Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur MYNDBANDALEIGA ÓSKAST Óska eftir myndbandaleigu á góðum stað. Tilboð sendist til DV fyrir 25. jan. merkt „Myndbandaleiga". Sftr Höfnin i Vestmannaeyjum, þar hefur mikium verðmætum verið skipað á iand. Bn stjórnarpóstinum tókst ekki að koma til skiia, eða svo segir btéfritari. SLÆM SKIL —ástjórnarpósti Eyjamaður skrlf ar: Þaö er alkunna aö oft þarf ekki mikið til að gleðja „hinn almenna mann” eins og pólitíkusar komast stundum aö orði. Margir eru þeir sem hafa aldrei fengið stjómarpóst um ævina. Um slíkan póst gaf þó landsfaðir Stein- grímur fyrirheit síðla fyrra árs, bless- aður veri hann fyrir það. Stjóm samningasvika, kjaraskerðinga og milliliöa ætlaði sumsé að muna eftir sinum minnstu bræömm á jólaföstu og senda öllum bréf — jólabréf. Upplýst var á alþingi aö stjómarpóstur þessi mundi kosta ríkissjóð hátt í 400 þús. kr. Hins vegar var nokkur óvissa um hvað fundaflakk Steingríms og hinna íhalds- ráðherranna hefði kostað ríkissjóö. Nú sögðu skæðar tungur að útgáfa þessa fjölfaldaöa stjórnarbréfs mundi varða viö lög, þar sem meðal annars er ekki getið höfundar og útgefanda. Jæja, hvað um það, þetta átti kannski að vera eins konar þakkarbréf til okkar aumra launþega fyrir það að borga niður verðbólguna. I Vestmannaeyjum fór heldur böngulega með stjómarpóstinn. Við höfum sem aðrir fengið jólakveðju frá landsfeðrum, til dæmis um hærri skatta og spítalagjaldið, en bréfiö Steingríms villtist í kerfinu. Einhver upplýsingafulltrúi í stjómar- ráðinu komst aö þeirri undariegu niðurstöðu að heimili í Eyjum væru 700, en em um 1400. Samkvæmt þessu vora send 700 stjórnarbréf til Eyja. Já, nú vantaöi illa heimilisföngin. Það hefur líklega verið vegna þessarar adressuvöntunar að þeir sem þó fengu sinn stjórnarpóst veittu honum mót- töku án utanáskriftar og þótti það heldur kumaralegt af hendi slíks send- anda. Þeir sem ekki fengu bréf frá Stein- grími hafa þó tekiö þvi meö kristilegu hugarfari, enda hafa handhafar stjómarbréfs án áritunar, stjómar- sinnar sem hinir, sagt þetta hiö ómerkilegasta plagg sem líkist helst skrumauglýsingapésa. DV, sem ekki hefur verið talið óvin- samlegt ríkisstjórninni, segir þetta „siölausan slagorðabækling” í forystu- grein 27. okt. Þar segir meðal annars: ,,Svonefndur Upplýsingabæklingur ríkisstjórnarinnar, sem sendur var til allra heimila landsins, er ómerkilegur áróöursbæklingur af því tagi er stjóm- málaflokkarnir senda kjósendum til að rugla þáfyrirkosningar. Bæklingurinn felst í skreytingum og slagoröum til vamar bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar og öðmm gerðum hennar í sumar.... I honum eru ein- göngu tuggin upp gömul slagorð úr stjórnmálarimmum sumarsins. Hann er gersamlega laus við að vera mál- efnalegur... ” Álverið i Straumsvík, en þar ætla starfsmenn i verkfall efekki verður við þá samið á næstunni. Bréfritari telur að flestum sé nóg boðið með þeirri á- kvörðun áiversmanna. VANÞÓKNUN ÁVERKFÖLLUM Launþegi skrifar: Það hlaut að koma að því — erns og venjulega — að þeir hæst launuöu riðu á vaðið og krefðust kjarabóta. Þeir Straumsvíkurmenn hafa boðað verk- fallfrá27. janúar! Mér þykir þeir kokhraustir. Þetta eru mennimir sem eru meö einna hæstar meðaltekjur hér á landi. Auð- vitað eru margir sem þyrftu launa- hækkunar við en þegar starfshópar í álverinu, sem er viðurkennt sem einn launahæsti staöur landsins, ætla að ryðja brautina til enn skertari lífs- kjara þá er flestum sennilega nóg boðið. Þaö stefnir í enn skertari lifskjör ef nú eiga að skella á verkföll á vinnu- markaðinum þvi það hefur enginn, allra síst þeir launalægri, efni á að vera frá vinnu dögum saman meðan beöið er eftir aö fá úrskurð úr þjarkinu í Karphúsinu. Það sem launþegar ættu að taka til bragös nú er aö lýsa vanþóknun á verk- föllum, hvort sem þau eru boðuð af hópum þeirra hæst launuðu eða öömm. Það sem þessi ríkisstjóm verður að gera og standa við er að lýsa yfir að engar launabreytingar verði fram- kvæmdar fyrir hennar tilstuðlan. En það verður þá líka aö vera hennar leiðarljós að engum verðhækkunum verði hleypt í gegn á sama tíma. Nú, þegar verðbólgan er aö komast á það stig sem talist getur eðlilegt miðað við nálæg lönd og vöruverð er ekki hækkaö, þar sem gengisskráning er stöðug, má þaö ekki henda að einstakir starfshópar fái meðbyr til þess aðeyöi- leggja og br jóta niöur þjóðlíf i landinu. En það hefur skeö áður að hálauna- hópar hafi tekið ráðin í sínar hendur, ef svo má segja, og er t.d. ekki langt síöan flugmenn storkuöu stjórnvöld- um, fyrirtæki sínu og þjóðlífinu í heild með kröfu um sífellt hærri laun og mið- uöu sig viö starf sbræður eriendis og þi helst í Bandaríkjunum þar sem en greidd hæstu laun sem þekkjast. Nú hafa flugmenn ekki þann háttinn lengur á, vegna þess einfaldlega aö enginn hlustar lengur á þá, allra síst stjórnvöld. Þeir vom búnir að hrópa „Ölfur, úlfur” nógulengi. Sama viðhorf verður almenningur að sýna þessum Straumsvíkurmönn- um sem nú ætla að skara eld aðjsinni köku í krafti þess að mikil verömæti séu í húfi og ekki sé hægt að loka álver- inu! — Þetta var sama bragðið og flugmenn beittu. Þeir gengu frá borði meö fullar flugvélar af farþegum og fyrirtæki þeirra voru svínbeygð til að ganga til samninga. Ríkisstjórnin verður aö taka haröa afstöðu og ekki endilega með því að hóta að segja af sér. Það er engin lausn. Ef þessi stjórn fer frá og hringiöan verkföll, launahækkanir, verðbólga hefst aö nýju er engin von tU þess að ný ríkisstjórn geti hafiö baráttuna að nýju, hversu góð sem ný stjórn verður. Eina lausnin er að almenningur taki sig saman og lýsi vanþóknun á verk- föUum og kjósi gegn þeim þegar um þau er fjaUaö á fundum verkalýðs- félaga. CAR RENTAL SERVICE - @ 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN IVERÐI MITSUBISHI MITSUBISHI COLT CALANT /1^ ^ MITSUBISHI \ CALANT STATION Leitið upplýsinga. SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELCARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS Notaðir iyftarar I /T7\ / mik/u úrvaii JoMgi Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar s'l'11.1. Rafmagns 1.51. 21. 2.51. m/snúningi. 31 m/snúningi. Dísil 2.51. m/húsi. 3.51. m/húsi. 41. Skiptum og tökum i umboðssölu. [Jfl LYFTARASflLABI HF. g | ÁL- OG | STÁLHURÐIR | Standard eða Imeð polyurethane einangrun. I Verðhugmynd: I Hurð, 3x3 m, _ frá kr. 19.600, ■ komplett með | öllum ^ járnum. I » Stuttur afgreiðslufrestur. ASTRA Síðumúla 32. Sími 86544. pabrjÍÍ HÖGGDEYFAR NÝ SENDING MJÖG MIKIÐ ÚRVAL ÍSETNING Á STAÐNUM EF ÓSKAÐ ER PÓSTSENDUM. [ELJPOCARD j HABERG HS Skeifunni 5a, sími 84788. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsms 1983 á eigniuni lóð í Krísuvík, Sveifla, Hafnarfirði, þingl. eign Blárefs hf., fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar, Framkvæmdastofnunar ríkisins og innhcimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92 og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á ; eigninni Arnarhrauni 17,eystri hluti, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Mýr- dal, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl., og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.