Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. 15 Menning Menning Menning Ólafur Jónsson. grein hans um hlutverk gagnrýni ber vitnium: Hér á landi kann að sinrii að vera eimia rnest þörf á barðri og agasamri gagnrýni. I Utlu hverfi, á útkjálka er jafnan hœtt við nesjamemisku, undanslœtti í smekk og viðhorfum -, menn una því sem ekki er nema hálfgilt og hálfvolgt af því atinað betra er ekki á boðstólunr, miðlungs- mennskan kemst ífyrirrúm af því að hún er jafnan fyrirferðarmest. Þessu hlýtur gagnrýnandinn að verjast; hann hlýtur að vísa á bug ónýtu handverki, uþþlognum hœfileikurn, misskilningi, tilgerð. Það er skylda hans við lesendur sína og ábyrgð hans fyrir bókmenntunum, ekki síst þess gagnrýnanda sem fjallar um dcegurmál í dagblöð. En jafnframt hlýtur gagn- rýnandi að forðast að reisa kröjur sem ekki verður fullncegt; hann hlýtur að gera sér raunhcefa grein fyrir möguleikum og takmörkunum þess menningarhverfis þar sem hann lifir; hann hlýtur að halda aug- unurn oþnurn fyrir loflegri viðleitm hversu srná/eg sem hún sýnist. Þessi heilbrigðu viðhorf gerðu Olaf að mikihæfum gagnrýnanda sem meiri áhrif haföi á íslenska bók- menningu en menn kunna að gera sér grein fyrir. Framlag hans veröur seint fullmetið. Skarö hans ekki fyllt. Olafur lifði og hrærðist í bókmennt- um; bóklestur var hans annaö líf enda nefndi hann greinasafn sitt sem út kom fyrir nokkrum árum Líka líf. Hann trúði því lengstum aö það væri ómarksins vert. Þeirri trú, sagði Olafur, er engin þörf á rökstuðningi því hún verður jafnan ósönnuö. Eins mætti spyrja berum orðum hvort lífið sjálft væri gagnlegt. . . 1 seinni tíð beindist áhugi Olafs í vaxandi mæli að svokölluðum skemmtibókmenntum og lífi þeirra á meðal fólksins í landinu. Sjálfur unni hann alþýðlegri frásgnarlist sem sumir menntamenn horfa til með hroka. Seint gleymi ég hrifningu hans þegar hann á liðnu hausti las mér valinn kafla úr Dalalífi Guðrúnar „minnar” frá Lundi. Olafur kunni alla tíð aö hrífast þó aö dómgreindin og hlutlægnin bæru tilfinninguna stundum ofurliði. Ahugi Olafs beindist einnig æ meir að raunsæislegum verkum um tómleika hversdagsins, verkum þar sem helfjötur leiðans brestur í sáru andartaki sem er líf um leið og dauði. Slíkur skáldskapur snerti streng líkt og ljóð Jóns Helgasonar sem hann fór stundum með. Þaðvareitt kvöldaðmér heyrðist hátfvegis barið. ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fra/n, og kvöldgolan veitti rnér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er þaðfarið. Maöurinn þekktist ekki af verkum sínum einum saman. Aö baki þeirri mynd sem hann snýr að öörum býr veruleiki hans. Kynni okkar Olafs stóöu ekki lengi í árum talið en á þeim stutta tíma sem leiðir okkar lágu saman bar ég gæfu til aö kynnast manneskjunni undir hjúpnum. Þau kynni auðguðu mig og skilja eftir mynd af manni sem í bjuggu miklar andstæður þar sem ljós og myrkur, von og örvænting lékust á, manni sem fann til, manni sem í einmanaleika sín- um bjó öðrum gott samfélag. Hann var ástríkur eiginmaður og faðir, ágætur vinur, drengur góöur. Allur dauöi er þungbær í crösins fyllstu merkingu og á vetrarnóttum þéttist myrkrið í sál viö váleg tíðindi. Spurningar vakna um upphaf og endi, tilgang og tóm; spurningar sem fylgt hafa manninum frá því hann sá fyrst aö ljós og líf eiga ekki jafnan samleið; spurningar sem þú leggur fyrir sjálfan þig án vonar um svar; spurningar sem þú ert nauöbeygður til að lifa við; spurningar sem gera þig að manneskju. Megi minningin um Olaf verða aðstandendum huggun á sárri stund. Matthias. VÍNAR- ÓPERETTU- KVÖLD Vínarkvökl Sinfóniuhljómsveitar (slands í Hó- skólabiói 12. janúar. Stjórnandi: Herbert Mogg. Einsöngvari: Sieglinde Kahmann. Karlakór ReykjavBtur. Á efnisskrá: Atriöi úr óporettum eftir: Johann Strauss yngri, Emmerich Kólmón, Cari Michael Ziehrer, M. Schönherr, Franz Lehór og Robort Stolz. Vínarkvöld er einn af föstum liðum á vetrardagskrá Sinfóníu- hljómsveitarinnar og er indælis uppfinning til að stytta mönnum stundir í skammdeginu. Vínaróper- ettan, eða rjóminn af henni, er einhver vandaöasta skemmtimúsík sem finnst. Draumaveröld yfir- stéttarinnar, freyðivínsþamb og sígaunarómantík eru meginefnis- þættir flestra óperettanna. Hætt er viö að glansinn yrði fljótt skafinn af, ef Jafnréttisráð færi ofan í saumana á þeirri afstöðu til kvenna sem g jam- an birtist í þeim. En við skulum sjá í gegnum fingur við óperettuhöfund- ana, þeir vissu ekki betur en að það væri allt í lagi að kalla dansmeyjar bara mýslur og bjuggu til aðrar kvenkenningar út frá því, og á sínum tíma voru víst fáir til að setja út á slík sjónarmið. Nú, svo var líka músíkin til þess að breiða yfir allt saman. Og hún féll i ákveðinn farveg — stíl sem í byrjun var mótaður af mönnum eins og Schrammel, Lanner og gamla Strauss. Gagnstætt þvi sem margir halda liðst ekki í leik hennar hið minnsta slugs og hún hefur ýmis sérkenni eins og tilhnikun annars siagsins í valsinum, sérsíæöa bogabeitingu hjá fiðlungum og ýmis- legt annað smávegis, en mikilvægt, sem skilur hana frá öörum músík- stefnum. Tónlist EyjólfurMelsted Til þess að ljá öllu réttan blæ fékk hljómsveitin til liðs við sig einn ágætan stjórnanda úr Vín, sjálfan gúvernörinn í því mæta húsi, Raimundtheater, Herbert Mogg. Hann hefur, held ég, komist hvað næst því að fá hljómsveitina okkar til að spila þessa músík vel. Hann, og hljómsveitin, höfðu líka æma ástæðu til að leggja sig fram, þar sem við frábæran söng Sieglinde Khamann var aö keppa. Ekki veit ég til hvers við höfum, á fyrri Vínarkvöldum, verið að fá söngkonur frá Volksoper sem örugglega eru látnar syngja allt annað en meginhlutverk í V ínaróper- ettum, og það hafandi úrvalsfólk til þeirra verka heima á hlaði. Já, Herbert Mogg tókst næstum þvi að láta hljómsveitina okkar spila vel. Strengimir spiluðu af lipurö og blærinn var sannferðugur. Tréð með sólóflautuna í lykilhlutverki stóð sig vel og hornin kvökuðu ljúft. En á móti kom aö sumir slagverka- mennirnir vildu endilega spila vínar- valsa eins og skandinaviska sjó- mannavalsa og stundum var lúður- þeyturunum, sérstaklega básúnu- leikurunum, túlkun stjómandans ekki alveg aö skapi og blésu þá bara sína eigin. Karlakórinn hjalaði með, en einhvem veginn fannst mér litlu varða hvort hann söng með, eöa ekki. Líkast til vegna þess hversu vel ég hef skemmt mér við að hlusta á Lögrukórinn, (Vínarborgar Nota- Bene), syngja mörg af þessum lögum, en játað skal aö hér er um ósanngjarnan samanburö að ræða. En það vantaði broddinn í leikinn og þar af leiðandi herslumuninn á, að þetta Vínarkvöld, (réttnefni: Vínar- óperettukvöld) væri virkilega fyrsta flokks. EM SÖLUTURN ÓSKAST. Söluturn meö mikilli veltu óskast til kaups. Mikil útborgun. Tilboð sendist afgreiðslu DV fyrir 23. janúar, merkt „Söluturn”. J, ' ÁLBAKKAR - ÁLBAKKAR P„,„bakka,nir Uonr,ni,. •ig-m einnig unial af s,ærðum brauðform sf. Simi 43969. TILBOÐ HELGARFERÐ Gisting 2 nætur, morgunverður og rútuferðir til og frá Reykjavík. Kr. 1.120.00 á mann FUNDIR — SAMKVÆMI Sérstakt tilboð fyrir hópa sem vilja notfæra sér aðstöðu til fundarhalds eða einkasamkvæmis. Nánari upplýsingar í síma 99-8187 eða 99-8351. MM& xxöeear* Hlíðarvegur 7 - 860 Hvolsvöllur. Símar 99-8187 og 99-8351 VIKUDVOL Gisting í viku með morgunverði og rútuferðum til og frá Reykjavík. Kr. 2.895.00 á mann Hótel Hvolsvöllur er nýtt hótel aðeins um IV2 stundar akstur frá Reykjavík. — Tilvalið fyrir þá sem vilja tilbreytingu í skammdeginu. • 20 GISTIHERBERGI • FUNDA- OG SAMKVÆMISAÐSTAÐA • FJÖLBREYTTAR VEITINGAR • VISTLEG SETUSTOFA MEÐ GARÐSKÁLA • HEITIR NUDDPOTTAR • GUFUBAÐ • LJÓSASTOFA • ÞREKHJÓL Rútubílar á staðnum ef áhugi er á ferðum um héraðið. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hólms- götu 2, þingl. eign Jakobs Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík o.fl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. janúar 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Víðimel 32, þingl. eign Arnar Sólbergs Haraldssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 19. janúar 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Skerjagranda 1, tal. eign Halldórs Eyþórssonar, fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. janúar 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Grýtubakka 24, þingl. eign Báru Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Björns Ölafs Hallgrimssonar hrdl., Árna Guðjónssouar hrl., Valgeirs Pálssonar hdl., Tómasar Gunnarssonar hdl., Veðdeildar Landsbank- ans, Þorvalds Lúðvíkssonar hrl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Arnmuudar Backntau hdl., Tómasar Þor- valdssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 19. janúar 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.