Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Síða 14
14 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGÚST1985. KENNARAR Kennara vantaraðgrunnskóla Hólmavíkur. Æskilegar kennslugreinar: Almenn kennsla á barnastigi og raungreinar og fleira á unglingastigi. Frítt húsnæði. Nánari upplýsingar gefa formaður skólanefndar í síma 95-3155 og sveitastjóri í síma 95-3193. Skólanefnd. TILBOÐ Tiloboð óskast í eignir Arnarbakarís, nnr. 0454-6954, Dalshrauni 13, Hafnarfirði,eign þrotabús Sigurðar Jóns- sonar, nnr. 7878-1106, Ástúni 14, Kópavogi. Frekari upplýsingar veitir Rúnar Mogensen héraðs- dómslögmaður, Hamraborg 12, Kópavogi, s. 43900. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 21. ágúst 1985. Rúnar Mogensen hdl. # 1 lúsnæöisstofnun rikisins SÍMI 2Pr)00 • LAUGAVECI 77 101 REYKJAVÍK ÚtboÓ BÚLANDSHREPPUR (DJÚPIVOGUR) Stjórn verkamannabústaða, Búiandshreppi, óskar eftir tilboðum í byggingu einnar hæðar parhúss, 191 m2 og 670 m3. Húsið verður byggt við ónefnda götu á Djúpavogi, og skal skila fullfrágengnu 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Búlandshrepps og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisinsfrá þriðjudaginum 13. ágúst nk. gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilþoðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en þriðjudaginn 27. ágúst nk. kl. 13.30, og verða þau opnuð að viðstöddum þjóðendum. f.h. Stjórnarverkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. IIIIAUSAR STÖÐUR HJÁ 'lr REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við dagh./leiksk. Iðuborg, Iðufelli 16. • Forstöðumaður við Barónsborg, Njálsgötu 70. • Matráðskonaviðskóladagh. Hálsakot v/Hálsasel. • Matráðskona við dagh. Sunnuborg, Sólheimum 19, 1/2 starf. • Starfsmenn og fóstrur við eftirtalin heimili: Bakkaborg v/Blöndubakka. Laufásborg, Laufásvegi 53—55. Múlaborg v/Ármúla. Stakkaborg, Bólstaðarhlíð 38. Sunnuborg, Sólheimum 19. Hraunborg v/Hraunberg. Iðuborg, Iðufelli 16. Álfaborg, Safamýri 32. Kvistaborg v/Kvistaland. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og for- stöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. ágúst 1985. ATHUGASEMD VIÐ FIMMTUDAGSPISTIL MAGNÚSAR BJARNFREÐSSONAR Löngum hefir sá þótt mikiö færast í fang sem sækir einn síns liðs móti ofureflinu einn og óstuddur. Slíkt kapp kann aö vekja aðdáun en minnir stundum á orrustur Donkíkóta viö vindmyllur foröum tíö sem frægt er á bókum. Og stundum sækjast nútíma riddarar viöskipta og verslunar eftir aö koma lagi á tiltölulega saklausan félagsskap, gera hann tortryggilegan og jafnvel ræna æru. Þannig birtist vikulegur fimmtudagspistill Magnúsar Bjarn- freðssonar 25.7.1985 sem allharka- leg árás á þann alþjóölega félags- skap sem „Greenpeace” nefnist. Sem áhugamaður um náttúruvernd hlýt ég undirskrifaður aö snúa hug mínum til andmæla nefndum Magnúsi og benda á sitthvað sem vart getur talist ábyggilegur né lofs- veröur málflutningur af hans hálfu. Hvar ber okkur að standa? Flestum sem telja sig vera upplýsta og sæmilega vel aö sér er ljóst aö auðlindir jarðar eru ekki ó- þrjótandi. Víöa er sóunin slík aö nátt- úru er stefnt í voöa á ýmsar lundir. Þaö kemur fram í rányrkju, eyöingu dýrategunda sem annarra auölinda, mengun og umhverfisspjöllum af ýmsu tagi. Eitt mesta hitamál, sem hlotnast hefir sá heiður aö fylla síður dagblaöanna á Islandi undanfariö, er deilan um bann viö veiði hvala. Talið er fullvíst að dýrategund þessi eigi í vök aö verjast og sporna veröi viö frekari veiöum aö svo stöddu. Margt bendir til að svo geti fariö aö hvalir veröi útdauðir áður en langt um líður ef ekkert er aö gert til aö stuðla aö viögangi þeirra. Ýmsar tegundir eru þegar í mikilli útrýmingarhættu. Fimmtudagspistill Magnúsar nefnist „Ofbeldi skæruliöa auö- magnsins”! Oröið skæruliöi tengist hernaöi og þykir skæruhernaður vænleg aðferö gegn ofurefli liös. Ef auöur er nægur þarf þá nauðsynlega aö beita skæruhernaöi? Hvernig Magnús tengir aögerðir grænfriöunga viö hernaö verður að teljast nokkuö langsótt. Svo sem kunnugt er af fréttum beita græn- friöungar m.a. áþekkum aöferðum og Islendingar í síðustu landhelgis- deilum. Aögeröir miöuöust við aö trufla veiöar og er ástæöa þótti til voru atburðir kvikmyndaðir gjör- völlum heiminum til frekari fróöleiks og fræðslu. Ofbeldi var ekki tíökaö af neinu tagi. Svo er einnig hjá „Greenpeace”. Hagsmunir hverra Magnúsi bregst illa bogalistin í gagnrýni sinni aö tengja grænfriöunga við auðmagnið sem ráöist „á garöinn, þar sem hann er lægstur”. Ekki er minnst aukateknu oröi á hagsmuni Islendinga ööruvísi en þá sameiginlega sem h/f Hvalur hefir aö gæta. Einhvern tíma heyrði ég aö þaö fyrirtæki væri á snærum GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR enska auðhringsins „Unilever” sem mun vera í hópi stærstu auðhringa heims. Afurðir hvalvinnslu skipta sáralitlu fyrir Islendinga. Þær hafa veriö um og stundum rétt yfir 1% af heildarútflutningi undanfarin ár. Hins vegar eru hagsmunir „Unilever” meiri. Hraöfrystiafuröir skipta meiru máli fyrir Islendinga því þær nema ríflega þriöjungi af heildarútflutningi landsmanna. Illt er til þess aö vita aö stofna á mun meiri hagsmunum í hættu en þörf er á. Þaö ber fremur aö leysa þetta mál á skynsamlegan hátt sem væri Islendingum sómi aö. Orðaval Magnúsar í nefndum pistli er skoðunum hans ekki til framdráttar. Orð eins og „auömannapakk”, „frekja”, „glæpamenn”, „kjaftasamkunda Noröurlandaráös”, „valdhroki” og „þingkelling”, sem öll koma fyrir í þessum pistli eru Magnúsi til vansa. Skýtur þaö skökku viö þar sem hann er ágætlega ritfær og virtur vel á sínu sviði. Gegn rányrkju- sjónarmiðinu Rányrkjusjónarmiöin eru víöa með djúpar rætur og þeir sem aðhyllast þau eiga á stundum all- erfitt meö aö átta sig á breytingum og nýjum viðhorfum. Islendingar eiga marga mikilsveröa hagsmuni sameiginlega markmiöum tengdum frænfriöungum. Magnús bendir réttilega á baráttu „Greenpeace” manna gegn losun hættulegra úr- gangsefna í hafiö, og er sú barátta miklum erfiöleikum bundin. Þaö væri betur aö Islendingar styddu viö bakiö á slíkum samtökum og efldu í staö þess aö níöa skóinn niður af þeim. Það má ekki veröa hlutskipti Islendinga aö vera í hlutverki gamals draugs sem dagaö hefir uppi á upplýsingaöld hinni síðari. Islendinga veröur aö öðrum kosti minnst um ókomna framtíð fyrir aö þaö voru þeir sem áttu hlut að út- rýmingu einnar stærstu og stór- kostlegustu dýrategundar sem Móöir jörðhefiralið. Guöjón Jensson. „Sem áhugamaður um náttúruvernd hlýt ég undirskrifaður að snúa hug mínum til andmæla nefndum Magnúsi og benda á sitthvað sem vart getur talist ábyggilegur né lofsverður málflutningur af hans hálfu." ® „Rányrkjusjónarmiðin eru víða með djúpar rætur og þeir sem aðhyllast þau eiga á stundum allerfitt með að átta sig á breytingum og nýjum viðhorfum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.