Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Page 9
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985.
(Jtlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hreinsað
upp eftir
Gloríu
Þaö var nóg aö gera hjá
milljónum íbúa í New York viö aö
hreinsa til eftir fellibylinn Gloríu
um helgina. Tré lágu fallin á víö og
dreif, einnig húsþök og annaö
iauslegt. Aö minnsta kosti 100 smá-
báta tók upp og liggja þeir nú
annaðhvort á ströndinni eöa eru
sokknir.
Vitað er um fimm manns sem
fórust af völdum fellibylsins. Ung
stúlka fórst þegar tré, sem faöir
hennar var aö skera grein af, féll á
hana. Einn maöur lést vegna
hjartaáfalls og einhverjir dóu í bíl-
slysum.
Verst var ástandiö á Long Island.
Þar búa nokkrar íslenskar
fjölskyldur, en ein þeirra sagöi við
DV í gær aö kraftur bylsins heföi
verið miklu minni en búist var við.
Kosningaúrslit í Ný ju-Kaledóníu:
Sigur aðskilnaðarsinna
íbúar frönsku Kaledóníu í Suöur-
Kyrrahafi, sem lotið hafa stjórn
Frakka síðustu áratugi, viröast klofnir
í afstööu til þess hvort áfram skuli til-
heyra Frökkum eöa fara fram á sjálf-
stæði. I nýafstöðnum kosningum á eyj-
unum fá aðskilnaöarsinnar kanaka
meirihluta í þrem af hverjum fjórum
héraösstjórnum er kosiö var til á
meðan þeir sem hliöhollir eru áfram-
haldandi stjórn Frakka halda enn
meirihluta í landsstjórninni í höfuð-
staönum, Noumea.
Kosningaúrslitin eru talin mikill sig-
ur fyrir hreyfingu aöskilnaðarsinna í
Nýju Kaledóníu sem í ljósi nýrra kosn-
ingalega kemur til meö aö auka áhrif
sin eyjunum meö meirihluta í héraös-
stjórnum. I kjölfar kosninganna hafa
aðskilnaðarsinnar hækkaö kröfur sín-
ar um sjálfstætt ríki er þeir kalla
Kanaky.
Miklar róstur hafa verið á Nýju
Kaledóníu aö undanförnu og búist var
við áframhaldandi skærum í kjölfar
kosninganna. Að sögn fréttamanna í
Noumea var kosningabaráttan hörö og
oft sem upp úr sauö á kosningafundum
og gripið var til ofbeldis. Þrátt fyrir
ólguna í landinu var aö mestu rólegt á
kosningadaginn og kosningaþátttaka
almenn. Stjórnvöld í París lýstu úrslit-
um kosninganna sem sigri fyrir lýö-
ræði og haft var eftir franska innan-
ríkisráðherranum, Pierra Joxe, aö nú
væri framtíð eyjaskeggja komin undir
þeim sjálfum og þeim valdamönnum
er kosnir heföu verið í ábyrgöarstöður
í kosningunum.
Róstusamt hefur verið i frönsku nýlendunni að undanförnu. Aðskilnaðarsinnar kanaka hafa viða gripið til
vopna i baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Á myndinni sjást franskar öryggissveitir handtaka óróaseggi í höfuð-
staðnum Noumea.
Stjórnmálaskýrendur spá auknum
átökum hinna tveggja fylkinga á næst-
unni. Flokkur hinna hófsamari, er
brúa vildi bil beggja og tók hvorki af-
stöðu til sjálfstæðismálsins né áfram-
haldandi stjórnar Frakka, þurrkaðist
næstum út í kosningunum.
Umsjón: Þórir Guðmundsson
og Hannes Heimisson
RainbowWanior:
LACOSTE RÆDDI
MÁLIÐ VIÐ
RÁÐGJAFA
MITTERRANDS
Enn rúllar Rainbow Warrior-málið
eins og snjóbolti í Frakklandi og hleður
æ meira á sig. Um helgina sakaöi hiö
virta vikublaö Le Point háttsetta ráö-
gjafa Frakklandsforseta um aö hafa
verið viöriöna skipulagningu aögeröa
gegn skipi Greenpeacesamtakanna í
höfn á Nýja-Sjálandi.
Blaöiö segir ráögjafana hafa lagt á
ráðin um aðgerðir gegn skipinu nokkr-
um vikum áður en því var sökkt. Le
Point heldur því fram aö ráðgjafarnir
hafi fundað með Pierre Laeosta, yfir-
manni leyniþjónustunnar, sem var
rekinn fyrir að neita að skýra yfir-
mönnum sínum frá málinu.
Þessar upplýsingar blaösins hafa
leitt til enn frekari grunsemda blaöa-
manna í París um að ákvöröunin um
aö sökkva skipinu hafi veriö tekin á
enn hærri stigum stjórnsýslu. Yfirlýs-
ingar Laurent Fabius forsætisráö-
herra hafa ekki þótt mjög traustar.
Le Point segir ekki aö ráögjafar
Mitterrands forseta hafi skipulagt
sjálfa sprenginguna eða að Fabius eöa
Mitterrand hafi vitaö um hana.
En blaðið segir að Lacoste hafi sýnt
Voru ráðgjafar Mittorrands viðriðnir
Rainbow Warrior málið?
ráðgjöfunum skýrslu frá njósnurum
sínum innan Greenpeace þar sem sagt
var aö vegna stæröar skipsins yrði
ekki auðvelt aö halda því frá kjarn-
orkutilraunasvæöi Frakka á Mururoa-
eyjum.
Sprenging í Lúxemborg
Sprengja sprakk í sundlaug í miö-
borg Lúxemborgar í morgun. Tölu-
veröar skemmdir uröu á sundlaugar-
byggingunni en engan sakaöi. Sund-
laugin er ein stærsta sundlaug Lúxem-
borgarbúa og er steinsnar frá bygging-
um Evrópuþingsins. Frá því í apríl
síðastliönum hafa níu önnur sprengju-
tilræði skelft Lúxemborgarbúa, þar á
meöal á skrifstofu dagblaðs, raf-
stöð og gasstöö. Enn hefur enginn
lýst ábyrgð á hendur sér vegna spreng-
ingarinnar í morgun.
Aö sögn lögreglunnar veröur sund-
laugarbyggingin lokuö á næstunni á
meðan rannsakaö er hvort sprengingin
hafi valdið skemmdum á grind húss-
ins.
NIÐURHENGD LOFT
CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr
galvaniseruðum málmi og eldþolið
CMC kerfi er auðvelt í uppsetningu
og mjög sterkt.
CMC kerfi er fest með stillanlegum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga.
CMC kerfi fæst í mörgum gerðum bæði
sýnilegt og falið og verðið er
ótrúlega lágt frá kr. 185 á m2.
CMC kerfi er serstaklegá hannad
fyrir loftplötur frá Armstrong
Hringið eftir
frekari upplýsingum.
Einkaumboð á islandi.
Ö5 Þ. ÞORGRÍMSSON & C0
Armúla 16 - Reykjavík - sími 38640