Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 39
DV. MANUDAGUR10. DESEMBER1984. 39 Fálkaeggjaþjófar dæmdir í Hæstarétti Vestur-þýsku hjónin Miroslav Peter Baly og Gabriele Uth-Baly, sem voru handtekin hér á landi í vor fyrir aö hafa tekiö 8 fálkaegg úr hreiðrum í Dalasýslu, hafa veriö dæmd fyrir Hæstarétti. Miroslav var dæmdur í þriggja mán- aöa fangelsisvist og 100 þúsund króna sekt fyrir fálkaeggjastuld en Gabriele í 80 þúsund króna sekt fyrir ólöglega vörslu á fálkaeggjum. Þá var verjandi Gabriele, Guömundur Jónsson hdl., víttur af Hæstarétti fyrir ummæli sem hann viðhafði í bréfi til héraðsdómara þar sem hann kom áfrýjunarkröfu Gabriele á f ramfæri. I sakadómi í sumar voru hjónin hins vegar dæmd í 500 króna fjársekt og skilorðsbundiö fangelsi. Eins og kunn- ugt er strauk Miroslav af landi brott í sumar eftir aö hann haföi verið settur í farbann þar til dómur Hæstaréttar félli. -KÞ Hafnarfjörður: Ný deild hjá Sjálfsbjörg Frá Júlíu Imsland, Höfn Hornafirði: Næstkomandi laugardag verður hald- inn hér á Höfn stofnfundur Sjálfsbjarg- ar, félags lamaðra og fatlaðra í A— Skaftafellssýslu. Þetta verður fimmtánda deildin innan Sjálfsbjarg- ar. Mikill áhugi er á stofnun deildar- innar og næg verkefni fyrir hendi. Hafa margir látið skrá sig sem félaga. -EH Til tónlist- arnáms í Banda- ríkjunum Kristján Edelstein hefur verið tekinn inn í hinn virta tónlistarháskóla „Berklee College of Music” í Boston í Bandaríkjunum. Kristján mun stunda fjölþætt tónlistamám þar vestra, m.a. í tónlistarsköpun, kvikmyndatónlist, raddsetningu og upptökutækni. Leikfangaverslunin Fidó er orðin helpiingi stærri. Þessi fimm ára gamla verslun seiur öll vinsælustu leikföngin. Leikfangaverslunin Fídó, Iðnaðarhúsinu: Nám við „Berklee College of Music” stunda nú um 2.700 stúdentar, þar af ríflega 600 frá ríkjum utan Bandaríkj- anna. Skólinn býður nám í klassískri tónlist sem og öðrum afbrigðum tón- Tvöfalt stærri Nýlega var gólfrými leikfanga- verslunarinnar Fídó, Iönaðarhúsinu, Hallveigarstíg, tvöfaldað. Verslunin, sem varð f imm ára núna í nóvember, selur öll vinsælustu leik- föngin. Til dæmis: Playmobil, Lego og Fisher Price. Leikfangaverslunin Fídó er einnig nýlega farín að selja Quadro sam- setningareiningar en úr þeim er hægt að smíða allt frá leikföngum til hús- gagna. Leikföngin geta því fylgt börnunum frá æsku og fram á full- orðinsár. Fídó selur einnig Fisher Technic leikföng sem eru kjörin fyrir ungavélfræðinga. Eigandi leikfangaverslunarinnar Fidó er Böðvar Valgeirsson. Hann er einnig eigandi heildsöluverslunarinnar Atlantik hf. og Ferðaskrifstofunnar Atlantik sem eru, eins og Fídó, til húsa i Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg. Akureyringar vilja raðsmíðatogarana I atvinnumálanefnd Akureyrar eru uppi hugmyndir um að stofnaö verði útgerðarfélag á Akureyri til að kaupa og gera út raðsmíðatogarana tvo sem eru í smíðum hjá Slippstöðinni. Nýlega var ákveðiö að þeir yrðu fyrst og fremst búnir til rækjuveiða og fryst- ingar um borð. Mál þetta kom upp á fundi bæjar- stjórnar nú í vikunni og er á frumstigi. Hugmyndin er sú að stofna almenn- ingshlutafélag og gæti bærinn hugsan- lega oröið stór eignaraðili. Talið er að litla hjálp sé að fá hjá hinu svokallaða sjóðakerfi sjávarútvegsins. Nokkrir aðilar á Norðaustur- og Austurlandi hafa sýnt þessum skipum áhuga. Kaup hafa hins vegar aðallega strandað á því að lánafyrirgreiðsla hefur ekki fengist. Nú hafa Akureyr- ingar sem sagt áhuga á að grípa inn í dæmið og kyrrsetja skipin á Akureyri. JBH/Akureyri Videoleigur athugið Vorum að fá örfá eintök af þessum fjórum titlum. FRON - VlDEO augarnesvegi 60, sími 30404 inkaumboð á íslandi fyrir Walt Disney og Select video Skemmtileg 6 daga ferð 28. des. Gist er á SAS Royal, fyrsta flokks hóteli í hjarta borgarinnar. Innifalið er: Flug, gisting m/morgunverði og verðið er aðeins kr. 12.490.- (í tvíbýli). VEISLA Á GAMLAÁRSKVÖLD: Þátttakendum stendur til boða glæsilegur kvöldverður og skemmtun á gamlaárskvöld. Dagskrá: Kampavínslystauki, fjögurra rétta málsverður, borðvín að eigin ósk. Eftirréttur: Kaffi m/köku og glas af koníaki. Eftir miðnætti: Léttur náttverður, skemmtiatriði, tónlist og dansað til morguns. Verð: 560 dkr. >v SKEAN DHU HOTEL**** Tvíbýli m/baði og morgunmat VIKA: HELGI HELGI 5 nætur 3 nætur 13.203 9.972 8.676 INNIFALIÐ: Flug og gisting. — BROTTFÖR: Vikurferðir, þriðjudaga. Helgarferðir — 5 nætur fimmtudagar. Helgarferðir — 3 nætur laugardagar. Flugvallarskattur kr. 250,- ekki innifalinn. — Barnaafsláttur: 2 — 11 ára. Vikuferð kr. 4.300.- Helgarferðir kr. 3.300.- 0-2ja ára greiða kr.800.- LADBROKE DRAGONARA HOTEL VIKA: HELGI HELGI Belford Road 5 nætur 3 nætur Tvfbýli m/baði og morgunmat 14.386 10.817 9.183 Einbýli m/baði og morgunmat 17.536 13.067 10.533 INNIFALIÐ: Flug, Keflavík—Glasgow—Keflavík og gisting.. BROTTFÖR: Vikurferðir þriðjud. — Helgarferð 5 nætur, fimmtud. — Helgarferð 3 nætur, laugard. — Flugvallarskattur kr. 250.- ekki innifalinn. - BARNAAFSLÁTTUR: 2-11 ára. Vikuferð kr. 4.300.- Helgarferð kr. 3.300.- 0—2ja ára greiða kr. 800.- Ferðir milli Glasgow og Edinborgar eru ekki innifaldar, en þar á milli eru mjög góðar rútu- og lestarferðir. Miðað við skráð gengi 21/11'84. FERÐA.. MIÐSTDDIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.