvem- berbyrjun. Þá væri aflinn lélegri og um leiö markaöshorfur. En bætti við að þetta ætti ekki viö um allar fisktegundir, til dæmis skarkola, hann væri hægt að flytja út á þessu timabili. -ÞG . . . sagði Bárður fisksali að hann hefði aldrei haft önnur eins ósköp af fiski og þessa dagana. Hér er hann i miðri torfunni. AUKABLAÐ UM SKÍÐAFERÐIR OG VETRARFERÐIR innanlands og utan kemur út laugardaginn 4. febrúar nk. AUGLÝSENDUR! Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Siðu- múla 33, sími 27022, virka daga kl. 9-17, sem fyrst, eða í síðasta lagi fimmtudaginn 26. janúar. Auglýsingadeild, Síðumúla 33, sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.