Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. JANUAR1984. Búnaðarbankamót: Skák og mátum máih aöamótin Ungur bandarískur skákmeistari fær tækifæri til að krækja í stórmeist- aratitil á skákmóti sem Búnaðarbank- inn heldur um mánaðamótin. Banda- ríkjamaðurinn, De Firmian, er næst- stigahæsti maöur mótsins en hæstur er samlandi hans Lev Alburt. Annar erlendur keppandi, sem vekur athygli, er Svíinn Pia Cramling, stiga- hæsta skákkona heims. Hún er 20 ára. Mótið verður haldið frá 27. janúartil 10. febrúar á Hótel Hofi við Rauðarár- stíg í Reykjavík. Þátttakendur verða 12, þar af fimm útlendingar. Þó.G. Ólafsvík: Atvinna farín að glæðast aftur Frá Guðlaugi Wium, fréttaritara DV i Ölafsvík. 58 manns voru skráðir atvinnulausir á Olafsvík þann 11. janúar síöastliðinn,1 sem er tíu fleiri en á sama tímaí fyrra. - Atvinna er þó eitthvað farin að glæðast og siðustu daga hefur veriö kallað aft- ur á fólk til vinnu í frystihúsinu. Allir bátar frá Olafsvík róa á línu og hefur aflinn verið 5—8 tonn í róðri. -GB Litla leikfélagið í Garði: Leggur land undirfót Litla leikfélagiö í Garðinum hefur sýnt Spanskfluguna 9 sinnum á heima- vígstöðvunum við góðar undirtektir. Núna hyggst það leggja land undir fót og sýna fyrst Akurnesingum fluguna, um næstu helgi, en síðar Kópavogsbú- um og Vestmannaeyingum. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir en með aðal- hlutverkið fer Sigfús Dýrfjörð. -emm Leiðrétting I myndatexta í DV í gær, mánudag, var sagt að skiðamaður heföi slasast á fjallinu Skeggja við IR skálann. Þetta er ekki rétt, slysiö varð ekki á IR svæð- inu en komið var í IR skálann til að hringja á hjálp. SMÁ AUGLÝSING I 5 Bryndis Schram i hlutverki Eyrúnar, gamallar vinkonu Jónasar rithöf- undar, sem býður honum i örlagaríkt partí. Skilaboð til Söndru sýnd í Regnboganum Hin nýja íslenska kvikmynd, Skila- boð til Söndru, sem hefur verið sýnd í Háskólabíó undanfariö, verður tekin til sýninga í Regnboganum á öllum sýningum, kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Myndin, sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu Jökuls Jakobs- sonar, hefur hlotið hinar bestu viðtökur áhorf enda. Aöalhlutverkið, rithöfundinn Jónas, leikur Bessi Bjarnason, Ásdís Thoroddsen leikur Söndru og í öðrum hlutverkum eru m.a. Bryndís Schram, Benedikt Árnason, Þor- lákur Kristinsson, Bubbi Morthens, Jón Laxdal, Rósa Ingólfsdóttir, Andrés Sigurvinsson, Birna Þórðar- dóttir og Elías Mar. Leikstjóri er Kristín Pálsdóttir en tónlist við myndina er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Bubba Morthens. 1. í vöruafgreiðslu notar EIMSKIP tæki til að flytja vörur á milli staða. Þessi tæki heita a) Flytjarar b) Slakarar c) Lyftarar 2r. EIMSKIP lestar og losar skipin og hefur vöruafgreiðslu í Reykjavík í nýlegri höfn. Hún heitir a) Nýhöfn b) Sundahöfn c) Friðarhöfn , Hvað er EIMSKIP með mörg skip í siglingum? a) 5 b) 20 c) 40 4. Fyrsti formaður EIMSKIPS varð síðan fyrsti forseti lýðveldis Islands. Hann hét_ a) Sveinn Björnsson b) Ásgeir Ásgeirsson c) Jón Sigurðsson i Hvað vinna margir hjá EIMSKIP? a) 700 b) 200 c) 1500 »•/ f>/ , Á einu ári sigla skip EIMSKIPS samtals 1.068.000 sjómílna vegalengd sem jafngildir a) Siglingu frá Reykjavík til Japan b) Ferð 7 sinnum kringum hnöttinn c) Siglingu 5 sinnum til tungslins 7. EIMSKIP veitir viðskiptavinum sínum margs konar þjónustu. Það sem vakið hefur sérstaka athygli er a) Heimakstur á vörum til viðskiptavina - Flutningur heim í hlað. b) Sérstakar skyndiferðir með hraðbátum milli landa. c) Hnattferðir fyrir farþega með geimskutlu. Hvað hét fyrsta skip EIMSKIPS? a) Dettifoss b) Gullfoss c) Fyrstifoss 9.Mikið afvörum sem EIMSKIP flytur er flutt í sérstökum geymslum. Þær eru kallaðar a) Hámar b) Gámar c) Tankar 10. Halldór Laxness kom með bókmenntaverðlaun Nóbels til Islands með Gullfossi árið EIMSKIP býður bfirnunum í spennandi spnrnlngaleik Þriöjudaginn 17. janúar eigum viö í Eimskip stórafmæli. Þann dag höfum viö annast farsælar siglingar og flutningsþjónustu fyrir íslensku þjóðina í sjö áratugi. Eins og venja er á merkum tímamótum bryddum við upp á ýmsu skemmtilegu til hátíöabrigöa, bæöi fyrir börn og fullorðna. í dag bjóöum viö öllum krökkum á grunnskólaaldri í spurningakeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Viötengjum spurningarnar, sem eru krossaspurningar, sögu Eimskips í sjötíu ár og bendum ykkur á að leita ráölegginga hjá eldri kynslóðinni ef eitthvaö reynist erfitt. Gangi ykkur vel - og góöa skemmtun! r' Svarseðill Krossið við réttan bókstaf □ a Da Da Da 1) Db 2) Db 3) □ b 4) □ b □ c Dc Dc Qc □ a 6)Qb □ c Nafn_ □ a 7) Db □ c □ a 8) □ b □ c □ a 5) □ b □ c □ a Da 9) Db 10) Db □ c □ c Heimilisfang Sími_________ Aldur . Verðlaunin 1. Hringferð fyrir tvo með Álafossi eða Eyrarfossi til Englands, Hollands, Belgiuog Þýskalands næsta sumar. 2. Hringferðfyrirtvo með Dettifossi eða Mánafossi til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur næsta sumar. 3.-10. Vandaðar sjálfvirkar myndavélar. 10.-50. Bókaverðlaun. Lllaiiáskriftin cr: EIMSKIP Póslhússlræli 2 Afmælisgelraun 101 Rcvkjavík Skilafreslur er til 1. fcbrúar 1984. Flutningur er okkar fag v EIMSKIP db Sími 27100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.