Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning
„Svona fór um sjóferð þá”
Alþýöuleikhúsiö.
Ferjuþulur — Rim viö btóa strönd.
Höfundur: Valgaröur Egilsson.
Loikgerð og leikstjórn: Svanhildur
Jóhannesdóttir.
Leikmynd og búningar: Ragnheiður Hrafnkels-
dóttir.
Hljóðlist: Lárus Halldór Grímsson.
Lýsing: Lárus Bjömsson.
Leikondur: Eyþór Arnason, Guðný Helgadóttir,
Kristín A. Ólafsdóttir, Ragnheiður Tryggva-
dóttir.
Fáum heföi dottiö í hug aö hægt
væri aö flytja þulu á jafnlifandi og
leikrænan hátt og sást í Norræna
húsinu á laugardaginn þegar frum-
flutt var verk Valgarös Egilssonar,
Ferjuþulur. Viö erum víst vanari aö
þylja þulur. En þetta er ekki í fyrsta
skipti sem nýstárlegt verk frá hendi
Valgarðs kemur fyrir sjónir því aö
frægan frama hlaut leikrit hans,
Dags hríðar spor, undir leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur í Þjóðleik-
húsinu haustiö 1980. Þar var í mörgu
róiö á ný miö ekki síður en í
Ferjuþulum nú.
Höfundur velur sér aö yrkja ljóð
sem segir sögu. Hann hefur látið svo
um mælt að þetta sé gert til þess aö
endurvekja frásögnina í íslenskri
ljóöagerö.
Ytri umgjörö er ósköp hversdags-
leg, ferö meö Akraborginni frá
Reykjavík upp á Skaga. Lýst er því
sem fyrir ber og allar höfuöáttir
skoðaðar, hvorki fleiri né færri en 9
talsins, því aö auk hinna fjögurra
heföbundu bætast viö upp og niður,
„á morgun” og „í gær”. Hin níunda
höfuðátt er „nær” og „þá er horft í
höfuöátt, í hug sinn nær”.
Lýsingin er mjög sjónræn, lýst er
landslagi, fuglum, sjávarlagi, far-
þegum og bílum. En ýmislegt býr
undir og fleira en augaö sér er tekiö
til umfjöllunar. „Margt býr undir
öldu, meira og fleira en mennirnir
töldu.” Og áður en varir fær ferða-
sagan víðari merkingu.
Höfundur stendur álengdar og
segir frá en hann skiptir líka um
sjónarhorn og gerir áhorfendur aö
þátttakendum og meö óvæntum
líkingum og vísunum vekur hann þá
til umhugsunar. Hrafnarnir eiga í
er jum og rífast um krækiber jalyng —
„mcð haustinu halda þeir á þing
bæði þrotnir og lúnir
og lotnir og fúnir... ”
Ekki fer hjá því aö einhverjum
detti í hug annað þing en hraf nanna.
Hugleiðing um fjallgöngu öðlast
víðari merkingu, enda segir
höfundur:
„Landið þið erf ið —
en leiðin upp fjallið
— ogkerfið —
semþið kallið —
er erfið.”
Leiklist
Auður Eydal
Leikgerö Svanhildar Jóhannes-
dóttur er hugvitsamleg og hóflega
fetaður millivegur milli leiksýningar
og ljóöalesturs í leikstjóminni.
Leikendurnir fjórir, meö Kristínu
Á. Olafsdóttur í broddi fylkingar,
segja þuluna fram, öll prýðilega
skýrmælt án þess aö framsögnin
veröi tilgeröarleg eöa stirö, oftast
svolítiö glettin í samræmi viö efnið,
en stöku sinnum nær undiraldan aö
klappa fleyinu.
Þó að varla sé tækifæri til beinnar
persónusköpunar í verkinu tekst
leikendum aö draga fram viss ein-
kenni á persónunum: Kristín, rödd
ferjunnar, er ábyrgðarfull og alvar-
leg, en hlý. Guöný leikur konuna
raunsæju. Ragnheiöur, stúlkan, er
fersk og kát og Eyþór er fulltrúi
nútímamannsins, hæfilega léttur á
bárunni.
Sviðsmynd Ragnheiöar Hrafnkels-
dóttur er mjög einföld og auöveld í
meðförum, enda er ætlunin að sýna
verkiö sem víöast, í skólum, á vinnu-
stööum og í félagsheimilum.
Búningarnir í „fánalitunum” —
bláu, hvítu og rauöu — gáfu sýn-
ingunni lit, ásamt fiskunum fallegu.
Mér þóttu búningarnir vel viö hæfi
meö þeirri undantekningu aö segla-
búnaöurinn á Kristínu Olafsdóttur
var aö mínu mati eitthvað vandræða-
legur.
Hljóðlist Lárusar H. Grímssonar
fellur vel aö sýningunni og gefur
nauðsynlega fyllingu.
Kristín Ólafsdóttir og Eyþór Árna-
son í hlutverkum sinum i Rimi við
bláa strönd.
„Við erumaðlenda
lciðin á enda.
Ströndin, sem við stefnum á
og var svo blá
er breytt — er orðin undarlcga grá.
Enhin — sem fyrr við lögðum frá
í fiarska, er orðin biá.”
„Og fcrjan okkar fer ekki til baka.”
„Ferjuþulur — Rím viö bláa
strönd” — munu koma út í vetur hjá
Almenna bókafélaginu, mynd-
skreyttar af Guömundi Thoroddsen,
og gefst þá tækifæri til aö kynnast
textanum betur en fært er á sýningu
sem þessari. AE
ENN RÝRNAR VERDLAUNASJÓÐURINN
—jaf ntef li í 10. einvígisskákinni f Moskvu eftir æsispennandi skák
Þá er tíu skákum lokiö í heimsmeist-
araeinviginu í Moskvu og sjö hafa orö-
iö jafntefli. Síðasta jafntefliö varö á
laugardag eftir æsispennandi skák,
eina þá skemmtilegustu í einvíginu til
þessa. Skákmeistararnir þurfa ekki að
skammast sín fyrir jafntefli á borö viö
þetta en sífellt rýrnar samt verölauna-
sjóðurinn. Campomanes var forsjáll
og ákvaö að við hvert jafntefli skyldi
einn hundraðshluti renna í sjóð til
styrktar skák í þróunarlöndunum.
Karpov ýtti kóngspeðinu úr vör í
fyrsta leik og Kasparov svaraöi með
sikileysku tafli eins og þeir tefldu í 2.
skákinni. Þeir fylgdu hefðbundnum
leiöum en Karpov hafði undirtökin.
Þar kom að halla fór á Kasparov en þá
fórnaöi hann peöi — eins og svo oft áö-
ur í einvíginu. „Ekki veit ég hver hug-
myndin er,” sagöi stórmeistarinn Taj-
manov og hristi hausinn yfir tafl-
mennsku áskorandans. Þaö var ekki
fyrr en Kasparov lék drottningu sinni í
homið aö rann upp ljós fyrir stórmeist-
aranum. Kasparov náði peðinu aftur
og gekk um gólf meö sigurbros á vör.
Annars lét Kasparov ekki þar viö
sitja heldur fórnaöi skiptamun síöar.
Eftir hámákvæma leiki á báöa bóga
leystist skákin svo upp í jafntefli meö
þráskák. Áhorfendur hylltu skákmeist-
arana ákaft aö skákinni lokinni. Staö-
an: Karpov 51/2 v. Kasparov 4 1/2 v.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 9-0 Be7 8. f4
0—0 9. Khl Dc7 10. a4 Rc6 11. Be3 He8
12. Bgl
Hér breytir Karpov út af fyrri ein-
vígisskákum en þessi sérkennilegi
biskupsleikur hefur þó margoft sést
áöur, m.a. í skákumKarpovs.
12. —Hb8
Kasparov leitar víöa fanga. Sam-
kvæmt júgóslavneska skákinforma-
tornum var þessum leik fyrst beitt í
skákinni Kudrin—Jón L. Árnason á
skákmóti í Bor í fyrra. Ýmsir aðrir
möguleikar standa svörtum til boða,
eins og 12. —Bd7, 12. —Rxd4, 12. —e5
eöa 12. —Rb4 sem Tisdall lék gegn of-
anrituðum á alþjóðlega mótinu í Vest-
mannaeyjum.
13. Dd2
Ein af hugmyndunum meö biskups-
leiknum er að koma drottningunni yfir
á kóngsvænginn meö Dd3—g3. Karpov
hverfur frá þeirri áætlun.
13.—e5!?14. Rb3 Ra5
Reynir aö notfæra sér stööu drottn-
ingarinnar því aö hvítur getur ekki
leikiö Rd2 eins og í áþekkum stööum.
Karpov hugsaði nú í 20 mínútur.
15. Rxa5 Dxa5 16. Ba7 Ha8 17. Be3
Db4!?
ögrandi leikur sem Kasparov lék
eftir 25 minútna umhugsun. Stórmeist-
urunum fannst hann tefla á tæpasta
vaö.
18. Dd3 Be6!? 19. f5 Bd7 20. Ha3!
E.t.v. hefur Kasparov ekki tekiö
þennan snjalla hróksleik með í reikn-
inginn. Hótunin er augljós: 20. Hb3 Da5
21. Bb6 og drottningin fellur. Ekki
gengur heldur 20. —Dxb2?? vegna 21.
Hb3 og vinnur. Er Karpov aö ná yfir-
höndinni?
20.—Da521.Hb3b5!
Auðvitað leggst Kasparov ekki í
vörn. Hugmyndin meö þessari stór-
brotnu peðsfórn kemur ekki í ljós fyrr
en í 25. leik.
22. axb5 axb5 23. Rxb5 Bc6 24. Bf3 Hab8
25. c4 Da8!
Ötrúlegt. Nú veröur e-peöiö ekki
valdaö og 26. Rc7 stenst ekki vegna 26.
—Hxb3 27. Dxb3 Db8 og sleppur við
skiptamunstap. Næsti leikur er nauö-
synlegur.
26. Bg5 Bxe4 27. Bxe4 Rxe4 28. Bxe7
Nú er 28. Rc7? t.d. svarað meö 28. —
Hxb3 29. Dxb3 Da7 30. Rxe8 Rf2+ 31.
Hxf2 Dal + og mátar!
28. —Hxe7 29. Ha3 Dc6 30. b4 h5
Enn blæs ’ann. Traustara er 30. —h6
og Tajmanov stakk upp á 30. —g6 til
aö reyna aö koma peðunum á skrið.
Staöan er flókin.
31. Ra7
Meö skiptamunsfórninni tryggir
hann sér a.m.k. jafnt tafl. Karpov get-
ur ekki valdað c-peöiö.
33. Df3! Hxc4 34. Dxh5 Rf2+ 35. Kgl
Rh3+ 36. Khl
Ekki 36. gxh3 Dc5+ og vinnur hrók-
inn, og riddarann á f2 má hann heldur
ekki drepa vegna mátsins í boröinu. Og
svartur á heldur ekki meira en jafn-
tefli.
36.—Rf2+37. Kgl
Og jafntefli samið. JLÁ.
Idagmælir Dagfari
I daa mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
FLÓTTAMAÐURINN AÐ AUSTAN
Nýskipaöur lögreglustjóri í
Reykjavik er ekki bjórlíkismaður, ef
marka má ummæli hans í DV um
helgina. Hann segist að vísu aldrei
hafa smakkað þetta umtalaöa bjór-
liki, en hins vegar prófað aö blanda
víni út í pilsner og það hafi oröið ljóti
drykkurinn. Dómsmálaráðberra
hefur væntanlega brosaö í kampinn
þegar hann las þetta og látið sér vel
lika. En Böövar lögreglustjóri lætur
þó ekki þar við sitja og upplýsir að
sér þyki hins vegar útlcndur bjór
góður en þó beri að varast að drekka
hann eins og íslcndingur því þeirri
stórdrykkju fylgi skelfilegir timbur-
menn. Þá vitum við það og Jón
Helgason líka.
Blaðamaðurinn sem ræðir viö
Böövar segir að í útliti minni hann á
landflótta rithöfund eða dýralækni.
Sömuleiðis gæti hann verið trúboöi.
Þessar manngerðir allar búa þvi
kannski í hinum nýja lögreglustjóra
og er það vel. Eins og allir vjta er
óhemjumikil skýrslugerð og lestur í
sambandi við embætti iögregiustjóra
og því sakar ekki að sá er starfinu
gegni sé rithöfundalegur í útliti.
Rithöfundar þurfa að geta greint
hismið frá kjarnanum ef vel á aö
vera. Hvað trúboðann varðar þá þarf
sú lýsing ekki að koma á óvart ef litið
er til fortíðar iögreglustjórans nýja.
Hann var góður og gegn sjálfstæðis-
maöur hér í eina tíð þar til hann
sneríst til réttrar trúar. Og eins og
svo margir aðrir var honum ekki nóg
að hafa sjálfur öðlast trúarsann-
færingu, heldur vildi hann fara út
meðal lýösins og boða hina réttu trú.
1 þeim tilgangi bauö hann sig fram
fyrir Framsóknarflokkinn og reið
um héruð boðandi fagnaðarerindið.
Varö honum nokkuð ágengt og fékk
að launum aöstoöarstarf
kennimanns viö Austurvöll en varö
aö ööru ieyti aö láta sér lynda
veraldarvafstur þaö er fylgir sýslu-
mannsembættinu fyrir austan. Ekki
hefur maðurinn varpað trú sinni þótt
hann færi sig um set og muni
framvegis dvelja í glaumi borgar-
innar, en kveöst þá láta af trúboöinu
því það samrýmist ekki hinu nýja
embætti.
Má segja að það sé þakkarvert
fyrir okkur borgarbúa aö hann geri
okkur hærra undir höfði í þeim
efnum en sveitamönnum í Rangár-
vallasýslu. En eflaust heföi
sáðkornið fallið í grýtta jörð hér á
malbikinu hvort sem er.
Þáttur dýralæknisins í fari lög-
reglustjórans er óviss enn sem
komið er. Þó má minna á, aö í
skuggahverfum borgarinnar
blómgast alls kyns skepnuskapur
sem góður dýralæknir getur eflaust
beitt tólum sinum gegn meö góöum
árangri. Auk þess bendir Böðvar
Bragason réttUega á að lögreglan sé
ekki her og bendir þaö til þess að auk
þessa alls búi i honum talsverö
þekking á eðli lögreglustarfsins.
Hins vegar er hætt við að ofurmenni
víkingasveitarinnar séu enn aö velta
því fyrir sér hvert þessu skeyti hafi
nú berið beint.
Sigurjón, sem brátt verður fyrr-
verandi lögreglustjóri, á aö baki
langan ferU og þótt störf lög-
reglunnar hafi á stundum veriö
umdeUd eins og eðlUegt er hefur litið
fariö fyrir persónulegri gagnrýni á
yfirstjórn Sigurjóns. Hefur jafnan
verið hljótt um störf hans og
persónu. Þetta kann aö breytast er í
stól lögreglustjóra sest sá landflótta
sem þykir vinblandaöur pilsner
vondur en útlendur bjór góður. Það
eru alla vega meðmæli með mannin-
um og gæti bent til þess að honum
muni farnast vel i starfi.
Dagfari.