Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 22
22 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Menning -j Menning Menning ; Menning Andró Malraux Hlutskipti manns Skáldsaga Thor Vilhjálmsson þýddi Svart á hvítu 1983. Mér býöur í grun aö André Mal- raux sé fremur lítiö þekktur hér á landi. Þó er hann á meðal mestu rit- höfunda nútímans og skipar skálda- bekk með mönnum á borö viö Proust og Camus. Verk Malraux eru þegar oröin „sígild” enda fer saman í þeim mikill skáldskapur og fádæma inn- sæi í mannlegan veruleika. Raunar vafasamt aö öörum hafi tekist öllu betur að tjá öldina í manni og heimi. Sumir telja aö Malraux sé arftaki hinna miklu raunsæismanna 19du aldar og hefur meira veriö logið. Osjaldan er honum líkt viö skáld- jöfurinn Dostóéfskí (en Karamazof- bræður hans eru væntanlegir í íslenskri þýöingu). Þaö má til sanns vegar færa því báðir fjölluöu um manninn i og aö baki hlutskipti sinu. Persónur þeirra lifa iöulega á ystu nöf knúnar á vit sjálfra sín — í ofur- næmri vitund um einsemd sina, frelsi — og feigð. Ferðalangur og uppreisnarseggur Hlutskipti manns (La condition humaine), sem kom út áriö 1933, varö samstundis víðkunn og hlaut Prix Concourt sem eru virtustu bók- menntaverölaun Frakka. Fáar bækur túlka á magnaöri hátt hrær- ingar millistríösáranna enda stóö höfundur í baráttunni miöri, virkur þátttakandi. I verki sínu dregur hann upp mynd hins tragíska byltingarmanns. Mynd sem mótuö I er af persónulegri reynslu og innsæi í almenna eölisþætti manneskjunnar. Aö hluta er hún sjálfsmynd og nýsköpun en þó má greina drætti Prómeþeifs og Donkíkóta aö baki. I einkennilegu samspili. Sjálfur ræktaöi Malraux goösögn um sjálfan : sig enda var lifsferill hans æriö ævin-; týralegur þótt hann hafi kannski veriö oröum aukinn. Hann fæddist á Frakklandi áriö 1901, var nær samtíða þeirri öld sem hann hefur túlkaö flestum betur. Ungur mennt- aöist hann í fomleifa- og austur- landafræöum viö háskóla í París en sagöi skilið viö Evrópu liölega tvítugur og lagöi leiö sína til Asíu þar sem hann lifði ævintýriö og dauöann aö sögn. Sagt er aö hann hafi tekið þátt í misheppnaðri uppreisn komm- únista í Sjanghæ áriö 1927. Hvort sem sú saga er rétt eða ekki varð uppreisnin kveikja að þeirri bók sem nú liggur fyrir í íslenskri þýöingu. Á 4öa áratugnum tók Malraux virkan þátt í baráttunni gegn fasisma og barðist meö lýöveldissinnum á Spáni. Sú styrjöld varð honum aö yrkisefni i Dögum vonarinnar (L’Espoir) sem út kom áriö 1937 og Malraux taldi löngum sína bestu bók. I síðari heimsstyrjöldinni barö- ist hann meö andspymuhreyfingunni frönsku gegn Þjóðverjum. Aö henni lokinni gekk hann hins vegar til liös við Gaullista mörgum til furöu því flestir höfðu bendlaö hann viö kommúnisma. Varla var þó um koll- steypu aö ræöa hjá Malraux því hann var alla tíö meiri einstaklings- hyggjumaöur en svo aö hann gæti lagaö sig aö einu hugmyndkerfi eöa lotiö aga flokksstofnunar. Auk þess meðal; hann dæi eins og sérhver þessara manna sem lágu hérna fyrir þaö að hafa gefiö lifi sínu tilgang. Hvers virði heföi þaö líf verið sem hann heföi ekki fallizt á að deyja fyrir? Auövelt er aö deyja þegár maöur deyr ekki einn. Þetta var dauöi sem var mettaöur þessum bróöurlega skjálfandi röddum, alls- herjarþing hinna sigruöu þar sem múgurinn þekkir sína píslarvotta aftur, blóöug goösaga þaöan sem spinnast hinar gullnu þjóösögur.” Kyo er ekki einn því dauða sinn á hann með öömm — í nútíö og fram- tíö. Stundum er reisn mannsins mest í dýpstu niöurlægingu. Frelsi hans lika þó virðist þversögn. Á dauða- stund ákveður byltingarmaöurinn Katoff aö gefa tveimur félögum sínum eitur sem bjarga átti honum frá hroöalegum pyndingum. Hrika- leg ákvörðun manns sem þrátt fyrir fjötur og dóm velur dauöa sinn sjálfur. Og sigrar böðulinn. Ekki veröur fjölyrt frekar um tímabært erindi þessarar skáldsögu. Höfundur snýr þaö saman viö spenn- andi frásögn sem er meistaralega saman sett, margþætt og fjölskrúö- ug, raunsæ og táknræn. Þýðing og stíll tslenskun verksins hefur ekki verið neitt áhlaupaverk því stíll Malraux er býsna flókinn á köflum og ólíkur því sem íslenskir lesendur eiga að venjast. Málsgreinar eru oft lotulangar og útúrdúrasamar, lyklar þeirra stundum vandfundnir. Oft má ekkert út af bregöa til að setning- arnar hrynji í rúst og merking þeirra fari forgöröum. Frásögninni er aö auki haldið saman meö táknum, endurtekningum og minnum sem krefjast innlifunar og skilnings þýöandans. Aður hef ég vitnað til viturs manns sem sagöi eitt sinn aö þýðingar væru gallagripir á borö viö konur: þær fögru væru ótrúar en þær ófríöu aö sama skapi trúar. Þetta má til sanns vegar færa í þaö minnsta hvað snertir þýðingamar. Þýðandinn hefur um tvo kosti aö velja: aö umskapa frumsmíöina og búa andrúmslofti hennar og stílheimi nýjan búning viö hæfi annarrar mál- hefðar, túlka hana meö öðrum oröum, eða reyna aö flytja textann, orö fyrir orö, af fyllstu nákvæmni yfir á nýtt tungumál. Fyrri leiöin krefst listrænnar sjónar og getur stundum af sér verk þar sem þýðandinn er trúrri sjálfum sér en frumtextanum — en máske er hún vænlegri en sú síðari því aldrei er hægt aö gera svo fullkomna eftirlík- ingu aö hún komi í staö frumsmíöar. Því sérhvert orð á sina sögu sem ekkert annað orö getur lýst til fulln- ustu. Að framansögöu er ljóst aö meðal- hófiö er vandfundið, sérlega þegar um sérstæöa stílsnillinga eins og Malraux og Thor Vilhjálmsson er aö ræöa. Hætt viö aö annar beri hinn ofíirliði. Slík er þó ekki raunin því í þýöingu Thors fer saman skapandi túlkun og trúnaöur viö frumtexta. Malraux notar til dæmis mjög mál- kæki til aö sérkenna persónur sínar, þær birtast okkur í mynd af málfari sínu. Mér sýnast lausnir Thors yfir- leitt góðar, stundum frábærar. Sam- félag hans við Malraux hefur skilaö eftirminnilegu listaverki. -MVS. sýna bækur hans mýþískan þanka- gang sem ásamt þjóöernisdýrkun hafa laöaö hann aö leiðtoganum De Gaulle. Meðal seinni bóka Malraux eru Sálfræði listarinnar, Raddir þagnarinnar og Ummyndun guðanna. Að þétta tómið Hlutskipti manns sækir efni sitt til uppreisnarinnar í Sjanghæ áriö 1927. Sagan gerist á örfáum mánuöum, frá mars til júlí, og lýsir blóöi drifinni sem er óbærilegt. Þær leita fyllingar hiö innra, gildis hið ytra. Kapítalist- inn Ferral finnur sjálfan sig í augum ástkonu sinnar, gott dæmi um þaö sem Sartre kallaði ,,mauvais-foi” eöa óheilindi; Gisors neytir ópíums og hverfur aö lokum inn í þögla nótt þar sem mannleg þjáning hefur enga merkingu; Klappíque veröur fyrst hann sjálfur viö spilaboröiö þar sem raunveruleikinn birtist honum í „sjálfsmorði án dauöa”, trúös- hamurinn fellur; terroristinn Tséng götunni. Persóna leiðtogans Kyo er eins konar niöurstaöa sem sameinar hinar ýtrustu andstæöur: fanatiska einstaklingshyggju ' Tséngs, og blinda flokkshlýöni Komintern- manna, athafnaalgleymi Tséngs og aögeröalausa hugsun Gisors, kynferöislegan sadisma Ferrals og og sadókisma Hemmelrichs. Kyo dagar hvorki uppi í sjálfum sér eins og Gisors né fuðrar upp í tortimingareldi eins og Tséng, ástríða hans og vitsmunir haldast í í DAUÐAGARDI Árstíðirnar á af mæli Kammersveitar Reykjavíkur Afmœlistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur I Aikirkju 10. janúar. Á efnisskrá: Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi. Einleikarar: Helga Hauksdóttir, Unnur Marfa Ingóifsdóttir, Þórhallur Birgisson, Rut Ingólfs- dóttir. Eins og flestum mun kunnugt samdi Vivaldi Arstíöirnar fyrir námsmeyjarnar í Ospedale della Pieta, en tileinkaöar voru þær Wenceslasi greifa af Morzin. Þær eru fyrstu fjórir af tólf konsertum, sem út komu undir titlinum, „II climento deU’armonia e dell’invenzione. Hverjum konsertanna fjögurra var fylgt úr hlaði með sonnettu. Menn ætla aö Vivaldi hafi sjálfur ort sonnettumar en þó er allt eins víst aö einhver námsmeyja hans hafi ort þær. En sonnettumar gefa Arstíöun- um aukiö gildi, sem ekki minnkar þegar þær birtast í snilldarþýðingu Þorsteins Gylfasonar í einkar smekklegri og vandaöri ef nisskrá. Leikur Kammersveitarinnar var léttur, hnitmiöaöur og hraöaval allt í góöu samræmi. Hljómurinn þéttur, tónninn mjúkur og samvinnan eins og hún gerist best. Og út úr vel sam- stilltum hópi stíga einleikararnir — í þessu tilviki fjórir eins og til aö Tónlist Eyjólfur Melsted undirstrika þann frábæra samstarfs- anda sem ríkir með hópnum. Helga Hauksdóttir lék einleikinn í Vorrnu. Á köflum lék hún tæpast af nógu öryggi, en hendingarnar mót- aöi hún afar smekklega. Unnur María Ingólfsdóttir lék einleikinn í Sumrinu. Hún lék frísklega og létt, en stundum eins og svolítið yfir- spennt, sem raskaöi heldur þeim annars fína blæ sem á leik hennar var. Þórhallur Birgisson lék ernleik- inn í Haustinu. Leikur hans naut sín vel í hárfínum blæbrigðum Adagio- kaflans og á Veiöiferðinni (síðasta kaf lanum) var tekið meö festu. I Vetrinum lék svo Rut Ingólfs- dóttir. Fumlaust og geislandi af leikgleði, ljúfum tóni og leiftrandi fimi leiddi hún afmælisbarniö, Kammersveitina, lokasprettinn á frábærum tónleikum. Á tíu ára ferli hefur Kammersveit Reykjavíkur markaö varanleg spor í íslenskri tónlistarsögu. Verkefna- og afrekaskrá er býsna löng orðin á þessum stutta tíma. En harla lítils viröi værí sá langi listi ef ekki kæmi til þaö sem hæst ber einatt hjá henni og þaö er sú áhersla sem hún leggur á aö vanda sín verk. EM. valdatöku, svikum og fjöldamoröi. Viö þessar aöstæður byltingar og blóöbaös stefnir höfundur saman fjölmörgum persónum sem viö fyrstu sýn viröast harla ólíkar: terroristanum Tséng, byltingar- foringjanum Kyo, vitringnum Gisors, auömanninum Ferral, trúðn- um Klappique og ótal fleirum. Allar eru þær samt á sama báti þegar kemur til strandar. Saga þeirra fjallar um viöbrögö viö kvalafullri lífsvitund, tilvistarlegri vöntun sem í eöli sínu er hin sama í öllum til- fellum. Allar reyna þessar persónur aö þétta tómiö innra með sér og ná taki á örlögum sínum, yfirstíga sjálfar sig — í flótta frá hlutskipti Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson lifir í hinni skilyröislausu athöfn og finnur raunveruleika sinn í s jálfseyð- mgu, maöur utan samfélags, al-einn. Vitundúi er vandi þessara persóna því þær vita hlutskipti sitt og lifa meö dauöanum. Mennskan er harm- leikurþeúra. Kyo hefur sérstöðu í persónu- galleríinu enda vú-öist hann standa höfundi næst. Þó aö örlög hans séu tragísk benda þau á leið út úr blúid- hendur. Lífsmyndúi er dökk því „mannlegt hlutskipti” merkú- hjá Malraux: þjánmgu, einsemd og angist. En líkt og Gunnar Gunnarsson í Sælir eru einfaldir finnur hann leið í dularfullri samkennd eöa samstöðu. Sá dauöi sem dynur yfir byltingarmennina í Sjanghæ við lok bókar er ekki mark- laus því fórnin gefur honum merk- ingu. I dauöagarömum biöur fjöldi manns dauðadæmdur og Kyo veröur hugsaö: „Hann haföi barizt fyrú- því sem á hans tíö var þrungiö húini dýpstu merkingu og bjó yfú- ríkustum fyrm- heitum; hann myndi deyja innan um þá sem hann hefði kosið aö lifa á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.