Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur / Hafrúnu var fáanleg spriklandi ýsa þegar Ijósmyndarinn brá sér þangað inn rótt fyrir helgina. „Karfinn og blálangan seljast líka vel", að sögn fisk- Margar útgáfur af ýsunni — mismunandi verö Rétt er aö komi fram hér, vegna um- mæla fisksalanna hér á síöunni, hvert verö er á hver ju ýsukílói. Þeir segja að yfirleitt hafi kaupverö þeirra verið á bilinu 12—17 krónur kg á fiskinum viö bryggju. En i samkeppninni viö „gámafiskinn” hafi þeir sumir oröið að borga um tuttugu krónur fyrir kílóið og þó ekki haft betur í samkeppninni. Utsöluverð á ýsu til neytenda er 29 kr. kg, þaö er heil ýsa meö haus. Þegar ýsan hefur veriö hausuð og slægö er kílóverðiö komið í 38,20 kr. Ysuflökin kosta 65 krónur kg. Fryst ýsuflök eru á 77 krónur kg og nætursöltuð eru flökin seldá 66,70 kr. I sumum fiskbúðum eru á boðstólum ýsuflök skorin í bita og velt upp úr raspi og kryddi, þá er kílóið komið í 104 krónur. Á 130 krónur kílóið selur einn fisksalinn kryddlegin ýsuflök og annar sem er með rækjuostafyllingu á flökunum selur þau á 162 krónur kílóiö. -ÞG, salans þer. Er neysluf iskurinn að hverfa í gámana? ÁSTANDK) SLÆMT —fer alltaf versnandi — Fisksalar óánægðir með samkeppnina við gámafiskinn „Ástandið hefur oft veriö slæmt en fer alltaf versnandi. Ég hef verið í þessu í rúm þrjátíu ár og hefur dottiö í hug nú aö hætta,” sagði Kristján Guðmundsson, fiskkaupmaður í Sæveri, í viðtali við DV. Viö höfðum samband við f jóra fisksala í Reykjavík til aö kanna horfur á neyslufiski á neytendamarkaði. Auk Kristjáns ræddum við við Guðmund J. Oskars- son í Sæbjörgu, Bárð Steingrímsson í Fiskmiðstööinni og Björgvin Konráös- son í Hafrúnu. Við neytendur í Reykjavík og nágrenni erum góðu, vanir, við höfum labbað í næstu fisk- búð og keypt okkar soðningu. Að vísu hefur soðningin veriö misjöfn, úrvalið i fiskbúöum ekki alls staðar jafnfjöl- breytt. En sumum hef ur nægt að fá sitt ýsuflak og látið þar við sitja. En nú virðist vera að harðna á dalnum — ýsuflök vart fáanleg. Það sem veldur er gæftaleysi, minni afli og út- flutningur á ferskum fiski í gámum á erlenda markaði. Gott verð á erlendum mörkuðum Vegna gæftaleysis er samkeppni fisksalanna orðin mikil við gámafisk- ínn. Þar er um að ræða fisk sem er slægður, þveginn og ísaður í kassa. Síðan er kössunum staflað í gáma og siglt með hann á erlenda fiskmarkaði, aðallega til Grimsby. Einnig hefur fiskur verið seldur i Bremenhaven og fengist gott verð fyrir hann. Sam- kvæmt nýlegum fréttum hefur fengist allt að 47 krónum fyrir kílóverð á ýsu og þorski á þessum erlendu mörkuðum. Og í harðri samkeppni við þennan útflutning eru meðal annars fisksalar sem hafa séð okkur fyrir neyslufiski. „Það er engin leið að keppa við enska markaðinn,” sagði Guðmundur J. Oskarsson í Sæbjörgu. „Ætli það endi ekki með því að viö förum aö flytja inn fryst flök frá Englandi.” „Það fæst enginn fiskur,” sagöi Björgvin Konráðsson í Hafrúnu. „Viö höfum reyndar getað fengið fisk vestan af Snæfellsnesi en svo varð aflt ófært.” Þeir voru sammála um þaö fisksalarnir að þó að þeir sæktu fisk um langan veg, jafnvel fimm hundruð kílómetra vegalengd, fengju þeir ekki að leggja neitt meira á fiskinn. Einn þeirra benti á að álagningin hjá fisksölunum væri mjög lítil og það mætti sjá á fiskbúðunum sem hefðu dregist aftur úr öðrum verslunum. Ástandið fer versnandi, örfáir línu- bátar eru á veiðum og fiskurinn úr þeim fer í tvær eða þr jár fiskbúðir. Þeir fiska sem róa Dálítið annaö hljóð var í Bárði Steingrímssyni í Fiskmiðstöðinni. Hann sagði: „Þeir fiska sem róa. Ég hef aldrei haft önnur eins ósköp af fiski og þessa dagana. Ef gefur á sjó þá fiska þessir harðsæknu sjómenn í Keflavík, Oddur Sæmundsson skip- stjóri og hans menn á Stafnesinu en frá þeim fæ ég allan fisk.” Sumir viðmælenda okkar sögðust hafa boöið allt að tuttugu krónur í fisk- kílóið en samt ekki verið samkeppnis- færir við „gámafiskinn”. En kílóverð á fiski hefur veriö frá 12—17 krónur. — Þegar verðið er komið í um 20 krónur komum við út sléttir, sagöi einn þeirra. Hámarksverð er á útsöluverði fisksins, þannig að bilið á milli kaupverðs og út- söluverðs til neytenda minnkar mikið. „Eg skil ekkert í verkalýðsleiðtogun- um á Suðurnesjum,” sagði einn fisk- salinn. „Frystihúsin standa auð og fólkið atvinnulaust á meöan allur þessi fiskur er seldur úr landinu óunninn.” Einn hafði á orði að í öörum hvorum bílskúr á Suðurnesjum væri veriö að setja fisk í kassa til útflutnings. Einn fiskverkandi suður með sjó, sem við ræddum við, taldi aö við gætum snúið þessum ummælum við, sh'k „skúra- starfsemi” ætti sér stað á Reykjavíkursvæðimu „Við reyndum að fá fisk i síðustu viku úr togara Bæjarútgeröarinnar sem kom með smáafla. En fengum neitun. Var ekki talið forsvaranlegt annað en að setja allan fiskinn í vinnslu svo að fólkið heföi atvinnu. En viö vorum tilbúnir með gott kaupverð á 10—11 tonnum af aflanum sem fólkiö er eina til tvær klukkustundir að vinna úr. Þeir hefðu . getað greitt því iaun fyrir okkar | kaupverð.” Sá sem hér hefur orðið benti á það að yfirvöld hefðu vissar skyldur við neytendur og fisksalana, sem reyna að halda uppi þjónustu viö viðskiptavini sína, þetta væru skatt- greiðendur hér. Fáum viö ýsu eða fáum viö ekki ýsu, um þaö snýst máhö. En hvað um aörar fisktegundir? „Jú, fólk spyr orðið mikið um aörar fisktegundir, er orðið viljugt að mat- reiða, til dæmis úr karfa og blálöngu en það hefur Uka verið erfitt aö fá þennan fisk,” sagði fisksaUnn í Hafrúnu. -ÞG Nóg er i bökkunum i Fiskmiðstöðinni enda. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.