Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 21 óttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir í landsleik gegn V-Þjóðverjum. Sieurður kemur frá V-Þvskalandi — til að taka þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir landsleikina gegn Norðmönnum — Þorbergur Aðalsteinsson kemur frá Eyjum um helgina Sigurður Sveinsson — vinstrihandar- skytta í handknattleik sem leikur með v-þýska félaginu Lemgo, kemur til landsins til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir þrjá lands- leiki gegn Norðmönnum 27.-29. janúar. Þeir Alfreð Gíslason og Bjarni Guðmundsson gátu ekki fengið sig lausa til að leika með gegn Norð- mnnnnm. Þorbergur Aðalsteinsson kemur um næstu helgi frá Vestmannaeyjum og mun hann taka þátt í undirbúningi landsliðsins. Það er tuttugu manna landsliöshópur sem tekur þátt í undir- búningnum fyrir landsleikina gegn Norðmönnum og kemur landsliðs- hópurinn saman á fimmtudaginn. Landsliðshópurinn er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Valur Jens Einarsson, KR Brynjar Kvaran, Stjarnan Ellert Vigfússon, Víkingur. Aðrlr leikmenn: Sigurður Sveinsson, Lemgo ÞorbergurAðalsteinsson, Þór Sigurður Gunnarsson, Víkingur Atli Hilmarsson, FH Guömundur Guðmundsson, Víkingur Páll Olafsson, Þróttur Jóhannes Stefánsson, KR Sigurður S veinsson—leikmaðurinn skotharði. Þorgils Ottar Mathiesen, FH Steinar Birgisson, Víkingur Kristján Arason, FH Þorbjörn Jensson, Valur Steindór Gunnarsson, Valur Sigurjón Sigurösson, Haukar Guðmundur Albertsson, KR Hilmar Sigurgíslason, Víkingur Jakob Sigurðsson, Valur. Landsliðshópurinn mun æfa einu sinni á dag undir stjórn Bogdan lands- liðsþjálfara, en tvisvar á dag um helgina. -SOS. VIUA GSBANN” ipnina íMexikó Alvin Martin — er nú á sjúkrahúsi með sex brotin rif. Martin og Whitton meiðast íbifreiðarslysi Tveir af bestu lcikmönnum West Ham — enski landsliðsmiðvörðurinn Alvin Martln og sóknarleikmaðurinn Steve Whitton, slösuðust iila í bifreiðaslysi á laugardag- inn eftir að þeir höfðu leikið með West Ham i Birmingham. Þcssir snjöllu leik- menn verða frá keppni í sex vikur vegna meiðslanna sem þeir hlutu í slysinu. Þetta er gífurlegt áfall fyrir West Ham og er stutt síöan að enski landsliðsmaður- inn Alan Devonshire meiddist og var skor- inn upp. Hann verður frá keppni í tvo mán- uöi. Mikið er um meiðsli hjá Lundúnarlið- inu — spurning um hvort að félagið geti stillt upp keppnisliði gegn WBA á laugar- daginn. -SOS Gladsaxe í undanúrslit — en Helsingör er úr leik Frá Gunnlaugi A. Jónssynl, fréttamanni DV í Sviþjóð. Danska féiagið Gladsaxe HG tryggði sér rétt i undanúrslit IHF-keppninnar í hand- knattleik á sunnudag þegar það lék síðari leikinn við Bern frá Sviss. Lelkið var í Bcrn og hcimaliðið sigraði 29—24 en það nægði skammt. Danir slgruðu í fyrri leiknum 23—14 og komust því áfram á samanlagðri markatölu, 47—43. Danski landsliðsmaðurinn Morten Stig Christen- sen skoraði sex mörk í leiknum þó hann væri tekinn úr umferð allan tímann. Hjá Bern var Schiesser markhæstur með 8 mörk. • Hins vegar féll Helsingör út í Evrópu- keppni bikarhafa. Lék við bikarmeistara Ungverjalands, Volan Szeged, og tapaði með tiu marka mun í Ungverjalandi, 31— 21. Helsingör vann fyrri leikinn 25—23 og Ungverjar því samanlagt 54—48. Helsing- ör misnotaði fimm vítaköst í leiknum í Ungverjalandi á sunnudag. Ben Tilgreen var markhæstur hjá danska liöinu með átta mörk. I^ele skoraöi einnig átta mörk fyrirVolanSzeged. GAJ/hsím. Nene tryggði Benfica sigur yfir Sporting Elnvigi Benfica og Porto heidur áfram í Portúgal. Benflca lagði erkifjendurnar Sporting að veili i Lissabon og sáu 80 þús. áhorfendur nágraunaliðin mætast. Það var Nene scm skoraði sigurmark Benfica úr vitaspymu — skoraði örugglega fram hjá ungverska markvcrðinum Katzirz sem hafði áður í leiknum varið vítaspyrau frá Diamantino. Vítaspyrnan var dæmd á Sporting fjórum min. fyrir leikslok. Þá átti danski leikmaðurinn Michael Manniche skot í stöngina á marki Sporting og þaðan hrökk knötturinn tii Nene, sem skaut þrumuskoti að marki. Vamarleikmaðurinn Mario Jorge varði skotið með hendi. Þess má geta að welski landsliðsmaöur- inn Mike Walsh, sem leikur með Porto, hefur verið skorinn upp við meiðslum í hné og verður frá keppni i fjórar vikur. Porto vann öruggan sigur 4—0 yfir Boa- vista. Benfica er með 27 stig eftir fjórtán umferðir og Porto kemur næst með 25 stig. Sporting er í þriðja sæti með 18 stig. -sos Gordon Strachan. Litli rauðhærði Skotlnn hjá Aber- deen, Gordon Strachan, er nú einn eftirsóttasti leikmaðurinn á Bretlands- eyjum. Ensk, itölsk, spönsk og v-þýsk félög hafa mikinn hug á að fá Strachan til sin, en hann er mjög snjall miðvall- arspilari. Þau félög sem hafa verið nefnd, eru: Arsenal, Tottenham, Newcastle, Manchester United, 1. FC Köln, Fiorentina og Real Madrid. — ,,Eg hugsa ekkert um önnur félög fyrr en samningur minn við Aberdeen er runninn út í vor,” segir Strachan og i hann vill ekkert tala um félagaskipti Zoco, Udinese Edinho, Udinese Joao Batista, Lazio Eloi, Genoa Juary dos Santos, Ascoii Jose Dirceau, Napolí. Þetta eru allt lelkmenn sem hafa klæðst landsliðspeysu Brasilíu. -SOS. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Tvær raðir með 12 rétta Tvær raðir með 12 rétta komu fram í 19. leikviku Getrauna og var vinningur iyrir hvora röð kr. 190.910,- og 90 raðir komu fram með 11 rétta og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.809,- Markvörður Barcelone rekinn af leikvelli — Tvö mörk Diego Maradona dugði Barcelona ekki til sigurs gegn Osasuna Barcelona fékk heidur betur skell þegar félagið mætti Osasuna. Tvö mörk frá Diego Maradona úr víta- spyraum dugðu ekkl því að leikmenn Osasuna skoruðu fjögur mörk og unnu 4—2. Barcelona náðl sér aldrei á strik i leiknum og virtust stjörauleik- mennirnir Berad Schuster frá V- Þýskalandi og Maradona vera þreyttir. Markvörður Barcelona, Janier Urruticeoechea, og fyrirliði Osasuna, Jose Etxeberria, voru reknir af leik- velli á 54. mín., eftir að þeir höfðu lent saman og látið hnefana tala. Cesar Luis Menotti, þjálfari Barcelona, þurfti þá að taka miðherjann Esteban Vigo út af til að varamarkvöröurinn Pedro Artola gæti komist inn á og varið í markið. • Atletico Bilbao heldur forustu sinni á Spáni — félagið lagði Real Zaragkza að velli 1—8 með marki Endika Guarotxena sem hann skoraöi eftir aðeins 60 sek. Real Madrid vann sigur (1—0) yfir Malaga. Það var gamli lands- liöskappinn Juanito sem skoraöi sigur- markið úr vítaspyrnu. Bilbao er með 28 stig eftir 19 um- ferðir, Real Madrid 27, Barcelona og Atletico Madrid 23. -sos. - allt bendir til að hann fari til 1. FC Köln eins og málin standa. Það er taliö líklegt að Strachan haldi til V-Þýskalands og þá til 1. FC Köln sem er tiibúiö að greiða 750 þús. sterlingspund fyrir hann. Þá hafa for- ráöamenn Fiorentina frá Italíu rætt við Alex Ferguson, framkvæmda- stjóra AberdeenumStrachan. -sos. Jafntefli íKalkútta Ungverjar og Rúmenar gerðu jafntefli í alþjóðlegu knattspyrnumóti — Nehru Gold Cup, sem fer fram þessa daga í Kaikútta I Indlandi. Það var Laszlo Kiss sem tryggði Ungverjum jafntefli í gærkvöldi með marki aðeins þremur min. fyrir leikslok. riVÍcEnroe ] ! sigraði ! Bandaríkjamaðurinn skapstórl, | I John McEnroe, varð sigurvegari í ■ I grand-prix tenniskeppninni í New I IYork á sunnudag. Vann auðveldan I sigur á Tékkanum Ivan Lendl í úr- ■ I slitaleiknum 6—2, 6—4 og 6—4.1 * Verðlaun í keppninni námu 400 þús- J | und doilurum. Eftlr þennan sigur | * McEnroe vora allar líkur taldar á ■ I að hann yrði valinn besti tennis-1 ■ leikari heims en það val stendur nú | “ fyrir dyrum. hsím ■ Strachan er eftirsóttur þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.