Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 3 Steingrímur Hermannsson um afkomutryggingu: Lýst vel á hugmyndina Steingrímur Hermannsson for- sætisráöherra var inntur eftir áliti sínu á hugmyndum Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur og Bjama Jakobs- sonar verkalýösleiðtoga um lausn kjaramála hinna lægst launuðu sem kom fram í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag. Sagði Steingrímur Hermannsson að honum litist vel á þessar hug- myndir. Hann væri fullkomlega sam- mála því sjónarmiði aö það væri engin lausn á kjaramálum aö pró- sentuhækkanir yrðu upp eftir öllum launastiganum. „Ríkisstjómin hefur lýst yfir stuðningi sínum við aöila vinnu- markaðarins að þeir noti það svig- rúm sem þeir hafi til að bæta kjör hinna lægst launuðu en viö viljum að aðilar vinnumarkaðarins hafi forystu um lausn þessara mála,” sagði forsætisráðherra. „En varð- andi þessar hugmyndir sem þarna birtust finnst mér að tekjutrygging kæmi t.d. alveg til greina. Hins vegar vil ég ekki tjá mig frekar um það mál. Við bíðum átekta og vonum að aöilar vinnumarkaðarins geti fundið leiðir til lausnar,” sagði Stein- grímur Hermannsson. Hugmynd Aðalheiðar Bjamfreðs- dóttur og Bjarna Jakobssonar er m.a. aö málið veröi leyst í gegnum tryggingakerfið með milligöngu verkalýösfélaganna. Hugmyndin er að teknar verði upp nýjar bætur sem kallist afkomutrygging og greiði sú trygging mismuninn milli lágra launa þannig að lágmarkslaun í landinu verði í raun 15 þúsund krónur. Segjast verkalýðsleiðtog- amir alveg hafa misst trú á að fólki verði hjálpað í gegnum kjarasamn- inga því ef lágmarkslaun yrðu hækkuð upp í samningum fengju hinir betur settu samsvarandi pró- sentuhækkanir. Peningana fyrir afkomutrygg- ingunni segja þau Aðalheiður og Bjami að finna megi í trygginga- kerfinu og jafnvel að ákveðinn hluti söluskatts verði notaður í slíka fjár- mögnun. -H.Þ. „Hélt að mitt seinasta væri komið” — segir Sonja Sigurjónsdóttir, sem lenti í umferðaróhappi í Flórída Getum ekki passað að allir geri rétt —segir sjávarútvegsráðherra um 11 ný rækjuvinnsluleyf i og 11 stækkunarleyfi „Þrátt fyrir að við heimilum mönn- um að byggja rækjuvinnslustöövar, en lögum skv. á sjávarútvegsráöuneytiö að sjá um þær leyfisveitingar, getum við ekki borið ábyrgð á að leyfishafar fjárfesti rétt, við getum ekki passaö upp á slíkt. Það er alltaf hætta á að ein- hvers staðar sé fjárfest skakkt en í þessu tilviki vitum við ekki hversu rækjuveiðarnar geta orðið miklar nema hvaö fiskifræðingar telja aö óhætt sé að veiða meira en við höfum gert hingað til,” sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra í viðtali við DV er hann var spurður hvort ekki væri hæpið að gefa út ný rækjuvinnsluleyfi þegar núverandi verksmiðjur hefðu næga afkastagetu miðað við núverandi veiðar. Halldór sagöi aö flestir leyfishafar störfuðu í útgerð eða í nánum tengslum viö útgerðir og ætluðu allir aö senda eigin skip til rækjuveiða. Þá tók hann fram að þótt þessi leyfi haf i verið veitt þýddi það alls ekki að allir rykju til og hæfu framkvæmdir án þess að sjá fyrir um hráefnisöflun. Ellefu aðilar fengu leyfi til nýbygg- inga rækjuverksmiðja: Páll Axelsson í Keflavík, Ingimundur hf. í Reykjavík, Stakkholt í Olafsvík, tslensk matvæli í Hafnarfiröi, Dögun hf. á Sauðárkróki, Isstöðin hf. í Garði, Sæblik á Kópa- skeri, Pólarsíld á Fáskrúðsfirði, Hrað- frystihúsið á Breiðdalsvík, Búlands- tindur á Djúpavogi og Kask í Horna- firði. Söltunarfélagið á Dalvík fékk sitt leyfi endumýjað og nokkrir aðilar á Arskógsströnd hafa fengið vilyröi fyrir leyfi. 11 af 12 rækjuverksmiðjum, sem fyrir eru, fengu stækkunarheimild, 21 umsókn er óafgreidd og 12 umsóknum varsynjað. -GS. „ Skjátfandi af kulda i gaddfreðnum fötunum tókst okkur að prila upp i fiutningabiiinn," segir Sonja Sig- urjónsdóttir. O V-m ynd Heiðar Baidursson. „Þegar bíllinn steyptist ofan í ána, eftir aö ég hafði misst stjórn á honum vegna ísingarinnar á brúnni, hélt ég aö mitt seinasta væri komið,” sagði Sonja Sigurjónsdóttir, búsett í Njarðvík, þegar DV ræddi við hana fyrir skömmu,” ég var á leið frá Flórída til Marion í Alabama ásamt mágkonu minni þegar óhappið skeði. Við áttum nokkrar milur ófarnar til Mongomery þegar við komum að brúnni. Þrátt fyrir frost var engin ísing á þjóðveg- inum en ég sá um seinan að brúin var flughál og því fór sem fór. ” Þrátt fyrir svartamyrkur, klukkan þrjú um nóttina, tókst þeim stöllunum aö komast út úr bifreiðinni og svamla upp á árbakkann i jökulköldu vatninu. „Ég grillti í skóna mína og veskin okkar sem flutu á vatninu á meðan var að renna inn í bílinn og kom því undir handarkrikana. Aðeins toppurinn á bilnum stóð upp úr vatninu þegar við yfirgáfum hann,” sagði Sonja,” en við fórum út um dymar þegar vatnið var komið upp fyrir mið sæti. ” „Annaðhvort frjósum við héma í hel eða einhver ekur á okkur,” sagðist Sonja hafa sagt við mágkonu sína, þegar hver bifreiðin af annarri ók hjá án þess að stansa, hvernig sem þær bentu og veifuðu. Að lokum bar að 18 hjóla vöruflutningabíl, — reyndar sá fyrsti sem þær veifuðu, — hann þorði Urvaf TÍMARIT FYRIR ALLA ekki að stansa þá af ótta viö að valda hættu við brúna en sneri við og lagði bílnum álengdar. >ySkjálfandi af kulda í gaddfreðnum fötum tókst okkur að príla upp í þennan háa bíl með erfiðis- munum. Litlu betra var að klifra niður á áningarstaö langferðabílstjóra sem varskammtfrá.” Þaðan náðu þær sambandi við venslafólk sitt í Bandaríkjunum og gátu aðeins yljað sér við eina ofninn sem var í byggingunni og þurrkað skó og sokka. „Við vorum á bílaleigubíl og af hennar hálfu vorum viö sóttar á áningarstaöinn og ekið til Mongomery, þar sem við fengum annan bíl til að geta haldið áfram ferð okkar, en satt best að segja var ég lafhrædd við aksturinn eftir það sem á undan var gengið. Víða voru bílar utan vegar og á einni brú hafði stór vörubifreið næstum hnoðað saman fólksbíl. Þeim vegi var skömmu síðar lokað vegna hálku. Sjónvarpið birti myndir af ýmsum umferðaróhöppum, þar á meðalsást bíllinn sem ég ók í ánni.” Sonja tjáði okkur aö kuldi hefði verið mikill í Bandaríkjunum um áramótin, ekki síst á Flórída. Eitt sinn ætlaöi hún aö kaupa gosdrykk úr vél inni í veitingahúsi, en það var ekki hægt — hann var gaddfreðinn. -emm. AFSLÁTTUR NISSEN trévörumj KLINIGÚND HAFNARSTRÆTI tl • RVIK ■ S13469

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.