Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Palme ræddi kafbáta- málið Wð Gromyko —sem lofarað Rússarskuli viróa sænska landhelgi Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóöar, átti í gærkvöldi viðræður við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og tók af honum loforð fyrir því að landhelgi Svíþjóðar mundi virt. Olof Palme sagði á blaðamanna- fundi að Svíþjóð teldi mjög mikilvægt Sovéskur kafbátur strandaður í sænska skerjagarðinum, en Gromyko vildi þó ekki kannast við það fyrir Palme að Sovétmenn hefðu rofið sænska landhelgi með kafbáta- siglingum. að hafa fengið þetta loforð hjá fulltrúa æðstu leiötoga Kremlar. Sagðist hann hafa fært kafbátamál- ið í tal viö Gromyko og fengiö þetta svar hjá utanríkisráðherranum: „Sovétríkin virða hlutleysi Svíþjóðar og munu ekki r júfa sænska landhelgi.” I apríl síðasta vor mótmælti sænska stjómin harðlega því sem hún kallaöi kerfisbundin brot sovéska flotans á landhelgi Svíþjóðar. Moskvustjómin bar á móti öllum slíkum ásökunum. Gromyko, sem kominn er til Sví- þjóðar vegna Stokkhólmsráðstefnunn- ar sem sett verður í dag, mun ekki hafa viðurkennt í viötalinu við Palme að Sovétmenn bæru ábyrgö á kafbát- unum sem Svíar hafa orðið varir í landhelgi sinni. Framboðsefni demókrata í kappræðu í sjónvarpi Jesse Jackson hefur aukið fylgi sitt til jafns við John Glenn eftir förina til Sýrlands, þar sem hann hitti Assad forseta, þegar þessi mynd var tekin. I sjónvarpskappræðu milli átta framboðsefna demókrataflokksins i Bandaríkjunum fór Walter Mondale, fyrrum varaf orseti, með sigur af hólmi að mati meirihlutans í skoðanakönnun- um sem ABC-sjónvarpið og Washing- ton Post létu gera. Af 507 sjónvarpsáhorfendum sem spurðir voru voru 33% þeirrar skoðun- ar að Mondale hef ði komið best fyrir en 13% töldu John Glenn bestan og 12% voru á bandi Jesse Jackson, mannrétt- indafrömuðar blökkumanna. Enginn hinna fékk meira en 3%, en af þeim sem spurðir voru gátu 25% ekki gert upp hug sinn. Framboðsefnin átta hafa hvert af öðru skipst á árásum á stefnu Reagan- stjórnarinnar í innanrikis- og utanrík- ismálum en í sjónvarpseinvíginu sner- ust þau hvert gegn ööru. Þeir Mondale og Glenn skiptust á kersknisyrðum en Jackson reyndi að ganga í milli. Kappræða þessi var haldin í New Hampshire, sex vikum áöur en for- kosningarnar fara þar fram hjá demókrötum. Hennar hátign og Andrew prins fengu hækkuð launin. Hækka laun bresku konungsfjöl- skyldunnar Breska konungsfjölskyldan hefur fengið 4% hækkun launa sinna sem er ögn minna en nemur verðbólg- unni, samkvæmt því sem Nigel Law- son fjármálaráðherra skýröi breska þinginu fráígær. Embættismenn segja að þessi hækkun á lífeyri konungsfjöl- skyldmmar rétt hrökkvi til þess að hún geti haldið heföbundinni reisn. Minna hefði það ekki mátt vera öðru- vísi en aö fjölskyldan hefði neyðst til þess að minnka við sig. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 5 milljón sterlingspunda fjárveitingu til konungsfjölskyldunnar árið 1984. Fjárveitingin nam 4,8 milljónum á síðasta ári. Þetta fé gengur að mestu til heimilishalds Elizabetar drottningar sem fær þetta árið 3,85 milljónir sterlingspunda, en það er 4,8% hækkun. — Veröbólgan nemur 4,8%. Aðrir í konungsfjölskyldunni fá svipaðar hækkanir, nema Karl Bretaprins og Díana prinsessa, en ríkisarfinn hefur sjálfstæðar tekjur af Comwall-hertogadæminu. Walter Mondale, fyrrum varaforseti, þótti spjara sig best í sjónvarps- kappræðunni og er af flestum álitinn líklegasti frambjóðandi demókrata í næstu forsetakosningum. Gairy heim til Grenada Sir Eric Gairy, fyrrum forsætisráð- herra Grenada, sem dvalið hefur í út- legð í Bandarikjunum, ætlar að snúa heim til eyjarinnar á laugardaginn kemur, sem yrði þá í fyrsta sinni síðan vinstri menn byltu stjóm hans fyrir fimm árum. Formaöur sameinaða verka- mannaflokksins á Grenada segir að flokkur hans undirbúi mikils háttar viðtökur fyrir Gairy, sem áður stýrði flokknum. — Virðist sem Bandaríkja- stjórn ætli ekki að leggja neinn stein í götu Gairys fyrir heimkomuna. Gairy sagði í síðustu viku að hann hefði verið hlynntur afskiptum Banda- ríkjamanna á Grenada. Sagði hann að eftir kosningar, sem fyrirhugaðar eru á Grenada síðar á þessu ári, mundi flokkur hans f ara þess á leit við Banda- ríkin og Bretland að þau heföu eitt- hvert herlið þar í framtíðinni. Ætlar Gairy ekki að taka þátt í kosningunum, en flokkur hans, sem hefur unnið allar kosningar síðan 1950, býður fram í öllum 15 kjördæmum landsins. Útlönd Fullorðin kona á Partnerútsölunni: ERU ÞETTA EKKI GALLAÐAR BUXUR? „Aldrei reynt að halda öðru fram, fröken, segir afgreiðslumaður á PartnerútsölunnL rr Það var allt á fullu á Partnerútsöhumi er við komum þangað. Mikið úrval af lítið gölluðum buxum, ef við getum kallað það galla að tvinni sé upplitaður. En þannig er nú gæðaeftirlitið hjá strákunum hjá Partner. Ekki leið á löngu þar til ljósmyndar- inn var kominn á kaf í buxna- hlaðann og farinn að velja sér buxur. Þarna gekk fimm manna fjölskylda út og það höfðu allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Að minnsta kosti glansaði andlitið á yngsta stráknum enn eftir fjörið í barnahorninu. Hús- bóndinn raulaði lágt fyrir munni sér. Hann hafði nefni- lega getað setið og drukkið kaffi og borðað kleinur á með- an konan verslaði. Það var greinilegt á frúnni að hún þótt- ist hafa gert nokkuð góð kaup. Hún gægðist ofan í einn pokann og þuklaði á erminni á forláta peysu og tautaði eitthvað fyrir munni sér ánægð. Afgreiðslumennirnir, sem allir eru sjóarar sem demba sér í Partnerstuðið einu sinni á ári, voru á þönum í kringum viðskiptavinina og einn beljak- inn, Diddi bátsmaöur, var með málband á öxlunum og títu- prjóna út úr öðru munnvikinu. Sem sagt með töluvert mikið á hreinu. — Þetta eru gallaðar buxur, sagði fullorðin kona og benti á hnapp sem var laus á buxunum sem hún hélt á í höndunum. — Aldrei reynt aö halda öðru fram, ungfrú, svaraöi Diddi að bragði og lak af honum smjaðr- ið. Eigum við að síá af þeim X krónum? — XX krónum, svar- aði konan hvöss. — Nei, heyrðu mig nú, fröken, sagði vinurinn. — Ekki viltu að ég borgi með þeim. Það endaði með því að þau sættust á X krónur. Stebbi, sem er dagmaður í vél, var í pásu inni í barnakrók. — Sjáiði krakkar, sagði hann. — Eg get látið krónu hverfa. Börnin horfðu agndofa á þegar Stefán skaut krónunni af hand- arbakinu á sér út í vegg. — Ég skil ekkert í þessu. — Þetta hefur aldrei klikkað, sagði Stefán. — Ég skal, sagði ein stelpan og lék bragðið með krónuna fimlega. — Nú skuluð þið líta á videoið, sagöi Stefán, ég hef ekki tíma til aö leika fleiri brögð, ég gleypi sverðið ekki fyrr en síðdegis. Ljósmyndarinn var kominn út úr fatahrúgunni með ekki neitt venjulega rauðar buxur. — Flott stöff, sagði hann. Þegar við komum að afgreiðsluborð- inu sagði afgreiðslumaðurinn og gerði skyggni með höndun- um: — Hvar fannstu þessi ósköp? — Maður fær ofbirtu í augun. — Hafðu ekki áhyggjur af því, sagöi ljósmyndarinn: — Þú færð peningana, ég geng í þeim.” Nú er tækifæri fyrir borgar- búa að kynnast Partnerútsöl- unni með eigin augum því hún er opin daglega frá kl. 9 til 17 og á laugardögum frá kl. 10 til 16. Fyrir þá sem vilja athuga vöruúrval í síma þá er síminn þeirra 13919.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.