Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. ITSTJÓRN SÍMI AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIЗVÍSIR 14. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984. Ibúar við Þingvallastrætineita að opna fyrir fógeta: REYNT AÐ KOMAST INN UM GLUGGA Sáttatilraunir fram á síðustu stundu Lögreglan á Akureyri beið fyrir há- degi eftir skipun frá fógeta um að hefj- ast handa við að bera út Olaf Ra&i Jónsson, konu hans, Danielle Somers, börn þeirra og innbú úr íbúð þeirra við Þingvallastræti. Til taks var flutninga- bíll. 1 ibúðinni beið f jölskyldan. Þar inni var einnig Friðrik Magnússon hæsta- réttarlögmaður og kona hans. Þau höfðu boðið Olafi Rafni aðstoð sina. Á göngum fógetaskrifstofunnar beið fjöldi fréttamanna niðurstöðu síðustu sáttatilraunar í málinu. Inni hjá fógeta voru fulltrúar beggja málsaðila. Þegar þetta er skrifað, klukkan ellefu í morg- un, er óvíst hverjar lyktir verða. Fulltrúi fógeta, Sigurður Eiríksson, sagði í gær að fimm til sex lögreglu- menn, aö minnsta kosti, færu í útburð- inn, efafyrði. Seint í gærkvöldi kom Skúli Ágústs- son, einn af eigendum Bilaleigu Akur- eyrar, óvænt inn í málið sem sátta- semjari. Hann bauðst til þess að kaupa eignarhlut Grímu Guðmundsdóttur í húseigninni við Þingvallastræti í von um að hindra með því útburð. -KMU/JBH, Akureyri. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Fulltrúi fógeta á Akureyri mætti ásamt lögregluliði að húsinu Þing- vallastræti 22 klukkan ellefu í morgun. Olafur Rafn Jónsson var beðinn um að opna húsið en hann neitaði. Sagði hann fógetafulltrúa að hypja sig á brott ásamt lög- reglunni. Nýjustu fréttir voru þær að lögreglan ætlaði að reyna að komast inn í húsið um glugga. Fjöldi áhorfenda var fyrir utan húsið til að fylgjast með framvindu mála. I ibúð hjónanna var einnig hópur fólks. Luma Sovétmenn á risaeld- flaug sem gæti komið þeim til Mars? — sjá erlendar fréttir bls. 8. I ■ Simamynd kl. 11.0 í morgun: Fógeti og lögregla ó tröppum Þingvallastrsetis 22 um klukkan 11 f morgun. Vil þeim ekki illt — segir Gríma Guðmundsdóttir „Það getur enginn trúað því hvemig það hefur verið að búa þama nema reyna það,” sagði Gríma Guðmunds- dóttir, 74 ára gömul kona, sem undan- farin sjö ár hefur haft hjónin Olaf Rafn Jónsson og Danielle Somers sem ná- granna. Hæstiréttur telur að þau hjónin hafi „gerst sek um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sínum” gagnvart Grímu Guðmundsdóttur. Samkvæmt því gerði Hæstiréttur hjónunum skylt að flytjast úr íbúð sinni að Þing- vallastræti 22 á Akureyri. „Þetta er einkennilegt fólk. En ég hef aldrei gert þeim nokkuð. Eg bara vona að þau sjái að sér. Eg vona að þau fari í friði. Eg vil þeim ekki illt. Ég hef búið í þessu húsi í 35 ár. Þarna hefur verið búið í þremur íbúðum frá árinu 1950 i miklum friði og ró. Aldrei féll styggðaryrði á milli fólks. En 1975 byrjar skálmöld,” sagði Gríma Guðmundsdóttir. Hún dvelst um þessar mundir í Reykjavík. Þar er hún undir læknis- hendi. „Ákærur á hendur okkur og fullyrðingar um að við höfum unnið skemmdarverk þykja allar fullsannaðar og því erum við úrskurð- uö óbótafólk,” sögðu Olafur Rafn Jóns- son og Danielle Somers er DV heim- sótti þau í gærkvöldi. „Það sem vakti fyrir okkur var að nota rétt okkar sem eigenda að húseign til að endurbæta hana svo hún komist í það ástand sem byggingarsamþykkt gerir róð fyrir,” sagðiOlafur Rafn. KMU/EIU/JBH Grfma Guðmundsdóttir. Hún hefur búið að Þingvallastræti 22 ó Akur- eyri f 35 ár. Fyrir sjö árum fákk hún nýja nágranna. DV-mynd S. vistmanna SÁÁ kemur oft til meðferðar —sjá bls. 2. ■■■ | ■ ■■■ Eimskip sjo- tíuára — sjá bls. 18—19. Héh að mitt síðasta væri komið — sjá bls. 3. Lítið finnst af loðnu — sjá bls. 2. „Peninga- maðurinn" í Karlsefnis- málinu segir það alls ekki upplýst Sjá bls. 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.