Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Luma Sovétmenn á risaeldflaug sem komið gæti þeim til Mars? Bandaríska geimskutlan mun hafa tekiö mynd af háleynilegri sovéskri eldflaug, sem talin er nógu öflug til þess að flytja menn til Mars, eftir því sem breska sjónvarpið segir. ITN-sjónvarpið sagði í gærkvöldi að þessi 88 metra langa eldflaug væri sú stórbrotnasta og öflugasta sem menn heföu hingaö til smíðað. — Hún á aö hafa sést á skotpalli i Tyuratam í Kazakhstan. Sagði í fréttum sjónvarpsins í gær- kvöldi aö John Young geimfari hefði tekið mynd af flauginni á 59. hringferö skutlunnar umhverfis jörðu í desember. Þegar tölvur höfðu stækkað myndina kom í ljós öflugasta eldflaug sem sést hefur. — Er sagt að eld- flaugin hafi til þessa verið undir feluneti til þess að dylja hana fyrir njósnaaugum gervihnatta. Segir að flauigin sé ekki alveg eins stór og Satúrnus 5-flaugin, sem flutti bandaríska geimfara til tunglsins, en kröftugri, enda gæti hún borið 180 smá- lestir. Haft er eftir bandarísku geim- ferðastofnuninni að eldflaugin — manna á milli kölluö ,,G-farartækið” — kunni að verða notuð til þess að flytja 12 manna geimstöð út í geiminn eða menn til Mars. — Sagt er aö drög að smíði þessarar flaugar hafi verið lögð fyrir 20 árum en hin mesta leynd ríktumhana. Breska sjónvarpiö segir að ýmis óhöpp hafi orðið til að seinka smíði flaugarinnar. Ariö 1969 hafi hún sprungið þegar sett var á hana elds- neyti og 1971 hafi hún komist í 12 kíló- metra hæð en þá hrist í sundur. Upphaflega hafi eldflauginni verið ætlað að sigra í kapphlaupinu við Bandaríkjamenn til tunglsins. HershöfðingjadeilaníV-Þýskalandi: Var tvffaranum teflt fram til að rugla málið? Glistrup hefur kært yfirvaldið fyrir landráð. Glistrup laus í bili Mogens Glistrup var í gær látinn laus úr fangelsinu og hélt nánast beint þaöan á þingflokksfund hjá Framfara- flokknum í Kristjánsborgarhöll. Glistrup hefur formlega kært fangelsisstjórnina og dómsmála- McCartney og Linda lumuðu á maríjúana, sem fannst hjá þeim. Paulbítilltekinn meö maríjúana Bitillinn Paul McCartney og kona hans Linda voru sektuö um 100 doil- ara á Barbadoseyjum fyrir aö hafa haft maríjúana í fórum sínum. — Bítlahjónin eru ásamt börnum þeirra, James og Stellu, í orlofi á vesturhluta Barbadoseyja. — Lögreglan gerði húsieit í fyrra- dag á heimilinu þar sem þau dvelja og fann þar lítilræði af maríjúana sem hald var lagt á en Paul og Linda gengust strax við því að eiga þaö. ráðherrann fyrir landráð, þar sem þeir hafi haldið kjörnum þingfulltrúa í fangelsi sem sé bannaö samkvæmt stjórnarskránni. Danska þingið kemur saman 25. janúar og er búist við því að eitt fyrsta verk þess verði að svipta Glistrup þingheigi svo að hann verði að halda, áfram að afpiána fangelsisdóminn sem hann fékk fyrir skattsvik. Deilan um afsögn Giinter Kiesslmg hershöfðingja hjá NATO er nú komin í nýja flækju eftir getgátur um að teflt hafi verið fram tvífara hers- höföingjans til þess aö rugla þýsku leyniþjónustuna í ríminu. Varnarmálaráðuneyti V-Þýska- lands neitar því alfariö að hugsanlega . hafi verið farið mannavillt á hers- höfðingjanum og dáta einum nauöa- líkum honum, sem fannst fyrir nokkrum dögum og hefur verið í yfir- heyrslu. Segist ráðuneytiö hafa sannanir fyrir því aö hershöföinginn hafi verið tíöur gestur á kynvillinga- krám í Köin. Kiessling hershöfðingja var fyrir- varalaust vikið á eftirlaun, þar sem hugsanlegt þótti að öryggi NATO væri hætt meðan næstæðstráðandi herafla NATO hefði eitthvað það að dylja sem óprúttnir aðilar gætu notað til þess að kúga út úr honum leyndarmál. Hershöföinginn hefur þvertekið fyrir það aö eiga nokkur tengsl eða mök við kynvillinga og undirbýr núna að höfða meiðyrðamál gegn varnar- málaráðherranum. Wömer varnarmálaráöherra segir að lögreglan hafi nú greitt úr tvífara- flækjunni og hrundið þeirri kenningu aö villst hafi verið á mönnum. Lét ráðherrann svo ummælt að einhver hefði teflt fram dátanum eftir á en að hann eftirléti það lögreglunni aö finna út hver þaö hefði gert og í hvaða tilgangi. Hann sagði að hershöfðinginn lægi ekki undir neinni ákæru um laga- brot né vofði yfir honum nein tyftun. Ráðherrann sagðist ekki eiga neinna annarra kosta völ en vík ja hers- höfðingjanum frá af öryggisástæðum og mundi gera eins í dag og fyrir ein- um mánuði. MESTIUSTAVERKAÞJÓFN- AÐUR SÖGUNNAR UPPLÝSTUR Ungversk yfirvöld tilkynna aö fund- ist hafi aftur ómetanlegt listaverk eftir meistarann Rafael en því var stolið í Búdapest í nóvember í vetur. Tveir Ungverjar munu hafa játaö hlutdeildí þjófnaöinum. Yfirvöld gruna auðugan grískan iðjuhöld um að vera heilinn á bak við þjófnað á sjö málverkum sem hurfu úr listasafninu í Búdapest í nóvember. Samvinna er hafin við grísku lögregl- una um aö ná aftur hinum málverkun- um sex sem talið er að hafi verið flutt til Grikklands. — Þar á meöal er „Esterhazy-madonnan” eftir Rafael. Hin Rafael-myndin er „Portrett af ungum manni”, en hún fannst grafin í jörð og þó óskemmd í úthverfi Búda- pest fyrir tilvísun Ungverjanna tveggja. I Róm hafa þrír Italir verið hand- teknir grunaðir um hlutdeild í lista- verkaþjófnaðinum eftir ábendingu Interpol. Þetta er talinn mesti listaverka- þjófnaður sögunnar. „Portrett af ungum m£umi” mun hafa verið skilið eftir í Ungverjalandi til tryggingar greiðslum á hlut Ung- verjanna tveggja í þýfinu. Mannæturnar reyndu að flýja fangelsið Þrír félagar í bófaflokki, sem sakaður var um mannát, voru skotnir þegar þeir reyndu að strjúka úr fang- elsi á Filippseyjum um helgina. Vopnaðir ísöxum höfðu þeir ráöist á fangaverði, yfirbugað þá og reynt aö komast út um fangelsishliðið þegar það var opnað á heimsóknartíma. Allir voru þeir úr „skólausa genginu” svokallaða, sem lögreglan smalaði saman í fyrra, en sá bófa- flokkur hafði að minnsta kosti 20 mannslíf á samviskunni og hafði ráðiö lögum og lofum í fjalllendinu í Cebu- héraði. Nokkur fórnardýr bófanna höfðu verið hálshöggvin og fláð af þeim skinnið og virtist sem í einhverjum tilvikum heföu fómardýrin verið étin í eins konar inntökuathöfn fyrir nýja meðlimi í f lokkinn. Foringi þessara bófa, Solomon Languita, fyrirfór sér í fangaklefa sín- um í síðasta mánuöi — að sögn lög- reglunnar á Filippseyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.