Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 13 FÁEIN ORD UM BARNAVINI Fyrr í vetur, á einhverri ýlisóttu heimsmálanna, gjöröi ég athuga- semd viö það hér í blaðinu, að ég teldi að Islendingar ættu ekki neina samleið meö Svíum í hermálum, en þá stundina lögðu þeir mikiö kapp á svonefnda frystingu kjarnorku- vopna, sem liggja víst undir skemmdum. Ennfremur hafði ég tortryggt sænskt kjamorkulaust belti á Noröurlöndum. Taldi ekki ástæðu til að lýsa yfir að engin kjam- orkuvopn væru á stöðum þar sem all- ir vissu að þau voru ekki fyrir. Og al- menningsálit var aukinheldur and- snúið öllu sprengiefni. Ekki var þá vitað um önnur kjarn- orkuvopn á Norðurlöndum en um borð i strönduðum rússneskum kaf- báti í Svíþjóð er fyrir elli sakir hafði ráfaö af leiö. Og áriö 1970 höföu rússneskar flutningavélar með lok- aðar farmskrár tekið eldsneyti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Kúbu. En svoleiðis vélar nefna farma sína oft heftiplástur eða hjúkmnarvörur fremur en vopn, samanber h'býsku þoturnar sem kyrrsettar vom á dögunum í Brasihu, en þær vom þá í „sjúkra- flugi” til S-Ameríku. Ástæöumar er ég gaf voru meðal annars þær, aö Svíar væru miklir vopnaframleiðendur og vopnasalar, og þótt við eigum að sjálfsögðu mikil og vinaleg samskipti við þá á öörum sviðum, ber okkur aö hliðra okkur sem mest frá sænskum hergögnum og markaösmálmum sænska her- gagnaiðnaðarins. I raun og veru er annars fremur Utlu við þetta að bæta, öðm en því, aö •^ég hef í einkasamtölum orðið tals- vert var við aö menn efuðust um að ég færi með rétt mál, þó það væri að vísu viðurkennt að sænski herinn væri öflugur og að vopn væru smíðuö í Svíþjóð. Hitt væri meira virði, að Svíar væru þó aö reyna aö snúa heims- myndinni til betri vegar, og því gæti það veriö hættulegt að gera þá tor- tryggilega í hópi friðelskandiþjóða. Tindátinn bannaður Maðurinn í bankanum gekk meira að segja svo langt að saka mig um Svíahatur, sem er víst sérstök list- grein, og hann varð dapurlegur 6 svipinn eins og hann væri að leika i sænskri kvikmynd. Hann benti mér á, að Svíar hefðu þó dregið úr vlg- búnaði á bamaheimilum, meö þvi aö banna með lögum tindátana og önn- ur stríðsleikföng, sem flæddu inn á jólamarkaðinn ár eftir ár hjá þjóö- um, sem segðust elska friðinn. Jájþettaerrétt. Maðuráaömeta alla viðleitni til þess að laga heiminn, sem einmitt þessa dagana er eitt- hvað svo vonlaus, að jafnvel Suður- landsvegurinn, eða þjóðvegur númer eitt, minnir á ástandið á austurvíg- stöðvunum, eftir að orrustan um Stalingrad var töpuð, því stríðið fraus í hinum rússneska vetri. Yfir- gefin ökutækin í vegkantinum minntu á þessa tíð, sem svo margir viröast nú því miöur vera byrjaðir að gleyma, þrátt fyrir aö byrjað hafi verið að afvopna böm í leikfanga- búðum í Svíþjóð fyrir áratug eða meira. En hvað sem því öllu líður, þá fæ ég nú ekki séð, að heimsfriöurinn hafi hvílt alveg sérstaklega á herð- um Svía, og þar sem ég vil hvorki vera sakaður um aö blanda saman menningarþáttum, ellegar tengjast neinum ofsóknum, þá tel ég rétt að greina ofurlítiö betur frá sænska her- gagnaiðnaðinum, sem blómstrar nú, aö því er virðist, með hinni mestu prýöi, þótt leikfangadeildin hafi ver- ið afvopnuö og stofnaö sé til mikilla hugsjóna í heimspressunni um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd, frystingu kjarnavopna, eða hvað þau nú annars heita heimsfriðarmálin sænsku, það er að segja þau sem bar- 1 ist er fyrir opinberlega. Samkvæmt því sem ég les í Snall- póslinum sænska, eða Sydsvenska Dagblaðið, þá hefur síðan árið 1950 komið 107 sinnum til styr jaldarátaka í heiminum. Sænska ríkisstjómin hafði heimilað hergagnasölu til beggja hinna stríðandi aðila, eða annars aðilans í 63 þessara styrj- alda, ef miöað er viö seinustu tvö ár- in, áöur en styr jaldir þessar brutust út. I 39 tilfellum héldu Svíar áfram hergagnasölunni eftir að stríö hafði brotist út, hefur blaöið eftir heim- ildarmanni sínum, Henrik Westsand- Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR er, sem er formaöur í sænsku friðar- félagi, sem m.a. hefur fengið nóg af hræsni yfirvalda og „hertum regl- um” í sænskum vopnaútflutningi. Og í sex tilfellum hafa Svíar selt vopn til beggja stríðsaðila meðan styrjaldarátökin stóðu yfir, að sögn Westsander. Bisnesslega séð er þetta að vísu dálitiö vel gert hjá Svíum, og minni ég hér einnig á að sænsk hergögn eru nú seld bæði til Irans og Iraks, þótt forsætisráðherra Svíþjóðar sé for- maður friðarumleitana milli þessara landa, tilnefndur af Sameinuðu þjóð- unum, sem líklega er ekki minna af- rek. Þá tilgreinir Westsander 16 lönd, sem nú fá keypt sænsk vopn, þótt þau uppfylli alls ekki reglur sænskra yfirvalda um þjóðir, sem trúandi er fyrir vopnum. Harðlegast átelur hann mikinn vopnaútflutning Svía til Indónesíu á síöasta ári, en þar hafa t.d. um 200 þúsund manns fallið í átökum á Austur-Timor, eöa viölíka margir og allir Islendingar, en þetta er lítil eyja, þar sem ófriður geisar og þján- ingin breytist í hagvöxt íSvíþjóö. Óhamingjan atvinnugrein Þaö kann að vera Svíum til nokk- urrar vorkunnar, að hergagnafram- leiðsla er gömul atvinna í Svíaríki. I frétt, sem lesin var í útvarpinu fyrir nokkru, var sagt frá nýlegri skýrslu, sem m.a. fjallar um að í a.m.k. 30 tilfellum hafi sænsk lög um vopnaútflutning verið brotin gróf- lega nýverið og útvarpiö greindi frá mannréttindabrotum. Ástæöan fyrir þessu er að sjálf- sögöu ekki hernaðarlegs eðlis, held- ur er þarna verið að græða peninga á hörmungum. Þannig veittu 13 stærstu vopnaverksmiðjur eða her- gagnaverksmiöjur í Svíþjóö 40.000 manns vinnu árið 1983 að sögn út- varpsins, og er þá ekki talinn blóm- legur hliöariðnaður, sem bókstaflega á allt sitt hka undir dauðanum, eða hergögnunum, þótt að nafninu til framleiði menn þar ekki hergögn. Er þar átt við stáhðnað og vélaiönaö, sem tengist hergagnaiönaðinum hkt og samsölubrauöið tengist mjólkur- iönaöinumogfjósinuálslandi. Þrátt fyrir þetta, fara þó aðeins 40% af vopnaframleiöslu Svía til útflutnings og þykja Svíar því vera góðir í bók- haldihka. Nú kann svo að virðast sem hér sé verið að hlutast til um sænsk innan- ríkismál, það sé einkamál sænsku þjóðarinnar, ef hún vih brauðfæða sig á þjáningu heimsins. Og það skal fúslega viðurkennt, að þetta er á vissan máta einkamál Svía. En þar sem stöðugt er verið aö reyna aö fá Islendinga til þess að vinna sem sviðsmenn í sænska friðarleikhús- inu, þá verður ekki hjá því komist aö spyrna við fótum. Þessutan eru sterk tengsl á öUum sviöum mUU Norðuriandanna og þau í einlægu samfloti á kjaftaþingum og ráðstefn- um um allan heim. Á þau er oft Utið sem heUd, og því varðar það íslenska æru beint aö taka þátt í sænskum heimsfriði. Trúnaðarmenn í hundrað skólum En þrátt fyrir dapurlegan sviðs- búnaö og allan þann óhugnað, sem styrjöldum fylgir, þá miöar Islandi nokkuð á öðrum sviðum friðarbar- áttunnar. Miklar og almennar friðargöngur hafa farið fram og lokaátak er nú í söfnun E1 Salvador nefndarinnar, aö því er ÞjóðvUjinn segirfránúí vikunni. Þarstendur: „Frá því fyrir jól hefur E1 Salva- dor-nefndin á Islandi staðið fyrir fjársöfnun til skólabama á frelsuðu |svæðunum í E1 Salvador. Jólagjöf til Ibama í E1 Salvador. Þaö sem safnast irennur óskipt til kaupa á kennslugögnum. Kennarasamband Islands og Hið íslenska kennarafélag standa aö mestu undir kostnaði vegna söfnunarinnar, kosta m.a. út- gáfu htils bækhngs um frelsuðu svæðin og lestrarherferð kennara- sambandsElSalvadorþar. Andviröi bækhngsins rennur hka óskipt í söfn- unina. Söfnunarbaukar og bækhng- ar voru sendir trúnaðarmönnum í hundi'að skólum um aUt land.” Svo enn sannast sú sænska regla um tindátann, að bragð er aö þá barnið finnur. Annars hefur verið tíðindalaust á austurvígstöðvunum, eins og útvarp- ið sagði svo oft í stríðinu, þegar ég var barn. Jónas Guðmundsson rithöfundur. Um Bandalag jaf naðarmanna: Stjóramál eru fyrir fólk „í stjórnmálaályktun landsfundarins og niðurstööum starfshópa er ítrekað að stefnumál BJ eigi ríkt erindi við samfélagiö og snerti meginstrauma í íslenskum stjórn- málum.” 2. grein Einn grundvaUarþátturinn í stefnu BJ er að stjórnmálahreyfingar eigi að vera lýðræðislegar og byggjast upp á virkni fylgismanna en ekki fölsuöum félagaskrám og hanaati á hænsnaprikum flokkanna. Því hefur verið lögð áhersla á aö virkja al- menning til þátttöku og kynna starf og málefni BJ. Aö þessu hefur verið og er unnið á ýmsan hátt. -a) Gefin hafa verið út fjölrituð fréttabréf þar sem kynnt hafa verið þingmál BJ, niðurstöður og ályktanir ráðstefna og lands- fundar, reifaöar nýjar hug- myndir um starfiö o. fl. b) Þingmenn hafa ferðast um kjör- dæmi sín, átt skoðanaskipti við kjósendur og haldið vinnustaða- fundi eftir kosuingar! c) Áformaö er að gefa út blöð í ein- stökum kjördæmum, eða jafnvel á landsvísu, tU að kynna starf og stefnu BJ. Þegar hefur verið gefiö út shkt blaö í Suðurlands- kjördæmi. d) Við undirbúning þingmála er höfö samvinna við áhugasama félaga. Þannig hefur virkjast at- orka og hugmyndaauður. e) A þingtíma hefur þingflokkurinn haft vikulega opna fundi í há- deginu á fimmtudögum í Vonar- stræti 8. Þannig hafa BJ bæst hösmenn og umræða orðið um störf þingflokksins. Þar hefur iðulega komið fram gagnrýni á störf þingmanna, kviknað hafa hugmyndir um málatilbúnað og afstaða þingmanna tU þingmála hefurmótast. f) Einstök aöUdarfélög hafa haldið kvöldfundi og ráöstefnur. Má þar nefna ráðstefnu um kynfræðslu í skólum sem haldin var í Reykja- vík í nóvember. Fyrirhuguð er ráöstefna í febrúar um hættu á hagsmunaárekstrum í stjórn- málum og almennri stjórnsýslu. g) Dagana 5. og 6. nóvember sl. var landsfundur BJ haldinn í Munaðamesi. Hann var öUum opinn og mættu þar nærri eitt hundrað manns úr öllum lands- hlutum. Kjallarinn GUÐMUNDUR EIN ARSSON ALÞINGISMAÐUR I BANDALAGI JAFNAÐARMANNA A ráðstefnunni voru flutt erindi um ýmis mál og starfshópar f jölluðu um skipulagsmál BJ, efnahags- og stjómkerfismál, félagsmál og sveitarstjómarmál. I stjómmálaályktun landsfund- arins og niöurstöðum starfshópa er ítrekað að stefnumál BJ eigi ríkt erindi við samfélagið og snerti meginstrauma í íslenskum stjórn- málum. Fjölmiðlar sáu hins vegar feitari fréttir i þeirri ákvörðun landsfund- arins að kjósa Bandalaginu ekki for- mann. Landsfundurinn samþykkti drög að leikreglum BJ sem em sem hér segir: 1) BJ berst fyrir jöfnuði, vald- dreifingu, virkara lýöræði og aukinni ábyrgö og frelsi sjálf- stæðra eininga og einstaklinga. 2) Bandalagið mynda félög og ein- stakhngar sem styðja stefnu þess að hluta til eöa í heild sinni. i) Landsþing fer með æðsta vald í málefnumBJ. 1) Landsþing markar meginstefnu BJ og setur því leikreglur. Lands- þing skal haldiö ár hvert að hausti og skal til þess boðaö af samráðshóp. Landsþing er öllum opið. 5) Landsþing kýs samráðshóp sem skipaður er 5 mönnum. Hlutverk samráöshóps er að efla kynningu og tengsl milli bandalagsfélaga, sjá um sameiginlegar fjárreiður BJ, undirbúa landsþing og gera drög að dagskrá þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.