Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 18
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. • Starfsfólkið i skrifstofu fólagsins i Reykjavlk 1938. Óttarr Möller er 3. frá hægri i miðröðinni f&lll j Xt*, 'ií'a. B? *\ * % r Wmjm * & n a® **■ - HH& * kWæmmk V m 1 g • ^ * *ymké SBk ^ nHK Emil niielsen, fyrsti framkvæmda- stjóri fólagsins. Hús Eimskipafélagsins i Reykjavik sem brann iapríl 1915. Frá aðalfundi Eimskipafélagsins 21. mars 1983. I dag eru liðin sjötíu ár frá því að Eimskipafélag Islands var stofnaö, þannl7. janúarl914. I 25. afmælisriti Eimskipafélagsins segir m.a. um stofnun þess í kjölfar iönbyltingar á Islandi þegar togarar höfðu leyst þilskipin af hólmi og milljónum hafði verið hleypt í umferð þar sem tugþúsundir voru áöur, þegar skólar risu og Islendingar fengu smám saman sjálfsforræði sitt aftur hafi stofnun Eimskipafélagsins verið eðli- legur þáttur í rás atburðanna. Guðni Jónsson, sem skráði söguna þá, segir m.a. aö eðliiegt sé að einmitt á þessu tímabili skyldi rætast draumur allra góðra Islendinga um það aö þjóð- in eignaðist sín eigin skip og þyrfti ekki að vera upp á aðra komin um alla flutninga tU landsins og fró því og Eimskipaf élag íslands „Hlutafé skyldi vera lágir að hver maður meira að segja hafna á milli í landinu sjálfu. Næstsegir Guðni: „Einsogþað er vafalaust aö rýmkun frelsis og sjálf- stæöist undirbjó jarðveginnfyrirEim- skipafélagið, svo er þaö nokkura veg- inn víst að án Eimskipafélagsins hefði fullveldið orðið torsótt í hendur Dönum árið 1918. Hvernig hefði skipalaus þjóð ó fjarlægu eylandi, sem varð að eiga alla flutninga til landsins og frá þvi undir náð annarra, getað krafist þess að verða frjálst og fullvalda ríki? Þeirri spurningu þarf nú eigi að svara því að hér er allur likindareikningur óþarfur. Það er mönnum enn í fersku minni hver bjargvættur Eimskipa- félag Islands reyndist þjóðinni á heimsstyr jaldarárunum. ’ ’ Enn fremur skrifar Guðni i umrætt afmælisrit að forgöngumenn Eim- skipafélagsins hafi borið gæfu til aö hrinda þjóðnytjamáli í framkvæmd af þvi að þjóðin þekkti vitjunartíma sinn og stóð sem einn maöur aö verki. Segir hann að aldrei fyrr hafi fyrirtæki verið stofnaö hér á landi með jafnalmennri frjálsri þátttöku um fjárframlög sem Eimskipafélag Islands. Segir hann að félagið hafi frá upphafi verið þjóðar- fyrirtæki og eitt áþreifanlegasta merki islensks sjálfstæöis inn á viö og út á við, eitt besta traust í friöi og traust- asta vöm í ófriði. Guðni Jónsson lýsir því hvernig fyrir stofnun Eimskipafélags Islands hafi aðgerðir Alþingis og samningar viö erlend skipafélög leitt til versnandi ástands í siglingamálum þjóöarinnar og árið 1912 hafi hugmyndin um stofn- un íslensks eimskipafélags fengið byr undir báöa vængi. I september órið 1912 hafi Sveinn Bjömsson, siöar for- seti lýðveldsins en þó yfirdómslögmað- ur í Reykjavík, siglt tU Hamborgar. Faðir hans, Bjöm Jónsson ráðherra, hafði komist á þá skoðun að Islendmg- um væri það hin mesta nauösyn aö eignast skip sjálfir, enda þótt honum auðnaöist ekki að taka þar um foryst- una. Sveinn hafði haft sjálfur hiö besta tækifæri til þess að fylgjast með þess- um málum og honum var það hið mesta áhugamál eins og fleiri góðum Islendingum að eitthvað væri aöhafst til þess aö landsmenn þyrftu eigi að vera upp á aöra komnir um alla flutn- inga til landsins og frá því. • Sveinn vissi sem fleiri að mikil vandkvæði voru á stofnun slíks félags þar sem samkeppnin viö hið öfluga um upphaf og aðdraganda Sameinaða gufuskipafélag myndi verða erfið. Sveinn sigldi á Sterling til Hamborgar en það skip var í eign Thorefélagsins sem hafði gert tilboö til alþingis sumarið óður um leigu á tveimur skipum. Þegar svo Thore- félagið vildi selja skipin talaði milli- göngumaður þess, skipstjórinn Emil Nielsen, m.a. viðSvein Björnsson. Eftir heimkomuna ræddi Sveinn Björnsson við ýmsa aðila um stofnun íslensks eimskipafélags, m.a. þá Bjöm Kristjónsson, bankastjóra Landsbankans, Ludvig Kaaber stór- kaupmann, Garðar Gislason stórkaup- mann og Thor Jensen. Um svipað leyti var boðað til fundar hjá Stúdentafélagi Reykjavfloir til að ræða samgöngumálin. Málshefjandi á þeim fundi var Benedikt Sveinsson rit-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.