Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Frjálst.óháð dagblað Útgáhjfélag: FRJÁLS FJÖLMIDLÚN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgátustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rrtstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI Sééll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsta, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27 022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblaö25 kr. Vegiö að láglaunafólki Neyð vofir yfir hjá hinum lakast settu. Kjaraskerðingin hefur staöiö svo lengi, að þetta fólk kemst ekki lengur af. Vonir hafa verið bundnar við, að um þessar mundir kæmi til kauphækkun, sem hinir lægstlaunuðu nytu sérstak- lega. Þessar vonir eru að bregðast. Verkalýðshreyfingin virðist enn einu sinni ætla að svíkja láglaunafólkið. Tekjuháir hópar reiða til höggs. Hangandi hendi bar verkalýösforystan í nóvember fram tillögur um sér- stakar kjarabætur til handa hinum tekjulægstu. Þeim til- mælum var hafnað. Atvinnurekendur og stjórnvöld töldu ekki grundvöll fyrir skammtímasamninga. Nú er farið að ræða kjarasamninga til lengri tíma. En hvaö gerist þá í verkalýöshreyfingunni ? Starfsfólk í álverinu hefur einhver hæstu laun launþega í landinu. Þeim er nú ætlað að brjóta á bak aftur hug- myndir um, að láglaunafólkið fái mestar kjarabæturnar. Þessi hálaunahópur heimtar 40 prósent kauphækkun. Straumsvíkurmenn vitna til þess, að Svisslendingar í Alusuisse hafi meira fé en íslenzkir atvinnurekendur. En auðvitað kemur ekki til álita aö skipta launþegum lands- ins þannig, að annars vegar sé forréttindastétt, sem vinn- ur hjá útlendingum, hins vegar láglaunafólk, sem vinnur hjá innlendum atvinnurekendum. Enda sagöi Hallgrímur Pétursson, formaöur Hlífar, í viðtali í DV í gær: „Ég tel ekki óeölilegt, að þessi krafa komi fram á almennum vinnumarkaði.” Níu verkalýðsfélög standa líka að verk- fallsboðun í álverinu hinn 27. þessa mánaðar til að undir- strika kröfur Straumsvíkurmanna. Þetta sýnir, að hinir hærra Hunuöu í verkalýðshreyf- ingunni hafa vegiö að láglaunafólkinu. Þeir vísa á bug hugmyndum um, að hinir lægstlaunuðu fái obbann af þeim kauphækkunum, sem verða, og heimta í staðinn miklu meira en hámark þess, sem hugsanlegt er. Allir vita, að nú er ekki svigrúm til verulegra kjarabóta fyrir launþega almennt. Þjóðarbúiö stendur einfaldlega ekki undir því. Búast má við, að framleiðsla þjóðarinnar minnki í ár um 4—6 prósent. Halli á viðskiptum við útlönd kann í ár að verða 2,5 prósent af framleiðslunni. Almenn- ar kauphækkanir að einhverju marki þýða því auövitað gengisfellingu og vaxandi viðskiptahalla og skuldasöfnun við útlönd. Þær mundu þýða nýja óðaverðbólgu. Verkalýðsforingar, sem láta sig hag láglaunafólksins einhverju varða, tala nú opinberlega um svik foryst- unnar. Það á að skilja láglaunafólkið eftir og nota Straumsvíkurmenn til að brjóta niður tilraunir til að bæta hag þess. Tveir forystumenn láglaunafólksins lögðu til í Morgun- blaðsviötali um helgina, að reynt yrði að tryggja hag hinna tekjulægstu meö sérstökum greiðslum af almanna- tryggingum, því að aðrar leiðir væru ekki færar. Neikvæöur tekjuskattur yrði hentugri til þess en tryggingabætur. Með því er átt við, að hinir tekjulægstu fengju á grundvelli framtala greiðslur frá hinu opinbera. Ölíkt atlögu starfsmanna álversins með fulltingi níu verkalýðsfélaga hefur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sett fram rökstuddar kjarakröfur, sem miða sér- staklega að því að bæta hag hinna tekjulægstu. Hugsanlega mætti á grundvelli þeirra krafna finna lausn, sem styddi hina lægstlaunuðu án þess að valda kollsteypu í efnahagsmálum. Haukur Helgason. „Það sem ég vil að menn átti sig á er að islendingar þurfa að þróa eigin fiskræktaraðferðir sem henta þeim aðstæðum sem hér eru. " STEFNUMÖRKUN ÍFISKELDI Fiskeldisaðferö er í fæstum tilfell- um uppskrift sem hægt er að flytja á milli landa og nýta óbreytta. Til dæmis eru ólikar aöstæöur fyrir fiskirækt hér á landi og í Noregi. Stærsti alhliða mismunurinn liggur í aö þar ganga fjöll í sjó fram með snöggdýpkandi fjörum og mikið af skjólgóöum fjörð- um og sjó, sem ekki verður of kaldur viö yfirborð á vetrum. Hér viö land eru þessar aöstæður vandfundnar allar á sama stað. Þar sem sjávarhiti er nægur er venjulega hægt dýpkandi sandfjara og lítið skjól. Þó að þeir hafi þetta fram yfir okkur þá höfum við ýmislegt fram yfir þá. Nægir í því sambandi að nefna hitaork- una, sem býöur upp á óhemju mögu- leika. Og margt fleira má nefna. Þaö sem ég vil að menn átti sig á er aö Islendingar þurfa að þróa eigin fiskiræktaraöferöir, sem henta þeim aöstæðum sem hér eru. Þó að Norömenn séu nú farnir að rækta um 20 þús. tonn af laxi á ári áttu þeir sína erfiðu aðlögunartíma h'ka. Þetta er vel fimmtíu ára saga, sem ein- kennist framan af af bash og erfiöleik- um fárra einstakhnga, sem lengi unnu að því óstuddir aö sanna fyrir sam- félaginu aö ala mætti upp lax á arö- bæran hátt. Þegar það var gert tóku stjórnvöld loks viö sér og settu lög, sem mörkuðu ákveðna stefnu í máhnu, hin svoköUuöu leyfislög (konsesjons- loven). Þá fyrst fór þessi atvinnu- vegur aö blómstra. Stefnumörkunin byggist í grófum dráttum á því að nefnd fræðimanna meðhöndlar aUar umsóknir um stofnun eldisstöðva. Þessar umsóknir veröa að innihalda nákvæmar mælingar og staðarlýsing- ar, auk þess sem þeim verður aö fylgja fjárhags- og rekstraráætlun til 5 ára. Markaðshorfur ráöa mestu um hve margar umsóknir fá jákvæða meö- höndlun. En þeir sem fá að byrja ganga sjálfkrafa inn í fjárhagsstuön- ingskerfi tU 5 ára og eru þannig studdir yfir erfiðasta hjaUann. Nú er svo komið í Noregi að sem arðbærasta atvinnugrein, aðoUuiðnað- inum undanskildum, kemur fiskeldi meö næsthæstu útflutningsnettótekjur. Við Islendingar hins vegar stundum rányrkju á flestum fiskistofnum og ræð- um stóriöjuframkvæmdir á borð viö ál- ver, en látum svo að seg ja ónýtta þessa arðvænlegu möguleika á margs konar fiskirækt. Nú er mál til komið að íslensk stjórnvöld marki stefnu í fisk- ræktarmálum. Að mínu áUti mætti í því sambandi hafa norsku leyfislögin til hUösjónar. Þess má geta að íslenskir fiskeldis- aöilar eru flestir í þeirri aðstöðu, þrátt fjrir arðvænlegt útíit, að þeir hafa veð- sett aUar sínar eigur fyrir stuttum, vaxtaháum bankalánum. Þeir eyða margir miklum tíma í að ganga á milli banka til aö láta enda ná saman í fjármögnum fyrirtækisins. Þetta leiöir til að hinni hagkvæmu rekstrarein- ingu, sem áætluö var, er hafnað vegna GUÐMUNDUR V. STEFANSSON STUNDAR NÁM í FISKIFRÆÐI MEÐ FISKELDI AÐ SÉRGREIN VID HÁSKÓLANNÍBERGEN. fjárskorts. Sú leiö sem menn gjarnan eygja í þessum byrjunarerfiðleikum er aö fá fjársterkan, erlendan aðUa inn í fyrirtækiö. Mörgum finnst þetta slæm- ur kostur og vildu gjarnan eiga um annaöaðvelja. IMýting fiskislógs og botnkvíaeldi Við þróun íslenskra fiskú-æktarað- ferða kemur vissulega fleira til greina en laxeldi. Ein af þeim aöferðum sem þarf að fullreyna hér er botnkvíaeldi með lúðu eöa þorsk og nota fiskislóg tU fóðurs. Það veltur fyrst og fremst á hitastigi sjávar hvort sUkt eldi er mögulegt eða ekki. Eg tek það fram aö ekki er hægt að styðjast við mælingar sem geröar eru við yfirborö sjávar, heldur verður aö mæla við þann botn sem til greina kemur (helst að hafa samanburö á fleiri stöðum). Þaö er mikilvægt að mæUngar fari fram helst daglega, að minnsta kosti yfir köldustu vetrarmánuöina. Blóö fisksins hefur um það bU 10 0/00 seltu og frýs þar af leiðandi kringum - 1°C, þannig að ef hitastig sjávar fer niður fyrir 0°C er vafasamt aötakaáhættuna. Kvíarnar má staðsetja nálægt botni eða viö botn á 10—20 m dýpi og losna þannig við áhrif veöurs, ölduhæðar og ísregns. Reynslan hefur sýnt að hita- stig er oft hærra á þessu dýpi aö vetrarlagi en viö yfirborðið. IMýting fiskislógs I Noregi er komrn reynsla á aö nota má fiskislóg óbreytt eða 'Utilsháttar vítamínbætt til fóöurs fyrir þorsk, og geri ég ráð fyrir að sama gildi um lúöu. Einnig er um þaö bU tveggja ára reynsla komin á að nýta fiskislóg tU laxeldis. Er það gert á tiltölulega auð- veldan hátt. Slógtanki er komið fyrir í fiskiskipunum, slógiö rennur þá í tank- inn í staðinn fyrir í sjóinn án nokkurrar aukavinnu fyrir sjómennina. Viö fisk- móttökustöövarnar er komiö fyrir stórumtanki, þar sem slógið er látið fara í upplausn og aðskilst þá í fljót- andi fitu, sem er léttari og flýtur ofan á, og í fljótandi eggjahvítuefni (prótern), sem er þyngra. Meö hita- meöhöndlun má breyta þessu í þurr- efni, ef þörf er á. Síðan er þetta notað blandað saman við aöra fóöurtegundir tUaðfóðralax. Eins og fyrr segir gæti hentað okkar íslensku aðstæðum að ala lúðu í botn- kvíum, þar sem uppistaöa fóðursins er slóg. Mætti aö öllum líkindum nota svipaö slógsöfnunarkerfi og Norð- menn gera. Þjóðhagsleg nýting Islendingar veiddu í kringum 700 þús. tonn af fiski, sem gefur af sér slóg, á árinu sem var aö líða. TU aö fyrir- byggja misskilning þá meina ég með orðinu slóg aUt þaö affiskinum, sem ekki er nýtt, innyfli, lifur, beingarða, haus, roðo.s.frv. Við saltfiskverkun, þar sem haus og lifur er nýtt, er slógið í kringum 15%. En við flökunarvinnslu, þar sem haus og lifur eru ekki nýtt, er mögulegur úr- gangur u.þ.b. 60% miöaö við þorsk. Eg gef mér þaö sem forsendu að þetta sé aö meðaltali 25%. Islendingar hentu þá á síðastUönu ári um 175 þús. tonnum af slógi. Gefum okkur aö þaö aUt hefði veriö nýtt til lúðueldis og að fóður- faktorinn hefði verið 5 (5 kg slóg verður 1 kg lúða). Mundum við þá auka aflaverömæti um 35 þús. tonn. Utflutningsverð á lúðu er venjulega yfir 100 kr. pr. kg og vinnslunýting 50%, eða 17.500 tonn lúða fullunnin, eða aflaverðmætiö mundi aukast um 1,75 mUljarðkr. Aðferö sem hugsanlega hentar útgerð DalvUringar og Olafsfirðingar veiddu u.þ.b. 12 þús. tonn af botnfiski hvorir um sig, eða það fellur til um 3 þús. tonn af slógi hjá hvorum. Eftir sömu forsendum og áður heföu þessir aðUar geta aukiö aflaverðmæti um 30 millj. kr. á síðasta ári. • „Þess má geta aö íslenskír fiskeldisaðilar eru flestir í þeirri aðstöðu, þrátt fyrir arðvænlegt útlit, að þeir hafa veðsett allar sínar eigur fyrir stuttum, vaxtaháum bankalánum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.