Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR30. SEPTEMBEK1985. 3 Lausn í sjónmáli i Fríkirkju- deilunni: Svo viröist sem deila séra Gunnars Björnssonar fríkirkjuprests viö safn- aðarstjórnina hafi tekiö nýja stefnu. Séra Gunnar sendi safnaöarstjórn- inni bréf á laugardagskvöldið. I bréf- inu var stjórnin beöin aö endurskoða Séra Gunnar sendir safn- aöarstjóminni sáttabréf uppsögnina og aö reynt yrði aö leita sátta. Einnig baö séra Gunnar stjórnina og aöra þá er málið varðar afsökunar á því sem misfarist heföi í samskiptum hans og safnaðarstjórn- arinnar. Aöilar málsins vöröust mjög allra frétta í gær og viröist málið vera á mjög viðkvæmu stigi. „Afstaða séra Gunnars hefur breyst, þaö er greinilegt, en ekkert er hægt aö segja um málið fyrr en safnaðarstjórnarfundur hefur verið haldinn og rætt hefur verið um máliö þar.” Þetta kom fram í máli Ragn- ars Bernburg, formanns safnaöar- nefndar, í gær. Taldi hann aö fundur yrði ekki haldinn fyrr en eftir helgi. Þess má að lokum geta aö ekkert varö af auglýstri messu sem séra Gunnar ætlaði aö halda í Fríkirkj- unni í gær. SMJ. Lögð verður sérstök áhersla á að fá yngstu borgarana með i „umferðarvik- unni" 7. —13. október. Umferðarvika í vændum Dagana 7.—13. október fer fram í Reykjavík sérstök umferöarvika. Tilgangur hennar er aö bæta umferðarmenningu í borginni og þá um leið aö fækka slysum. Stefna forsvarsmenn umferöar- vikunnar aö því aö gera föstudaginn 11. október aö slysalausum degi. Meö því hyggjast þeir sýna fram á aö slíkt sé hægt ef allir leggjast á eitt. Fjölmiðlar munu taka ríkan þátt í þessari umferðarviku enda þaö tæki sem nær til almennings. Markmiðið er aö skapa jákvæða stemmningu og fá alla meö. Sérstök áhersla veröur lögö á aö fá yngstu borgarbúana til samstarfs og „umferöarrannsókn barnanna” er eitt af þeim atriðum sem set ja munu svip á vikuna. Þá fylgjast börnin með umferöinni, ökuhraða og fleiru, búin radarmælum frá lögreglunni. Olafur Jónsson, forstööumaöur Tónabæjar, er formaöur þess starfs- hóps sem sér um umferðarvikuna. -AÖH Sveppavíma í Neskaupstað: Trúlega peðsveppir — segir grasaf ræðingur Á Islandi vex fjöldi sveppa sem ekki hafa enn verið skráðir og meðal þeirra eru sveppir sem valda ofskynjunum sé þeirra neytt. Þetta kemur f ram í samtali viö Eirík Jensson grasafræðing en í Nes- kaupstað rannsakar lögreglan nú dularfulla eitursveppi sem unglingar þar neyttu til þess að komast í vímu. Sá sem neytir ofskynjunarsveppa til að komast á „trip” verður var við áhrif í 4—5 tíma og eftirköstin geta verið beinverkir, ofsóknarkennd og óttatilfinning. Eiríkur sagöi aö án efa gætu þessir sveppir verið hættulegir eins og önnur ofskynjunarlyf og rétt að vara fólk við þeim. -EH. Gæði, öryggi, klassísk fegurð Ekki sætta þig við annað Veldu aðeins það besta kr. 4.Uv þús ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR vímjAlmsson HF. / r j ! j M Smidjuvegi 4. Kopavogi Simar 77200 - 77202. Eiríkur, sem hefur fengist viö svepparannsóknir hérlendis, sagöi að erfitt væri að fullyrða hvaöa sveppir þetta væru sem unglingarnir hefðu neytt en líklega væru hér á feröinni svokallaðir peösveppir sem sumir hverjir innihalda efni sem valda ofskynjunum, s.s. litabrenglun og fleiru. Þeir eru brúnleitir meö pínulítinn hatt og vaxa á mykju og á grasflötum, oft í kringum manna- bústaði. Óðalstarfar áfram — gengið frá áframhaldandi leigu við eigendur I töluverðan tíma hefur allt veriö á huldu meö framtíð veitingastaöarins Oöals viö Austurvöll. En núna um helgina tókust samningar milli eigenda Oöals og Ketils Axelssonar um áframhaldandi leigu. Er því tryggt að veitingastaðurinn verður rekinn áfram á sama staö. Ymsar breytingar eru fyrirhugaöar á rekstri og útliti staöarins. Mun staöurinn aö öllum Ukindum verða lokaður um hálfs mánaöar skeið í nóvember vegna þess. SMJ AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA AIWA í < < % < < < i AIWA AIWA AIWA AD-FBBO AD-R550' FALLEGT ÚTLIT LÖNG ENDING MIKIL GÆÐI Þetta eru kjörorð AIWA hljómtækjanna. Allt þetta er rétt, en á þó hvergi betur við en um AIWA segulbandstækin því þau eru í algjörum sérflokki. Lesið dóma um AIWA segulbandstækin, komið, sjáið og hlustið á AIWA segulbandstækin og þið sannfærist að þetta er ekki bara auglýsing. OP'O^o teu«»'d89a A2- D_ . i -i _ i r IfiSSIBÍÍBSr Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavik Símar: 31133 - 83177 - Pósthólf 8933 I I I > > I > I AIWA AIWA AIWA AIWA' AIWA AIWA AIWA’ AIWA AIWA AIWA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.