Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Plús: Mjög eyðslugrannur. Þýðgeng vél, miðað við gerð. Lipur í akstri. Gott rými í framsætum. Gott útsýni. Öruggir aksturseiginleikar. Mínus: Takmörkuð fjöðrun. Takmarkað rými aftur i. Fremur litið farangursrými. Grófur vélargangur á miklum snúningi. Sá litli er orðinn fullorðinn! Suzuki. Vélhjól og smábílar með saumavélarhljóöi. Japönsk bitabox handa ungpíum („Sísí sveimar á Suzuki...”). Ekki lengur. Suzuki SA 310 hefur breytt ímynd þessa merkis á einni nóttu. Nýr og stærri Suzuki, dannaöur og þroskaður. Sá hefur mannast! Suzuki er orðinn stór! Eins og út- sprungið blóm. Ekki svo að skilja að Suzuki SA 310 sé stór bíll. Nei, þetta er enn smábíll í stærðarflokki meö Daihatsu Charade, Nissan Micra, Fiat Uno, Peugeot 205, Renault 5 og styttri gerðinni af Mitsu- bishi Colt. Vélin tæp þúsund cc og spar- neytnin slík að meiri gerist hún vart, heldur ekki á 1 'tlu Súkkunni. En aö öðru leyti ei v, i hægt að bera þessa tvo Suzuki bíla saman. Miðað við litla Suzuki bílinn er rými í framsætum þess nýja viðátta, hljóöiö í vélinni golu- þytur í grasi og hegöun á vegi mörgum klössum fyrir ofan. Á litla bílnum var eins og framhjólin dingluðu þegar ekiö var á inngjöf í slæmum holum. Þannig virkaöi þetta að minnsta kosti í reynsluakstri, en síöan hefur ótrúleg seigla þessa bíls komið í ljós, bæði í reynslu eigenda um allt land og ekki síöur þegar Ulfari Hinrikssyni tókst aö aka þessum litla bíl i gegnum Ljómaralliö og sigla á honum klakklaust yfir ótai ár í vexti á öræfum landsins, þar sem margfalt öflugri bílar festust. Það var lygilegt. Þar stóð sá iitli fyrir sínu sem oftar og stendur enn sem sáraódýr valkostur á sviði samgöngutækja. En Suzuki-verksmiðjumar eru á harðri uppleiö í Japan, hafa þrefaldað framleiösluna á fimm árum og smíða nú um 700 þúsund bíla á ári, eina og hálfa milljón vélhjóla og margt fleira. Það hlaut að koma aö því aö slíkur framleiðandi léti ekki sitja við aöeins einn stærðarflokk fólksbíla, og þar kemur Suzuki SA310 til sögunnar. Reynsluekið í spönskum fjöllum Suzuki SA 310 var kynntur bílablaöa- mönnum Evrópu í Marbella á Spáni fyrir skemmstu og þar gafst þeim kostur á að aka þessum nýja bíl um 170 kilómetra í fjöllunum fyrir ofan þenn- an dvalarstaö Sean Connery og ann- arra frægra leikara. Því miður var leiðin ekki malarvegur, þótt krókótt, brött og óslétt væri, en okkur Sighvati Blöndahl á Mogganum tókst að komast af leiðinni á tveimur stööum á stutta malarvegarkafla, svona rétt tii þess að aka eitthvað við séríslenskar aðstæður. Þrátt fyrir þetta var þessi reynslu- akstur ekki algerlega íslenskur, en sáralitið vantar þó upp á að hægt sé að gefa nokkuð glögga hugmynd um þennan nýliða á íslenska bílamarkaðn- um. Þrír strokkar í dulargervi Það er vélin sem vekur mesta athygli við fyrstu kynni af þessum bíl. Þótt hún sé þriggja strokka og ekki búin neinum sérstökum ás til titrings- jöfnunar þá er hún svo þýðgeng og hljóðlát að maður opnar vélarhúsið aftur og telur kertin: Jú, þau eru aðeins þrjú. Vélin er aöeins 63 kíló, kambás og sveifarás eru holir, nýjasti rafeindabúnaður mikið notaöur i kveikjukerfi og blöndungi. Innsogið sjálfvirkt og vinnsla vélarinnar upp í 6500 snúninga á mínútu er aldeilis prýðileg. Þaö er ekkl fyrr en við síð- ustu þúsund snúningana, frá 5500 upp í 6500, sem maður fer að merkja erfiðis- hljóð frá vélinni, sem eru í ætt við þrjá strokka í eyrum bíladellukarla, en að öðru leyti er þessi vél í meistaralegu dulargervi. General Motors hafa keypt 5 prósent Suzuki-verksmiöjanna, og þessi véi veröur væntanlega á þeirra snærum á Bandaríkjamarkaði. Sögusagnir hafa og gengið alllengi um að GM væri að koma fram með þriggja strokka vél en þeir verða ekki sviknir af henni, þess- ari. Allt er mjög aögengilegt í vélar- húsi SA 310 og hjálpar þar til aö húddið opnast aö framan, eins og kjaftur á krókódíl. Næstum því víðátta í framsætum Eg sagði áðan að miöaö við litlu Súkkuna væri framsætisrými í stóra bróður eins og víðátta. Ekki svo að skilja, að sá nýi sé eins og amerískur dreki frammi í, bíllinn er aðeins 1,55 metrar á breidd að utanmáli, heldur hitt aö þessi litli bíll gerir mörgum stærri bílum skömm til þegar um er að ræða rými í framsætum. Framsætin má færa heila 16 sentímetra fram og aftur á sleöunum þannig að allir geta fengið stillingu við sitt hæfi. Þótt SA 310 sé lægri en flestir keppi- nautarnir er lofthæð nóg inni í bílnum frammi í. Stýri, stjórntæki og hnappar liggja vel við hendi, sætin eru ágæt og mælaborðiö í heild í viðkunnanlegasta lagi miðað viö bíla í þessum veröflokki. Hanskahólf vel stórt og vasar í fram- huröum á GL-týpunni. Mælaborðið er dálítiö í bandaríska Ómarreynsluekur Suzuki SA 310 áSpáni: stílnum, sem og fleira hvaö snertir stjórntæki, og bendir það til þess að bílnum sé ætlað stórt hlutverk á Bandaríkjamarkaði. Gæti þess vegna staðist að GM geri hann að arftaka Chevrolet Chevette. Hvað um það, hér er greinilega um „universal” bíl aö ræða, bíl sem gjaldgengur á aö verða í öllum heimshlutum. Sætin frammi í eru stinn en ágæt, en í reynsluakstrin- um var ekki laust viö marr í mælaborð- inu sem sérfræðingar verksmiðjanna, sem staddir voru á Marbella, kváðu vera smágalla á viðkomandi bíl sem fljótlegt væri að kippa í lag. Viðfelldinn bíl Suzuki A 310 er boðinn í tveimur gerðum og hugsanlegt aö bíll með f jög- urra strokka, 1300 cc vél komi síöar. Odýrari geröin af A 310 er ansi „nakin” og líklegt er að GL-týpan muni njóta meiri vinsælda því að hún er ríkulega útbúin, fimm gírar, snúningshraðamælir o.s.frv. o.s.frv. Utlitiö á þessum bíl er ágætlega heppnað, hugsanlega fullsviplaust og líkt öðrum bílum af svipaðri stærð, svo sem Honda Civic og Nissan Micra, en þetta er hins vegar bíll sem engum getur fundist Ijótur heldur venst vel og þaö bendir til þess að honum sé ætlað að falla vel í geð fólki af ólíku sauöahúsi. Eins og í Civic, Micra og Styttri gerð- inni af Colt er gnægð rýmis frammi í en minna aftur í. Sitji ríflega 180 sentí- metra hár maður frammi í og færi sætið ekki aftar en hann þarf kemst 180 sentímetra maður fyrir í sætinu fyrir aftan án þess aö hné nemi við framsætisbak eöa höfuö við loft. Aftur- sætiö er hins vegar fulllágt frá gólfi þannig að stuðning vantar undir lærin. En þetta er nú nokkuö sem er regla fremur en undantekning á bílum af þessari stærð. Séu framsæti færð aftur í öftustu stööu er fullvöxnum karl- mönnum næstum úthýst úi' aftursæti, svo mjög þrengist þá um fætuma. En Suzuki A 310 er ekki fremur hannaður fyrir fjóra meistaraflokksmenn í körfubolta en flestir bílar af þessari stærð. Greinilega er reiknaö með langal- gengustu notum þessa bíls, með einum til tveimur sálum um borð, stundum börnum aftur í og einstaka sinnum Daihatsu Charade Micra Suzuki SA310 Fiat Uno Þyngd 670 625 680 700 Lengd 3,55 3,65 3,59 3,65 Breidd 1,55 1,56 1,55 1.55 HæO 1,43 1,40 1.35 1,43 Hjóihaf 2,32 2.30 2.25 2,36 Sporvidd 1,34/1,31 1,35/1,33 1,33/1,30 1,34/1,30 Innanbreidd 127 1,28-1.30 1,30 1,32 Farangursrými 120 1521 ca 135 178 Hæð frájörðu, einn um borð. ca 18 sm 17 sm 16 sm 16 sm Vél, strokkar, rúmtak 3/993 4/988 3/993 4/903-1118 Afl/snún. 52/5600 50/6000 50/5800 45 eða 55 Tog/snún. 7,6/3200 7,4/3600 7,6/3600 6,8eða8,8 Viðbragð O—100 km ca 15,4 sek. 19sek. 15.9 sek. 17,5 eða 15 Hámarkshraði 143 145 145 140 eða 150 Eyðsla, 90/120/bær. 5.217,716,8 4,9/6,616,5 4,216,716.4 4,3/5,816,4 eða 4,8/6,417,8 Snúningshringur 9,4 m 8,8 m 9,2 m 9,8 m Verð: 259—269þús. 247-257þús. 230—255þús. 225—265þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.