Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 222. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1985. { Skoðanakönnun DV um fylgi listanna: ALÞYÐUFL0KKUR1NN MISSIR FORSKOTK) Alþýöuflokkurinn hefur misst for- skotiö, sem hann hafði fram yfir Framsókn og Alþýðubandalag. Þessir þrír flokkar mega heita jafnir. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandaiag vinna á, en óákveðnir eru margir eftir lognmoliu sumarsins. Þetta eru niðurstöður skoðana- í júníkönnun DV og 11,7% í síðustu júní og 7,3% í kosningunum. Sjálf- 17,3% í kosningunum. Samtök um könnunar, sem DV gerði nú um kosningum. Framsókn fær nú 13,8% helgina. en hafði 14,3% í júni og 19% í Alþýðuflokkurinn fær nú 14,5% af kosningunum. Bandalag jafnaðar- þeim, sem taka afstööu, en hafði 19% manna fær nú 6,2% en hafði 7,9% í stæðisflokkur fær 44,3% en hafði kvennalista fá nú 5,9% en höfðu 6,4% 40,9% í júní og 39,2% í kosningunum. í júní og 5,5% í kosningunum. Alþýðubandalagið fær 14,2% en hafði aðeins 10,5% í júníkönnuninni og Flokkurmannsinseráblaðimeðl%. ., , Öákveðniraf heildinnierunú41,8%. — sja nanar a bls. 2 og viðtöl a bls. 40 og baksíðu -hh. Sportkafarar íVestmannaeyjum: Frá Grími Gíslasyni, fréttaritara DV í Vestmannaeyjum: Litlu munaði að tveir sportkafarar lentu undir Herjólfi, þegar skipið kom til Vestmannaeyja síödegis á laugar- dag. Var það fyrir snarræði skipstjór- ans að mennirnir sluppu ómeiddir. Það var um fjögurleytið á laugardag að tveir menn voru við sportköfun í hafnarmynninu í Vestmannaeyjum. Þegar Herjólf bar þar að sá skipstjór- inn, Jón Eyjólfsson, að einhver veifaði ákaflega til hans úr litlum báti. Skip- stjórinn taldi að bátsverjar væru að veifa sér í kveðjuskyni. En skömmu síðar sá hann mannshöfuð í sjónum 20—30 metra fyrir framan skipið. Beygði skipstjórinn skipinu snarlega og sá manninn hverfa undir það bak- borðsmegin. Slapp maðurinn naum- lega við að lenda undir Her jólfi. Annar sportkafari var staddur á sömu slóöum þegar Herjólfur kom sigl- andi. Sá kafaði snarlega og beið niöri við hafsbotn þar til hann heyrði að skrúfuhljóðið var farið hjá. Verður að teljast mesta mildi aö ekki skyldu verða slys á mönnunum tveim. Fjögurra manna flugvél brann á Reykja víkurflugvelli: Tveir menn sluppu úr vélinni Tveir menn sluppu naumlega þeg- ar kviknaði í flugvél þeirra á Reykja- víkurflugvelli síðdegis í gær. Veriö var að reyna mótorinn þegar eldur- inn kom upp. Ekki var ætlunin að fljúga vélinni. Vélin sem um ræðir ber einkennis- stafina TF—LWE og er gömul fjög- urra manna æfingavél. Hún er mjög mikið skemmd eftir eldinn. Að sögn slökkviliðsins á Reykja- víkurflugvelli barst tilkynning um eld í lítilli flugvél sem var stödd við svokallaða fluggarða laust fyrir klukkan hálfsex í gær. Mikill eldur var í vélinni þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang en fljótt gekk aö slökkva eldinn. Mennirnir, sem voru í vélinni, sluppu út úr henni en ekki mátti tæp- ara standa. Talið er að eldsneyti hafi farið niður við gangsetningu og hætta var á sprengingu. Unnið er að rannsókn á eldsupptökum. -EH. :íi > • v - Flugvélin er afar illa farin eftir eldinn i gær. Sluppi i naumlega undan \ Herjóli F/ Ellefu manns á slysadeild — eftir harðan árekstur Flytja varð ellefu manns á Slysa- varðstofuna eftir harðan árekstur milli strætisvagns og Unimog pall- bíis á mótum Skógarhlíðar og Flug- vallarvegar um kl. 14.00 í gær. Slysiö vildi þannig til að strætis- vagninn beygði af Skógarhllðinni inn á Flugvallarveginn í veg fyrir Uni- moginn. Töluverð ferð var á bifreið- unum þegar Unimoginn rakst á strætisvagninn aftarlega. Meiðsl á fólki urðu ekki eins alvar- leg og talið var í fyrstu. Þó urðu sex af farþegum strætisvagnsins að vera eftir á Slysavarðstofunni til frekari rannsóknar en fengu að fara heim síðar um daginn. Okumaður Uni- mogsins fékk höfuðhögg en það reyndist ekki vera alvarlegt. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar. Unimoginn er nær ónýt- ur og álitið er að erfitt geti reynst að gera við strætisvagninn. GK. Bílarnir voru mikið skommdir eftir éreksturinn. Hér sjást skemmdirnar á strætisvagninum. DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.