Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Golfvörur s/f auglýsa: Vorum að fá golfsett í miklu úrvali fré Sounder og Baron Golf. Eigum á lager: vetrarhanska, púttholur, púttara, poka, regnhlifar, hettur á poka, kylfur, pokastanda, golfskó og fl. Golfvörur s/f, Faxatúni 21, sími 42075, opiðkl. 14-16. Hringið hvenær sem er. M LAUSAR STÖÐUR HJÁ '1' REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eft- irtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunardeild Droplaugar- staða, Snorrabraut 58. • Sjúkraliðar á hjúkrunardeild Droplaugarstaða, Snorrabraut 58. Upplýsingar eru veittar á Droplaugarstöðum frá kl. 8.30 til 16.00 virka daga í síma 25811. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. október 1984. FLESTIR HAFA AÐEINS TVÆR HENDUR . . . HF-10 PT er takkasími meðtíu númera minni fyrir skífu- eða tónval. Tækið er með innbyggðum hljóðnema sem hægt er að tala í án þess að lyfta símtólinu og styrkleikastilli fyrir hátalara og símtól. Hægt er að læsa fyrir hringingu út, þannig að aðeins er mögulegt að svara. Verð kr. 7.900:- Tækið er samþykkt af Pósti og Síma. OÖECtNn cc l\l II Lll IU Ul. Ármúla 7, 2. hæð. Opið virka daga 09:00-18:00. Laugardaga 10:00-12:00. Sendum í póstkröfu. - Sími 91-687870. íþróttir íþróttir Bremen heldur sínustriki — er eitt á toppi v-þýsku Bundesligunnar. Völler og Magath meiddust. Bayern Miinchen fékk skell og Buchwald fékk að sjá rauða spjaldið. Uerdingen og Stuttgart unnu Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Bayer Uerdingen var mjög heppið að vinna sigur á Saarbrucken er liðin mættust á heimavelli Uerdingen á föstudagskvöldið. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik fékk markvörður Uerdingen að sjá rauða spjaldið fyrir gróft brot. Nítján ára nýliði, Frank Kubik, fór í markið og stóð sig vel. Saarbrucken hefði þó átt að ná forystunni en fjórum sinnum björguðu markstangir Uerdingen liðinu áður en Buttgerait náði forystu fyrir Uerdingen. Rudi Bommer kom stöðunni í 2—0 og þannig var staðan í hálfleik. Blattel minnkaði muninn í síðari hálfleiknum og á lokamínútunni fékk einn leikmanna Saarbrucken að sjá rauða spjaldið. Það var ítalinn Jusufi og var dómurinn talinn mjög vafasamur og hyggst félagið kæra leikinn. Atli Eðvaldsson lék ekki með Uerdingen en Lárus Guðmundsson lék alian leikinn en lítið bar á honum. Hann fékk f jóra í einkunn hjá Bild. Buchwald fékk rautt Stuttgartleikmaðurinn Guido Buchwald fékk að sjá rauða spjaldið í leik liðs síns við nýliða Niirnberg er liðin mættust á laugardaginn. Brott- rekstur Buchwald kom þó ekki að sök því að Stuttgart vann 1—0 sigur með marki Zietsch á 73. mínútu. Hann skaUaði þá boltann í markið eftir vel tekna aukaspyrnu Ásgeirs Sigurvins- sonar. Leikurinn var mjög grófur og hafði dómarinn ekki hin minnstu tök á honum. Brottreksturinn á Buchwald var mjög vafasamur og sjálfur sagði hann að dómurinn hefði verið fjar- stæða. Ásgeir fékk þrjá í einkunn hjá Bild og stóð sig vel. Völler meiddist Það gekk mikið á í leik Bochum og Werder Bremen. Lykilmaður Bremenliðsins Rudi Völler meiddist á 30. mínútu og þurfti að yfirgefa leik- völlinn. Olíklegt er að hann geti hjálpað liði sínu í seinni Evrópu- slagnum gegn sovéska f élaginu Odessa á miðvikudagskvöldið. Bremen var þrátt fyrir það betri aðilinn allan tímann og liðið virðist vera ósigrandi um þessar mundir. Norgert Meier skoraði fyrsta markið fyrir Bremen en Kuhn jafnaði fyrir heimaliðið. Wolf- gang Sidka náði aftur forystunni fyrir Bremen með fallegu marki og Neubarth skoraði þriðja markið. Ásgeir Sigurvinsson. Einkunnin 3 hjá Bild. 1 *’"t.. v*7| Rudi Völler hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum fyrir lið sitt Werder Bremen. Um helgina varð hann að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og óvist er hvort hann getur hjálpað liði sinu á næstunni. Benatelli náði að minnka muninn fyrir Bochum í lokin. Felixd Magath meiddist illa í leik HSV við Hannover og ekki er líklegt að hann muni geta leikið næstu vikurnar. Schröder skoraði annað markið áður en Peter Lux skoraði þriðja mark Hamburger en sigur þess var aldrei í hættu. Stórskellur Bayern Úvæntustu úrslit helgarinnar voru tvímælalaust stórsigur Fortuna Diisseldorf á Bayern Miinchen. Bayern Uðið var hræðilega slakt í leiknum og var Klaus Augenthaler eini leikmaður liðsins er lék ekki undir getu. Liðið leikur enn án Lothar Mattheus sem slasaðist illa í Evrópuleik liðsins fyrir tæplega háUum mánuði. Það var Kein sem skoraði eina mark Diisseldorf í fyrri háUleiknum en í þeim seinni opnuðust allar flóðgáttir og liðið bætti þremur mörkum við. Fyrst Holmqist 2—0, þá Demandt 3—0 og loks Dusend. Um þessa Ieikhelgi fengu tveir dómarar í Bundesligunni sex í einkunn sem er það slakasta sem gefið er. Alls voru tuttugu og sex gul spjöld gefin í leikjum helgarinnar og þrjú rauð. Eitt hundrað og áttatíu þúsund áhorfendur voru á leikjunum. Úrslit í 1. deild: F. Dusseldorf—B. Munchen 4—0 Nurnberg—Stuttgart 0—1 Hamburg—Hannover 3—0 Kaisersl.—B. Dortmund 2—0 E. Frankfurt—B. Leverkusen 1—0 Bochum—Werder Bremen 2—3 Waldhof Mannheim—Borussia Möenchengladbach 3—1 BayerUerdingen—Saarbruecken 2—1 Staðan í Þýskalandi: WerderBremen 9 6 3 0 Möenchengladbach 9 5 2 2 Kaiserslautern 9 5 2 2 Waldhof Mannheim 9 4 4 1 Stuttgart 9 5 13 Bayern Miinchen 8 4 2 2 BayerUerdingen 9 4 2 3 Hamburger 8 4 13 Eintracht Frankfurt 9 2 5 2 Köln 9 2 5 2 Bayer Leverkusen 8 3 2 3 Bochum 9 4 0 5 Niirnberg 9 3 15 Fortuna Diisseldorf 9 3 0 6 Hannover 8 13 4 Schalke 9 2 16 Saarbrucken 9 13 5 Borussie Dortmund 9 13 5 26 12 15 21 13 12 16 10 12 14 9 12 17 10 11 11 9 10 14 19 10 14 8 9 9 10 9 13 15 9 13 10 8 20 20 8 15 15 7 18 23 6 13 23 5 10 18 5 8 16 5 10 22 5 -fros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.