Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 35 þremur til fjórum fullorönum, sem meö samkomulagsvilja og skipulagi geta látiö nógu vel um sig fara. Minnkar í annan endann Líkt því sem gerist ó öörum japönskum bilum af svipaöri gerð og stærð er farangursrými ekki stórt. Mjög bætir úr skák aö hægt er aö fella aftursæti fram í einu lagi eða hólft. Þegar litið er undir gólf farangurs- geymslunnar sést aö talsvert rými er látiö ónotaö, eins og á minni Súkkunni. Þetta er orðið í tísku núna og þaö fæst slétt farangursgólf fram úr, þegar aftursætisbakiö er fellt fram, ofan á setuna. Svona er þetta líka á Micra og Daihatsu Charade, í staö þess aö hægt sé að velta aftursætinu alveg fram, eins og í station-bílum, aö maöur ekki tali um aö hafa auka-geymsluhólf, eins og í Ford Fiesta. En hvað um það, fyrirkomulagið á afturendanum á Suzuki A 310 er einfalt og auðvelt, afturhurðin opnast niður aö stuðara en stór afturljósin taka þó svolítið pláss til hliöanna. SA 310 er skráöur fimm manna bíll en hjólskálamar koma nokkuð inn í aftursætiö svo aö óhægt er fyrir þrjó fulloröna aösitja þar til lengdar. í fremstu röð í sparney tni Sem áöur sagði virkar GL-geröin nokkuö vel á mann hvað snertir útlit og innri gerð. Innréttingin sýnist ekki eins óbrotin og íburöarlítil og oft vill veröa á bílum af þessum stæröarflokki og út- Séð undir framvagninn. Veskið er 17,5 sm. litið venst vel. Verksmiðjumar státa af því að vindstuðullinn sé lágur, 0,38. Raunar státa bílar eins og Micra, Corsa og VW Polo af svipaðri straum- linu og Fiat Uno er niöri, í 0,34, en á móti kemur aö Suzuki A 310 er fimm sentímetrum lægri en Uno, sem þýðir aö mótstööuflatarmáliö er minna. Þetta veldur því meðal annars að þessi bíll virðist vera meö þeim allra sparneytnustu sem völ er á, megi marka tölur verksmiðjunnar. Nýlega sló Nissan Micra met í eyðslumælingum danska blaðsins Bilen og næst á eftir kom hinn nýi Daihatsu Charade og bætti enn um betur. Þeir hjá Suzuki gefa upp eyösluna 4,2 lítra á hundraöiö á 90 kílómetra hraða, (5,7 á 120 og 6,4 í bæjarakstri. Hér er því greinilega kominn enn einn súper- sparibaukurinn! Lipur í akstri Billinn er fimm gíra og nýtir vélar- afliö vel. Raunar er viðbragðið lygi- lega gott miðaö við vélarafl og þyngd: hann er 15,9 sek. upp í hundraö. Aörar viöbragöstölur, kvartmílan og þúsund metramir, benda til þess aö þetta sé aö nokkru að þakka því aö þriöji gír „endar" rétt ofan við 100 kíló- metrahraöa. Gírhlutföllunum er skynsamlega raöað, miðað viö sparneytni og vinnslu, þótt fimmti gírinn sé í hæsta lagi miöaö við íslenskar aðstæöur og lítiö sé hægt aö gera í honum strax og vegurinn er á fótinn, þyngist eöa mót- vindur er mikill. Enda þótt vélar- festingar gefi svo mikla fjöðrun, að all- ur þriggja strokka titringur hverfi og vélin næstum því „dingli” ífestingun- um finnst það alls ekki í gírskipting- unni. Hún er bæði sæmilega nákvæm, létt og stööug, þótt spólað sé á holóttum vegi. Bíllinn er léttur og prýöilega ná- kvæmur í stýri og högg eöa titringur virtust ekki koma upp í gegnum þaö á þeim stutta malarkafla sem hægt var aö aka. Ekki virtist bíllinn eiga til neina hrekki í beygjum, hæfilega „vanstýröur” og ekki hægt aö fá hann til þess aö kasta út afturendanum, þaö litla sem tækifæri gafst til þess að reyna þaö. Fjöðrunin er sportleg, stinn og ákveðin, og vart hægt aö finna aö blaðfjöðursfjöörun að aftan stæöi gormafjöðrun aö baki. Heldur virtist þessi fjöörun þó grunn og höst á ójöfnum vegi, eins og títt er um bíla í svipuöum stæröarflokki. Viö saman- burö viö Opel Corsa á sömu vegum kom í ljós aö Opelinn var með lengri og aöeins mýkri fjöörun, sem smuröi veg- inn betur út. Er Opelinn þó ekki meö neina franska f jöðrun. SA 310 virtist i meöallagi hljóðlátur og virtist hávaö- inn á möl á 70 vera í kringum 82—83 desibel. I upplýsingum verksmiðjunnar er sagt aö 18 sentímetrar séu undir lægsta punkt á SA 310. Mín mæling á tveimur bilum sýndi þó 17 sentímetra, þ.e. 16 með einum í bílnum. A Islandi verður bíllinn með auka- fjaöurblaöi aö aftan og fjöörunin er það stinn að bíllinn sígur ekki mikið niður við hleöslu. Lægst er undir púst- kerfi en bensíngeymir sýnist ekki vera í sérlegri hættu. En þetta er svo sem enginn háleggur. Það er gott aö komast aö flestu í vélarrúmi SA 310 og þetta virðist geta verið góöur bíll í umgengni. Vélarnar í litlu Súkkunni hafa reynst ákaflega vel og nýja vélin í þessum gæti því svariö sig í ættina, nógu er hún nýtískuleg. Samkeppni við „risana" Suzuki-verksmiöjurnar segja aö SA 310 sé „world car”, heimsbíll, og setja markiö hátt. Meö honum fara þær inn á nýja markaði og ráöast inn á svæði sem „risarnir” hafa ráðiö. Hér á landi á þessi bíll áreiöanlega eftir að veröa skæöur keppinautur svipaöra bíla sem eru nýkomnir á markaðinn svo sem Fiat Uno, Daihatsu Charade og Nissan Micra. Er það huggun harmi gegn, þegar lífs- kjörum og þjóöartekjum hrakar, aö úr- valið skuli aukast af aölaðandi spari- baukum á fjórum hjólum á borð við Suzuki SA310.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.