Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 48
* FRÉTTASKOTSÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1985. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins: ■- Óeiningog hagnaður „Þessar niöurstöður viröast end- urspegla aö verulegu leyti fjöl- miðlamynd sumarsins. Þaö hefur borið á óeiningu innan Alþýðu- bandalagsins og á því hagnast þeir. Þaö hefur mikiö boriö á klofningi innan ríkisstjórnarinnar, sérstak- lega meöal sjálfstæðismanna og þeir hagnast. Hins vegar virðist klofningurinn innan Bandalags jafnaöarmanna ekki hafa fengiö nógu mikla umfjöllun í fjölmiölum vegna þess aö þeir hagnast ekki í þessari könnun,” sagði Jón Bald- — vin Hannibalsson, formaður Al- þýöuflokksins, í samtali viðDV. „En mig langar aö gera eina at- hugasemd. Viö hvað er fylgi Sjálf- stæöisflokksins miöaö? Er þaö viö Albert, áframhaldandi setu Þor- steins Pálssonar utan stjórnar eöa hvað? Og viö hvaö miðast fylgi Al- þýðubandalagsins? Svavar Gests- son sem formann, verkalýðsarm- inn, Olaf Ragnar Grímsson eöa Þjóðviljann? Ég bara spyr,” sagöi Jón Baldvin Hannibalsson. -EIR. Halldór Asgrímsson, sjavarútvegsráðherra: ÓHRESS „Eg er mjög óhress með hlut okkar framsóknarmanna i þessari skoðanakönnun þó svo þaö sé haft í huga aö fylgi okkar hefur almennt veriö vanmetiö í slíkum könnun- um,” sagöi Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra í morgun. „Eg tek sérstaklega eftir því að fylgi Sjálfstæöisflokksins viröist hafa aukist og smáflokkarnir, BJ og Kvennalisti, halda sínu. Lödega þróun tel ég aftur á móti verða þá aö smáflokkarnir dali eitthvað því þeir eiga það til aö koma vel út í skoðanakönnunum á kostnað Al- þýðubandalagsins. Þessa skoðana- könnun DV tel ég heldur óáreiöan- lega vegna þess aö um helmingur aöspuröra er óákveöinn eöa neitar aö svara,” sagöi Halldór Ásgríms- son. -EIR. EINANGRUNAR GLER 666160 LÓKÍ Hvað á nú að gera við Karlinn í brúnni? Eldsvoði á Vesturbrú í Kaupmannahöf n: UNGURISLEND- INGUR FORST Ungur Islendingur fórst í eldsvoða í Kaupmannahöfn aöfaranótt þriöjudags. Bruninn varö í húsi viö Lille Colbjörnsensgade á Vesturbrú. Ekki er vitaö hvaöa erindi hann átti í húsiö. Erindi mannsins til Kaupmannahafnar var aö sitja fundi vegna starfs síns. Slökkviliðinu tókst að flytja alla íbúða hússins á brott í tæka tíö og fórst enginn annar í brunanum. Þegar eldurinn kom upp virðist maðurinn hafa lokast inni á gangi og ekki átt undankomuleið. Viö lík- skoðun kom í ljós aö hann haföi látist úr reykeitrun. Engin merki voru um átök eða aö dauða mannsins hafi boriö aö meö annarlegum hætti. I fyrstu tókst ekki aö bera kennsl á manninn og var lýsing á honum birt í dönskum blöðunum á miövikudag. Eftir aö uppvíst varö aö maöurinn var íslenskur vann Rannsóknar- lögreglan íslenska aö málinu með þeirri dönsku. -GK Unnið er að viðgerð á húsinu við Lille Colbjörnsensgade nú fyrir helgina. slökkvilíðsmenn við störf í brunarústunum i risi hússins. Á innfelldu myndinni eru DV-mynd Halldóra Þörðardóttir. Niðurstaða sjálfstæðismanna „á venjulegu mannamáli” HNIFINN AFTVR Á FJÁRLÖ&N Meginniðurstaða á fundi þing- flokks og miöstjórnar Sjálfstæðis- flokksins í Stykkishólmi um helgina var sú aö ná yröi meiri árangri í baráttunni gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. „Jú, jú, þetta þýðir á venjulegu mannamáli aö meira veröi að skera niður í fjár- lögunum,” sagöi Olafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, í morgun. „Eg er alveg sammála flokknum og fagna því ef ég fæ stuðning til þess aö skera meira niður,” sagði Albert Guömundsson fjármálaráöherra, sem ekki var á fundinum. „Eftir mikil fundahöld var ákveðið aö leggja f járlagafrumvarpiö fram eins og þaö er nú og gerö um þaö bókun milli flokkanna að standa þannig aö því. Ef stjórnarflokkarnir geta í samvinnu og þá með fulltingi þeirra fagráöherra, sem fara með dýrustu málaflokkana, náö meiri árangri í niðurskuröi, þá er þaö nákvæmlega þaö sem ég vil,” sagði Albert. „En þaö er á hinn bóginn víst aö hvergi er hægt aö taka stórar fúlgur í einu. Það er ekki hægt aö fara svo byltingar- kennt í þetta að það skaöi þjóö- félagiö.” Albert sagöi aö augljóslega kæmi helst til greina aö skera niður eöa fresta útgjöldum í heilbrigðis- og tryggingamálum, vegamálum og menntamálum. Sem dæmi nefndi hann hugsanlegan 100 milljóna niöurskurö til vegamála til viðbótar viö 400 milljóna skurð áöur. Samt yrði varið meira fé í krónum til veganna en í ár. Á Stykkishólmsfundinum var fisk- veiðistefnan einnig í brennidepli. Aö sögn Friöriks Sophussonar, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, reyndist ekki vera fyrir hendi stuðningur viö þriggja ára stefnumörkun, sem sjávarútvegsráöherra leggur til. „Hagsmunasamtökin vilja ekki þessa leiö og því má segja aö hún sé dauð,” sagði Frikrik. Sjálfstæðismenn vilja þó markaöa stjórnun fiskveiðanna til skemmri tíma. Þingmannanefnd vinnur áfram að tillögugerö innan flokksins, þá um ársstefnu í senn. HERB „Aðvörun og áminning” — segirFriðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stædisflokksins „Athyglin hlýtur aö beinast aö því aö helmingur aöspuröra gefur ekki upp afstööu,” svaraði Friörik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæöisflokksins, um niðurstöður skoöanakönnunarinnar. „Mér sýnist þaö vera aðvörun og áminning til okkar stjórnmála- mannanna. Miöað viö síðustu skoö- anakönnun getum við sjálfstæðis- menn mjög vel við unað. Or þessu förum viö að undirbúa sveitarstjórnarkosningar og ég tel aö staöa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé sterk og við stöndum vel að baki Davíðs og ætlum okkur aö sigra,” sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins. -ÞG Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Straumursem ferstækkandi” „Eg held aö ein skýringin á þess- ari breytingu sé sú aö Alþýðu- bandalagiö er eini stjórnarand- stöðuflokkurinn sem var með marktækt flokksstarf i sumar. I þessu flokksstarfi höfum viö fundið áhuga og kraft og aö alþýöubanda- lagsmenn eru staöráönir í aö starfa vel á komandi kosningavetri. Skrif okkar og fundahöld um nýja sókn í atvinnulífinu hafa vakiö mikla athygli og núna í gær kom fram að Alþýðubandalagiö á góðan hljómgrunn meöal ungs fólks en þá lauk þingi Æskulýösfylkingar Al- þýöubandalagsins. Sá straumur sem þessi könnun sýnir fer stækkandi eftir því sem nær dregur kosningum. Alvara stjórnmálanna tekur viö og skemmtigildið víkur til hliöar. ” baj Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: „Viöerum hvergi smeykar” „Þessar niöurstöður eru athyglisverðar fyrir æði margt. Þær staðfesta stjörnuhrap hjá Jóni Baldvini og ég sendi honum samúöarkveöjur. Þær sýna töluverða fylgisaukn- ingu hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýöubandalagi og enga skýringu hef ég á þeim undarlegheitum, nema þá helst að innri átök halda þeim rækilega í sviðsljósinu og tryggja þeim umfjöllun fjölmiöla. Athyglisveröast er þó hversu margir eru óákveönir. Ætli menn séu ekki bara ennþá í sumarskapi — aö minnsta kosti sunnanlands — og ekki komnir í póUtískar stellingar vetrarvertíðarinnar. Tölurnar hjá Kvennalistanum sýna ekki marktækan mun frjt júníkönnun og þaö er viðunandi. Kvennalistinn hefur lítiö veriö í sviðsljósinu í sumar hvorki sundrung né trúðleikar hafa oröiö til að vekja athygli á okkur en við eigum okkar fasta fylgi og erum hvergi smeykar ef málflutningur okkarnæreyrummanna.'" baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.