Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 19
19 4*.cr ki »i ri ,\T. ci i v<» DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. ■FLOKKÖR nr. I;.ÐA SÁ. LR SlDAK ÖDLAST Á I.ödlU.OAN TlATf V.HTNAttRJETI A» HLUTA* BRJLH ÞLSSU. I'R ÍÍIOANDI AD FIMMTÍU KRONUM ( HÚITAIdeUaiNU EiMSKIPAFJELAG ISLANDS MKI> Ól.LUM I!Jf XTINI>. t.’M FJKLAOSMANNAOO HÁPIJif M IM SKVi t’t'M >1’ I.ÓG FJFIAGSINS AKVEIXA. liEYKJA ViK. STJÓRN H F EIMSKIPAFJELAGS ÍSLANDS formaður 'rfý'Mcv* Fimmtiu króna hlutabróf i Eimskipafólaginu. Fossar Eimskipafélagsins. Hafnarstræti 16 i Reykjavik. Skrif- stofur félagsins voru á efri hæð hússins 1913 og frá 1915 til 1921. E.S. „Gullfoss" skirður. Á mynd- inni er Katrin Guðmundsson i skautbúningi en fyrir aftan hana Emil Hielsen. ,, vólrítunardeild" Eimskipafél- agsins á fjórða áratugnum. Fyrsta stjórn félagsins og framkvæmdastjóri. Núverandi forstjóri Eimskipafélagsins, Hörður Sigurgestsson. Frá móttöku E.S. Gullfoss i Reykjavik 16. aprii 1916. 70 ára í dag: íslenskt og hlutir svo gæti eignast hlut” stofnunarfélagsins stjóri. Varaði hann viö því aö gerður yröi nokkur bindandi samgöngusamn- ingur viö erlend skipafélög því að nú yröi aö stofna íslenskt eimskipafélag sem ætti aö sjálfsögðu aö sitja fyrir þeim styrk er veittur væri til sam- gangna á sjó. I fundarlok var sam- þykkt samhljóða ályktun um að sam- göngumálum væri fyrst komið í gott horf þegar Islendingar heföu sjálfir tekið samgöngurnar í sínar hendur og skoraö var á þing og þjóö aö styðja slíkt eindregiö og öfluglega. — Allur aödragandi og undirbún- ingur stofnunar Eimskipafélagsins var gætilegur og hyggiiegur, segir Guðni Jónsson. Fyrst var unnið að málinu í kyrrþey, jarövegur kannaður og upplýsingum safnaö, áætlun gerö um rekstur fyrirtækis. Smátt og smátt voru fleiri menn teknir til skrafs og ráðagerða, áhuginn fyrir málinu breiddist út, sérstakur fundur var haidinn með þingmönnum og blaða- mönnum og annar með helstu mönnum í kaupmannastétt. Rekstraráætlunin gekk í gegnum hvern hreinsunareldinn á fætur öðrum uns hún fékk samþykki allra sem hlut áttu að máli. Til marks um það hversu varlega var farið í sak- imar má geta þess að fyrsta árið (1915) reyndust gjöldin 6150,38 kr. lægri en áætlaö var í hlutaútboðsbréfi, en tekjumar uröu á sama tima hins vegar stórum hærri en áætlað hafði verið, eða 27861,49 kr. meiri. Ástæðan til þess að tekjur fóm svo langt fram úr áætlun var einkum sú að flutningur með skipunum varð miklu meiri en gert var ráð fyrir í útboðinu. ^ kveðið var strax í upphafi að allt hlutafé í félaginu skyldi vera íslenskt, aö hlutir yrðu svo lágir aö hver maður gæti eignast hlut í félaginu. Byrjað skyldi meö tveimur skipum og skyldu bæði vera nýbyggð. Vestur-lslendingar tóku þátt í stofn- un Eimskipafélagsins meö hlutafjár- söfnun eftir að boðsbréf hafði verið birt í blööum þar árið 1913. Nokkrir máls- metandi menn meðal Islendinga í Winnipeg sóttu Island heim þegar formleg stofnun Eimskipafélagsins átti sér stað í janúar 1914 og sögöu í skýrslu eftir Islandsförina aö það væri skoðun manna á Islandi að með þvi aö koma á fót alíslensku eimskipafélagi þá væri síöasti hlekkurinn slitinn í verslunareinokun á Islandi. Á stofnfundi félagsins í Iðnaðar- mannahúsinu í Reykjavík, 17. janúar 1914, var borin fram svohljóðandi til- laga frá Jóni Þorlákssyni, Sveini Björnssyni, Jóni Gunnarssyni og Olafi G. Eyjólfssyni: ,,Fundurinnákveður að stofna hlutafélag, er nefnist Eim- skipafélag Islands.” Tillagan var sam- þykktíeinuhljóði. Hin fyrsta stjórn er kosin var á stofnfundinum skipti þannig með sér störfum: Formaður Sveinn Bjömsson, varaformaður Haildór Daníelsson, rit- ari Olafur Johnson, vararitari Garðar Gíslason, gjaldkeri Eggert Claessen og meðstjómendur Jón Gunnarsson og Jón Björnsson. Otgerðarstjóri var ráð- inn Emil Nielsen og gegndi hann fram- kvæmdastjórastarfi fram til 1930 er Guðmundur Vilhjálmsson tók við. Á eftir Guðmundi tók Ottarr Möller við forstjórastarfinu og því næst Hörður Sigurgestsson forstjóri félagsins síðan 1979. A ð rekja sögu félagsins sl. sjötíu ár yrði of langt mál hér. En á þessum tímamótum Eimskipafélags Islands má geta þess að hluthafar í félaginu eru nær þrettán þúsund. Og er ríkið stærsti hluthafinn með um 5 prósent. Starfsmenn Eimskipafélagsins eru sjö hundmð og stjórnarformaður er HalldórH. Jónsson. Skipakostur Eimskipafélagsins er fimmtán skip eða þaö fimmtánda, Fjallfoss, er væntanlegt fyrir mánaöa- mót. Auk þess hefur félagið f jögur skip á leigu en aöalathaf nasvæði þess er við Sundahöfn í Reykjavík. Heildarflutn- ingur Eimskipafélagsins sl. ár var 660 þúsund tonn og er það 16 prósent aukn- ing frá árinu þar áður. HÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.