Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 45
DV. MANUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Það fór verr fyrir vininum í sirkusnum Arena þegar hann var á ferð i Færeyjum. í fallinu náði hann taki á stönginni með annarri hendi og hékk þannig i óratíma án þess að komast upp aftur. Hann ætlaði ekki að gefast upp, fækkaði fötum og hélt áfram puðinu. Náði loksins takmarkinu — að standa á höndum með bannsetta kubbana undir lófunum. Áhorf- endur rétt litu upp, logandi hræddir um að kappinn hryndi aftur. Að lokum uppréttur, áhorfendum til mikils léttis. Honum var klappað lof i lófa — ekki sist þegar hann fór að feta sig niður á fast land aftur. Fimleikar á láði oglegi Englendingurinn Jon Kershaw hefur vakið mikla athygli fyrir fimleika á nefjum höfrunganna Houston og Roissy í Marinland í Antibes. Það er í Suður-Frakklandi sem sá fimi starfar og þarlendis stendur fimleika- og trúð- listarmenning á gömlum merg. Tatarar hafa löngum átt þar góðan leik með sirkusmenningu sína og áhorf- endur öllu vanir. I fyrrahaust tóku þessir tveir samleikarar Jons upp á því að reyna að losa sig við manninn af nefinu, köstuöu honum fimm metra í loft upp með þeim afleiðingum að hann fékk hressilegt bað í sýningarlok. Hins vegar eru frændur okkar Fær- eyingar ekki jafnsjóaöir í sirkusmenn- ingunni en fengu þó forsmekkinn fyrir nokkrum vikum. Þar var á ferðinni danski sirkusinn Arena sem eitt sinn Jon Kershaw sýnir listir sínar á nefjum Houston og Roissy í Suður-Frakk- landi. kom til Islands og reyndi að kynna okkur eyjarskeggjum þessa þjóöarlist tatara. Og að sjálfsögðu var fimleika- maður með í förinni — einn af þessum loftfimleikaköppum sem standa á höndum á hárri stöng með múrsteina undir krumlunum. Sýningin fór fram á Austurey og greinilegt að Færeyingar kunna vel að meta slikar heimsóknir. Kappanum var vel fagnað í upphafi og allir fylgd- ust með af áhuga þegar fáklædd kven- vera henti til hans kubbunum einum af öðrum sem hann raðaði snyrtilega undir lófana. Skyndilega hrundi allt heila klabbið og sá fimi með en náði með annarri hendi í stöngina á leið niður og hékk þar. Áhorfendur hljóðuðu og margir héldu fyrir andlitiö á meðan hann hékk þarna — í óratima aö því er virtist — og reyndi að ná sér upp aftur. Stjómandi sirkussins mætti á staðinn og ætlaöi aö koma honum til hjálpar en sá gamli neitaði og gaf með bendingum til kynna að sýningin héldi áfram. Hann heimtaði kubbana upp aftur og lét sig ekki fyrr en látið var að vilja hans. Svitinn lak af honum og sterk ljósin á sviðinu lýstu upp svitadropana þegar þeir féllu til jarðar einn af öðr- um. Böm í tjaldinu grétu af hræðslu — skemmtunin hafði breyst í andstæðu sína á nokkrum minútum. Að lokum stóð kappinn á höndum uppi á kubbunum kolvöltu og áhorf- endur klöppuöu hratt í þeirri von að hann færi nú að koma sér niður aft- ur. Þegar hann stóð að lokum á jörðu niðri kom klappiö og greinilegt á and- liti hans að heiðrinum var bjargað. Hvort Færeyingar verða óðir í skemmtun sem þessa eftir kynninguna skal ekki reynt að spá um en ólíkt væri kappinn öruggari á nefjum höfrunga eins og starfsbróðir hans í Antibes. Og falliö er ekki jafnhátt — kannski örlítið blautara... -baj. Eigum á lager nýjan 4000 LBS rafmagnslyftara Lyftarinn, sem þú getur treyst, er Yale. Yale lyftarar fást í mörgum stærðum og gerðum sem henta við flestar aðstæður.. Eigum í pöntun notaða og uppgerða Yale dísillyft- ara. Einnig útvegum við allar gerðir af notuðum og uppgerðum Yale lyfturum á hagstæðu verði. Reynsl- an sannar að þeir endast og endast, lyftararnir frá Yale. Kentruck pall- ettu- og lyftivagnar til á lager á ótrú- lega góðu verði. Moitti DO S«r«öi VÉLAV. SIGURJÓNS JÓNSSONAR Bygggarfli, simi 626835. ARVIK S/F I — . kkkkkkkkku, wga| lO WmWfwm \ ICIIwtraustur ÖRUGGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.