Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Side 30
30 Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upplýsingar gefur hjúkrnnarforstjóri í síma 29133 frá kl. g I g Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. LAUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eft- irtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Forstöðumaður við leiksk./dagh. Iðuborg, Iðufelli 16. • Ráðskonaviðskóladagh. Hálsakot v/Hálsasel. • Aðstoðarmaður í eldhús í Rofaborg v/Skólabæ (nýtt heimili). • Fóstrur og starfsmenn við eftirtalin heimili: — Grandaborg v/Boðagranda (nýtt heimili). — Hálsaborg, Hálsaseli29. — Kvistaborg v/Kvistaland. — Leikfell, Æsufelli 4. — Lækjaborg v/Leirulæk. — Rofaborg v/Skólabæ. — Barónsborg, Njálsgötu 70. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og for- stöðumenn viðkomandi heimila. • Forstöðumaður á skóladagheimili Breiðagerðis- skóla, frá og með 25. nóvember 1985. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84558. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. október1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Strandgötu 19, (miðhæð), Hafnarfirði, þingl. eign Jensínu Egilsdóttur, fer fram eftir kröfu Garðars Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. október 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Strandgötu 47, Hafnarfirði, þingl. eign Aðalsteins Tryggvason- ar, fer fram eftir kröfu Ara Isberg hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. október 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Sævangi 14, Hafnarfirði, þingl. eign Ellerts Eggertssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Gjaldheimtunnar i Hafn- arfirði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Löngufit 12, kjallara, Garðakaupstað, þingl. eign Ómars Val- geirssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Garðakaupstað á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 3. október 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á eigninni Skógarási, spildu úr landi Saurbæjar, Kjal- arneshreppi, þingl. eign Ólafs Böövarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. október 1985 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Þrjár fyrstu áhafnirnar i Ljómarallinu með verðlaun sin, talið frá vinstri: Ríkharður Kristjánsson og Atli Vil- hjálmsson sem voru i þriðja sæti. Sigurvegararnir, Tapio Eirtovaara og Saku Vierimaa, og þá Jón Ragn- arsson og Rúnar Jónsson sem höfnuðu í öðru sæti. Mynd ÓG y Ljómarallið 1985: BILARNIR ALDRQ BETRI Sjötta alþjóðlega Ljómaralliö var haldið um síðustu helgi, nánar tiltekið dagana 19.—22. september. 28 áhafnir voru skráðar til leiks og leiðin, sem ek- in var, var 1400 km löng, þar af 656 km á sérleiðum sem voru 24 talsins. Is- lendingar hafa unnið Ljómaralliö und- anfarin ár, utan það fyrsta, sem Norð- menn unnu, og nú var mestur fjöldi út- lendinga skráður í keppnina, 3 finnskar áhafnir og tvær með breskum ökumönnum og íslenskum aðstoðar- ökumönnum. Bílarnir hafa heldur aldrei verið betri og þar á meðal var bíll frá fyrrverandi heimsmeistara bílaframleiðenda í rallakstri, Audi Quattro. Quattrobílnum, sem ekið var af Chris Lord og Birgi V. Halldórssyni, var spáð góðum árangri, sem og Peter Geitel og Erkki Vanhanen á Datsun 240 RS. Af íslenskum keppendum var búist við góðum árangri hjá Bjarma Sigur- garðarssyni og Ulfari Eysteinssyni á Talbot Lotus, Þórhalli Kristjánssyni og Sigurði Jenssyni á sams konar bíl, Jóni Ragnarssyni og Rúnari Jónssyni á Ford Escort, en allir voru þeir með allt að 260 hestöfl í bílum sínum og Audi Quattro-inn með 100 betur, eða 360 hestöfl, auk þess að vera með drif á öllum hjólum. Keppendur voru ræstir fimmtu- daginn 19. sept. kl. 17.00, frá veitinga- húsinu Uxanum í Glæsibæ og var fyrsta sérleiðin í Fífuhvamms- gryfjunum í Kópavogi þar sem fjöldi fólks fylgdist með þegar keppendur lögðu af staö. Peter Geitel sýndi þar frábæran akstur og tók forystuna. Bjarmi og Ulfar komu á eftir með einnar sekúndu lakari tíma. Eftir Fífu- hvammsaksturinn var ekið um Isólfs- skálaveg og fyrir Reykjanes og á leið- inni aftur til Reykjavíkur teknar tvær sérleiðir við Stapafell og í Hvassa- hrauni. Eftir þennan fyrsta áfanga voru Peter og Erkki með 1 mín. og 12 sek. í forskot á landa sína, Saku Vierimaa og Tapio Eirtovaara q Opel Manta, Chris og Birgir á Audi Quattro í þriðja sæti og Jón Ragnarsson og sonur hans, Rúnar, í fjórða sæti. I þessum fyrsta áfanga duttu 7 bílar úr keppninni, aðal- lega vegna bilana. Á föstudaginn lögöu 20 bílar af staö kl. 7 um morguninn og dagleiöin lá um Lyngdalsheiði, Kjöl að Hveravöllum og til baka sömu leiö, aö Esjuleiö í Mosfellssveit og þaðan fyrir Reykja- nes og Isólfsskálaveg, alls 246 km á sérleiðum. Á fyrstu leiö dagsins, Lyng- dalsheiði, blindaðist Peter Geitel í morgunsólinni og ók út af og skemmdi við það f jöðrun og gírkassann í Datsun- bíl sínum og féll úr keppni. Þá tóku landar hans, Saku og Tapio, forystu en þessi leið reyndist Finnunum sér- staklega erfið því að þriðja finnska áhöfnin, þær Marjo Salonen og Tuula Karkkulainen á Toyota Corolla, óku út af og veltu bílnum á hliðina. Þær héldu þó áfram eftir nokkra töf. Erfiðasti áfangi á öðrum degi keppn- og til baka. Þar breyttist staða fyrstu bíla ekki þó forskot þeirra Saku og Tapio minnkaöi í átta og hálfa mínútu. Flestir hugsuöu mest um að ljúka keppni en það áttu Dalabóndinn örn Ingólfsson og sonur hans, Halldór, í erfiðleikum með þegar vélin í Trabant- bíl þeirra sveik þá. Dali gafst þó ekki upp heldur geröi vélina upp á rúmum hálftíma með aöstoð viðgerðarmanna Finnanna. Tókst þeim feðgum því að ljúka keppni. Hóf var haldiö um kvöldið á Hótel Sögu þar sem verðlaun voru afhent fyrir fyrstu þrjú sætin, auk verðlauna til sigurvegara í flokkum. I standard- flokki sigruðu Þorvaldur Jensson og Pétur Sigurðsson á Lada Sport, í flokki Sigurvegararnir í Ljómaralli 1985, Saku Vierimaa og Tapio Eirtovaara ó Opel Manta, voru aö vonum kampakótir þegar þeir komuímark. MyndÓG. Eftir föstudaginn voru 15 keppendur eftir í keppninni og fyrstir voru Saku og Tapio, Jón og Rúnar í öðru sæti og Bjarmi og Olfar í þriðja, Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurösson í fjórða sæti. I þriðja áfanga var fyrst ekið um Heklubraut og síðan Dómadal. Þar urðu bæði Bjarmi og Þorsteinn Ingason fyrir bilunum og féllu úr keppni. Þaðan var ekið um Fjallabak og Meðalland og sömu leið til baka. Á Heklubraut varð Jón Ragnarsson fyrir því óhappi aö velta bil þeirra feðga á hliðina og festust þeir síðan þversum á veginum og töfðu þar með þá Þórhall Kristjánsson og Sigurð Jensson á Talbot Lotus og bræðurna Olaf og Hall- dór Sigurjónssyni á Ford Escort þann- ig að Þórhallur féll úr þriðja sæti í það fimmta. Lítið bar til tiðinda það sem eftir var af þriðja áfanga en frá Heklubraut lá leiðin um gömlu Kamba og Fífuhvammsgryfjur eftir 14 tíma akstur. Þá voru Saku og Tapi komnir með 13 minútna forskot á Jón og Rúnar sem voru með tæplega 16 mínútna for- skot á Ríkharð Kristinsson og Atla Vilhjálmsson á Toyota Corolla. Næstir komu Olafur og Halldór og þá Þór- hallur og Sigurður. I síðasta áfanga á sunnudagsmorgun voru tvær sérleiðir, Kaldidalur fram A, 1300—1600 cc, sigruðu Ken McKechnie og Hilmar Gunnarsson á Talbot TI, og 1600 cc og yfir unnu Olaf- ur og Halldór Sigurjónssynir. Flokk B, 1300—1600 cc, unnu Þórður Þórmunds- son og Bjarni Haraldsson á Lancer og 1600—2000 cc unnu Þórhallur Krist- jánsson og Sigurður Jensson. Skeljungur hf. gaf vegleg verðlaun sem Jón Ragnarsson og Rúnar Jóns- son hlutu sem fyrstu Islendingarnir í keppninni. Tvenn verðlaun voru veitt í minningu Hafsteins Haukssonar, bæði gefin frá Bretlandi. Önnur verölaunin gaf Philip Walker og skyldu þau veitt „mönnum keppn- innar”. Þau hlutu að þessu sinni finnsku stúlkurnar Marjo Salonen og Tuula Karkkulainen. Hin verðlaunin gáfu samtök breskra bílablaðamanna á Norður-Englandi í minningu Haf- steins og skyldu þau veitt fyrsta breska keppandanum. Þessi verölaun hlutu Ken McKechnie og Hilmar Gunnarsson. Ixikaúrslit í Ljómaralli 1985 urðu sem hér segir: Sigrar á sérleiðum SakuVierimaaogTapioEirtovaara 11 Bjarmi Sigurgarðarss. og lllfar Eysteinss. 4 Peter Geitel og Erkki Vanhanen 3 Ríkharður Kristjánss. og Atli Vilhjálmss. 2 Þórhallur Kristjánss. og Sig. Jensson 2 ChrisLordogBirgirV. Halldórsson 1 JónRagnarssonogRúnar Jónsson 1 innar var Kjölur sem ekinn var fram og til baka. Mátti merkja nokkurn kvíöa hjá keppendum fyrir þessari leið og ekki að ástæðulausu. Á leiðinni suður Kjöl féllu þeir Chris Lord og Birgir V. Halldórsson á Audi Quattro úr keppninni þegar þriðja dekkið á bíl þeirra sprakk. Þeir höfðu tvö vara- dekk meðferðis og áttu ekki tök á að ljúka leiöinni þar sem aðstoðarlið þeirra beiö með fleiri dekk. Bflar Olafur Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.