Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 11
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 11 DV-myndPK. Risapálmi í Blómavali Bjarni Finnsson í Blómavali stendur þarna hjá risapálma sem hann hefur keypt í tilefni fimmtán ára afmælis fyrirtækis síns, Blómavals. Pálminn heitir Washingtonia, eftir fyrsta forseta Bandaríkjanna. Hann er vaxinn upp í Suður-Ameríku en búinn að vera í sóttkví í Hollandi síðan í mars. Pálmategund þessi er sama tegundin og vex í Kaliforníu þar sem þekkt borg, Palm Springs, er kennd við tegundina. Risapálminn hans Bjarna er á svipuðum aldri og Blómaval, eða um fimmtán ára. A.Bj. Brynja fær styrk úr leiklistarsjóði Stjórn Leiklistarsjóðs Þorsteins ö. Stephensen, við Ríkisútvarpiö, hefur veitt Brynju Benediktsdóttur leik- stjóra styrk að upphæð kr. 75.000 til að sækja námskeiö í sjónvarpsleikstjórn hjá sænska ríkisútvarpinu og Drama- tiska Institutet í Stokkhólmi. Er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðn- um. -SOS. Athyglisverðar lausnir og ósjálf- ráð afslöppun — spjall við Árna Sigfússon í Bandaríkjunum Óskar Magnússon, DV, Washington: „Hér hafa menn fundið margar at- hyglisverðar lausnir sem væru eftir- breytniverðar á Islandi. Raunar hafa mönnum hér líka orðið á mistök sem gott gæti verið að varast,” sagði Arni Sigfússon í samtali við DV. Árni stundar nú nám í rekstrar- hagfræði og stjórnsýslufræðum í borginni Knoxville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. — Spjallið fór fram í mestu stjórnsýsluborg í heimi, höfuðborginni Washington. „Þetta er nám sem kallaö er á ensku „Public administration”. Megináherslan er á því hvernig opin- berar stofnanir, sem ekki hafa hagnað einan að leiðarljósi, verði sem best reknar. Sneitt er hjá stór- um bandarískum ríkisrekstri en frekar miöað við smærri einingar. T.d. er borgin Knoxville jafnfjöl- menn og Island og til borgarinnar sækjum við mikið af viðfangsefnum okkar í náminu. Auk þess er á þessu svæði TVA, sem er eins konar fílefld „Landsvirkjun”. Þessi stofnun annast stíflugerð hér á svæði sem nær allt frá Pennsylvaníu til Ala- bama og rekur auk þess þau kjarn- orkuver sem eru á þessu svæði,” sagði Árni. Nám sniðið eftir aðstæðum Árni er kennaramenntaður frá Kennaraháskóla Islands. Hann starfaöi fyrst sem kennari en síðan sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi. Hann var framkvæmdastjóri full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins uns hann hélt utan til náms fyrir rúmu ári. „Það hafa verið í gangi miklar um- ræður undanfarin ár um endurskipu- lagningu opinberra stofnana og tilraunir með breytt rekstrarform. Fjölmargir hópar hafa látið sig þessi mál varða með ýmsum hætti. Minna hefur verið gert að því að rannsaka málið fræðilega. Það má því segja að það hafi verið hvatinn að því að ég ákvað að leggja stund á þetta nám. Auk þess hef ég alltaf haft áhuga á því sem er að gerast í kringum mig og mig langaði til að fullnægja þeirri þörf minni betur. Eg held að nám af þessu tagi nýtist mjög vel á Islandi. Bandaríkjamenn kunna að laga námið að þörfum hvers og eins. Eg hef fengið að sinna nokkrum verk- efnum sem tengjast Islandi. Þannig fer ég nú í tveggja mánaöa vinnu í Fjárlaga- og hagsýslustofnuninni í beinum tengslum við námið og lýk síðan mastersprófi snemma á næsta ári.” Opnir, alþýðlegir og liðlegir „Okkur hefur litist mjög vel á okk- ur í Bandaríkjunum. Bandaríkja- menn eru mun opnari, alþýðlegri og liðlegri en við Islendingar. Þetta finnur maður vel í daglegri um- gengni. Annars kom mér hvað mest á óvart hvað félagsleg aðstoð er miklu meiri hér í landi einkafram- taksins en ég hafði gert mér grein Árni Sigfússon. fyrir. Miklu fé er varið til sam- hjálpar þótt vissulega mætti gera þaö með markvissari hætti. Bandaríkin eru svo stórt land að maður verður var við mjög mismun- andi skoðanir og þekkingu eftir því hvar maður er í landinu. Við vorum á ferðinni í gegnum Virginíu-ríki um daginn og fengum þá bágt fyrir að halda ekki hátiðlegan 4. júh, þjóðhá- tíðardag Bandaríkjanna. Fólkið hélt sem sagt að Island væri eitt af Bandaríkjunum. Nokkru sunnar, í Georgíu, höfðum við það á tilfinning- unni aö litið væri á okkur sem pólitíska flóttamenn.” Ástandið í kringum Svíþjóð „Fólkinu þar var mjög tíðrætt um ástandið í kringum Svíþjóð, hversu mikill sósíalismi væri þar. Island var talið falla þar undir sem eitt af grannríkjum Sviþjóðar. ” Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir, stundar nám í tal- meinafræðum. Þá er ótalinn hinn helmingur fjölskyldunnar, dæturnar Aldís Kristín og Védís Hervör. — Una alhr sér? „Já, þótt nóg sé að gera, þá er eins og maöur slappi sjálfkrafa af við að koma hingað,” sagöi Árni Sigfússon. Bókun iðnaðarmanna í Gufunesi: Lýsa fyrirlitningu á vinnubrögðum verksmiðjustjórnar „Hitt er alvarlegra aö sjálf stjórn verksmiðjunnar og ríkisstjórn Islands skuli kinnroðalaust tilkynna starfs- mönnum að þeim veröi sagt upp, verksmiðjunni lokað og framleiðslan boðin út erlendis vegna yfirstandandi vinnudeilu. Iðnaðarmenn i Áburðar- verksmiðjunni lýsa fyrirlitningu á þeim vinnubrögðum sem stjórn verksmiöjunnar hefur með þessu tekið upp. Með þeim opinberar stjórnin Utilsvirðingu sína gagnvart starfs- mönnum hennar.” Þessi orð eru í bókun sem verkfalls- mennirnir átján í Áburðar- verksmiðjunni létu gera hjá ríkissátta- semjara er þeir urðu við tilmælum hans um að þeir endurskoðuðu afstöðu sína til sáttatillögu í kjaradeilunni. Iðnaðarmennimir sneru á ný til vinnu sl. fimmtudag eftir 47 daga verkfall. I bókuninni segir ennfremur aö skammt sé um liðiö síöan ríkis- verksmiðjunum hafi með ákvöröun ríkisstjórnarinnar verið smalað inn í Vinnuveitendasambandið. Þrátt fyrir það hafi herkostnaður verksmiðjanna í stríöi VSl við starfsfólk þeirra verið ærinn, enda ljós að VSI þyki ríkis- framfæri henta ágætlega í baráttu sinni gegn hagsmunum verkaf ólks. Iðnaðarmenn hafi í deilunni krafist jafnréttis á viö aðra hópa, meðal annars að því er varðar starfsaldurs- hækkanir. Utgjaldaauki verksmiðj- unnar vegna þessa hefði á heilu ári ein- ungis numið broti af kostnaði við stöðv- un verksmiðjunnar í einn dag. Þetta sýni ljósar en nokkuð annað þá óbil- gimi sem iðnaðarmenn í verksmiðj- unni hafi mætt af hendi stjómenda hennar og forystu VSI. VSI og stjórnendur verksmiöjunnar hafi lokað sig af og.ekki verið til viðræðu um samninga. Engu máli hafi skipt hvort kröfur voru stórar eða smáar — öllu skyldi fórnað til þess að knésetja starfsmenn. -KMU. Skjálftamælingar Vegna lýsingar DV á mælingu á stærð jarðskjálfta og styrkleika þeirra vill Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur fá að koma þeirri leiðrétt- ingu áleiðis að ekki megi rugla saman þessum tveim mælingum. Með Richters-kvarðanum sé mæld stærð jarðskjálfta, en það er ákveðið mat á þeirri orku sem leysist úr læðingi við jarðskjálfta. Á þeim kvarða eru tölur sem birtast almenningi byggðar. Stærsti skjálfti sem vitað er um var 8,9 á Richter-kvarða. En það er annar kvarði sem mæhr styrkleika skjálfta, svokallaður Mer- calli-kvarði. Er hann aöaliega notaður til að meta styrkleika hræringa út frá lýsingum fólks. Sérverslun með SKRIFSTOFUHÚSGÖGNI ftiinMiiNnssnN Kópavogi. Panasonic ÍÍMímmíI GASELDAVÉLAR Z hellur + grlll KALLKERFI 2ja -4ja stöðva fyrlr shrif- stofur, verhsmiðjur, helmahús, sKlp, báta og bændur. Einföld uppsetning með rafhlöðum. Fullkominn fallegur olluofn Ofninn fyrlr: • sumarbústaðinn • bílsKúrinn • gróður/garðhúslð • áfylling m. lausum tanK • eyðir 026 I. á Klst. • hitagjafi. 2.7 Kwst. • viðgerða og varahlutaþjónusta RAFB0R6 Rauðarárstíg 1, Sími 11141

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.