Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Side 50
50
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984.
nú verða af því að senda vinum um
víða veröld gjöf sem verður þeim
mjög kærkomin — fyrir aðeins kr.
770.
Innifalið sendingargjald um allan
heim.
Gjöf sem berst ekki bara einu sinni
— heldur aftur og aftur — og
treystir tengslin.
Er
Iceland Review ekki rétta gjöfin
fyrir ættingja og vini erlendis?
Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári —
stöðugur straumur af fróðleik um land og þjóð,
með glæsilegum myndum og fjölbreyttu efni.
Þú
losnar við allt umstangið, við sendum
blöðin fyrir þig ásamt
kveðju frá þér.
GJAFAASKRIFT
□ Undirritaöur kaupir gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1985 og
greiðir fyrir kr. 770 pr. áskrift. Sendingarkostnaður um allan
heim innifalinn.
□ Árgangur 1984 verði sendur ókeypis til viðtakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaðar kr. 220 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1985. Áskrift öölast gildi
þegar greiðsla berst.
Nafn áskrifanda
Simi
Heimilisfang
Nafn móttakanda
Heimilisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja með á ööru blaði.
Sendið til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík,
eða hringið í síma 84966.
Nýjar bækur
KRISTJÁN KARLSSON
KVÆÐI '84
Ut er komin hjá Almenna bókafé-
laginu ný ljóðabók eftir Kristján Karls-
son sem nefnist Kvæði ’84. Er þetta 4.
ljóðabók skáldsins.
Kristján er eitt af sérstæðustu
skáldum okkar, nýr og ferskur, og er
óhætt að segja að ljóö hans séu upp-
spretta nýrra hugmynda og nýrra
aöferða í skáldskap.
1 einni af fyrri ljóðabókum sínum
segir Kristján Karlsson að „kvæði sé
hús sem hreyfist”. Hann hefur
ennfremur látið svo um mælt aö
„kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða
né blaut dula, það verður að rísa af
pappírnum af eigin rammleik. Ef það
gerir það ekki væri efni þess betur
komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og
tilfinning er ekkert annað en kvæðið
sjálft: húsþess.”
Kristján Karlsson er eitt af sér-
stæðustu skáldum samtímans, ef til
vill nokkuð seintekinn, en þeim mun
stórkostlegri við nánari kynni. Ljóöa-
gerð hans verður sennilega ekki lýst
öUu betur í örfáum orðum en með
þessum ljóðlínum úr síöustu bók hans,
— New York:
Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls
þess rök skulu geyma yður litla
stund.
Kvæði ’84 eru 90 bls. að stærð og
prentuð í Prentsmiðjunni Odda.
Kristján Karlsson
Kvæði 84
SVEINN EINARSSON
NÍU ÁR
í NEÐRA
Ot er komin á vegum Almenna bóka-
félagsins minningabók Sveins Einars-
sonar frá því að hann var leikhússtjóri
í Iðnó. Bókin er kynnt þannig á bókar-
kápu:
„Sveinn Einarsson var leikhússtjóri
í Iðnó á gróskuárum Leikfélags
Reykjavíkur 1963-1972. Þá voru tekin
til sýningar hin margvíslegustu leik-
verk, sum sannarlega mikUs háttar og
leikhúsið var afar vel sótt.
Sveinn segir hér frá þessum ágætu 9
árum sínum í hinu þrönga en vinalega
leikhúsi, árum sem einkenndust af
framsækni og bjartsýni. Hann segir
frá kynnum sínum og samvinnu við
leikara, lífinu á vinnustaðnum Iðnó og
lýsir því hvernig leikverkin hlutu þá
ásýnd sem leikhúsgestir fengu að sjá.
Að baki þeirri ásýnd lágu oft mikU
átök, stundum brosleg, en umfram aUt
mikil vinna. En leikhúsgestir fá ekkert
um það að vita. Níu ár í neðra fjaUar
um þá Iðnó sem leikhúsgestum er ekki
sýnd.”
Níu ár er með mörgum myndum frá
leiksýningum í Iðnó, nafnaskrá og leik-
ritaskrá. Hún er 220 bls. og unnin í
Prentsmiöjunni Odda.
SVEINN EINARSSON 1
Marco Polo
Richard Humbk
RICHARD HUMBLE
MARCO POLO
I ÞÝÐINGU DAGS ÞORLEIFS-
SONAR
Bókaútgáfan örn og örlygur hefur
sent aftur á markaö bókina Marco
Polo eftir Richard Humble í þýðingu
Dags Þorleifssonar en bókin kom fyrst
út hjá forlaginu 1982. För Marcos Polo
tU Kína og margra annarra landa, sem
tók næstum aldarfjórðung, varð aö
vonum fræg; stuttorð en furðu ná-
kvæm ferðasaga hans hefur veriö
meðal helstu sígildra verka í þeirri
grein bókmennta aUar þær sex aldir og
hálfri betur sem Uðnar eru frá dauöa
höfundarins.
Hin endurútgefna bók um svaðUfarir
og ævintýri Marcos Polo er í bóka-
flokknum Frömuðir sögunnar og ríku-
lega myndskreytt. I bókinni segir frá
ástæðunum tU leiðangursins mUda í
austurveg, skelfilegum vonbrigðum og
mistökum leiðangursmanna, stöð-
ugum mannraunum og lífshættum
sem eltu þá á röndum svo aö segja alla
leiöina tU hirðar Kúbilaís stórkans í
Peking. Einnig segir frá einstökum
frama og starfsferli Marcos í þjónustu
stórkansins og ferðinni til Evrópu sem
varð ekki síður erfið og hættuleg en
austurferðin.
Bókin um Marco Polo er filmusett og
umbrotin í Prentstofu G. Benedikts-
sonar landi. en prentuö og bundin á Bret-
i
C.S.LEWIS
] UÓniÐ, MORMIN OQ SKÁPURINN
C.S. LEWIS
LJÓNIÐ,
NORNIN OG
SKÁPURINN
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér ævintýrabókina Ljónið, nornin og
skápurinn eftir breska höfundinn
heimskunna C.S. Lewis. Þýðandi er
Kristín R. Thorlacius en myndir eru
eftir Pauline Baynes sem myndskreytt
hefur flestar C.S. Lewis-bækur hvar
sem þær koma út í heiminum.
Ljónið, nornin og skápurinn er að
sjálfsögöu fyrst og fremst fyrir börn þó
að lesendur á öUum aldri hafi
skemmtun af aö lesa hana. Hún segir
frá töfralandinu Narníu þar sem alltaf
er vetur því að nomin sem ræður þar
ríkjum vill hafa það svo. Fjögur
Lundúnabörn koma að undirlagi
hennar inn í þetta land. Nomin ætlaði
að hafa gagn af þeim, en það fór ööru-
vísi en hún hafði ætlað.
Höfundurinn, C.S. Lewis (1898—
1963) var prófessor í Cambridge í
Englandi. Ævintýrabækur hans eru
komnar víðs vegar um heiminn, enda
hefur honum verið líkt við H.C. Ander-
sen vegna þess hve snjall hann er að
búa til ævintýralönd.
Ljónið, nomin og skápurinn er 189
bls.
EDDA
SNORRA
STURLUSONAR
Mál og menning hefur sent frá sér
fyrstu Sígildu ugluna í nýjum flokki af
pappírskiljum. Fyrir valinu varð Edda
Snorra Sturlusonar eftir handriti
Konungsbókar sem mun geyma
upphaflegustu gerö textans. Heimir
Pálsson annaðist útgáfuna, skýringar
og nafnaskrá fylgja.
I formála segir Heimir: „Þessi út-
gáfa Snorra-Eddu er ekki fræðiieg út-
gáfa í þeim skilningi að sérstakar
rannsóknir handrita hafi veriö gerðar
til undirbúnings henni. Hún er lestrar-
útgáfa ætluð íslenskri alþýðu og því er
allur texti færður sem næst nútíma-
stafsetningu og frágangi.”
Edda skiptist í f jóra hluta. I prologus
eöa formála er sagt frá sköpun heims
að heiönum átrúnaöi. I Gylfaginningu
er goðafræðin sett fram. I Skáld-
skaparmálum segir frá heitum og
kenningum í skáldskap og i Háttatali
skilgreinir Snorri eina hundrað
bragarhætti.
Bókin er 258 bls. Heimir Pálsson setti
textann en að öðm leyti var bókin
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu
gerði Sigurður Ármannsson.
ÓLAFUR HAUKUR
S'IMONARSON
LEIKUGLAN
Ut er komin hjá Máli og menningu
fyrsta Leikuglan í hinum nýja kilju-
flokki forlagsins og er það leikritið
Milli skinns og hörunds eftir Olaf Hauk
Símonarson.
Verk Olafs Hauks er þríleikur, settur
saman af hlutunum „Milli skinns og
hörunds”, „Skakki tuminn í Písa” og
„Brimlendíng”. Fyrstu tvö verkin
voru framlag Þjóðleikhússins til lista-
hátíöar í vor en síðan hefur Olafur
Haukur bætt við þriðja verkinu og
hefur leikritiö veriö sýnt í heild í
Þjóöleikhúsinu í haust og vakiö mikla
athygli. I miðju þessa leikrits er ís-
lensk fjölskylda, þó öðrum fremur
faöirinn Sigurður, sjómaður af harð-
asta skólanum. Er verkið borið uppi af
harðvítugum átökum hans viö syni
sína tvo, en fjöldi annarra persóna
kemur við sögu í þessu drama.
Milli skinns og hörunds er 174 bls. að
stærð og er bókin unnin að öllu leyti í
prentsmiöjunni Hólum hf. Kápu
hannaöi Sigurður Armannsson en ljós-
mynd á forsíðu tók Jóhanna Olafs-
dóttir á sýningu. Utgáfan er gerð í
samvinnu viö Bandalag íslenskra
leikfélaga.